Thursday, June 29, 2006

Spánn!!!!!

Með helling af upphrópunarmerkjum! Þetta þýðir að ég er insane víst.
Jæja á morgun klukkan 13:35 fer flugvélinn í loft og ég lendi í Alicante á Spáni. Flugið tekur um 6 og hálfan friggin tíma tel ég. Allvega lendi ég klukkan 20:15 . Held að ég taki með mér bók, nenni víst ekki að hlusta á Dodda tala um hvað hvað miðaldra flugfreyjurnar eru flottar.
En allavega, sól, 20 stiga hiti, hálfnaktar gellur, bjór áfengi og sígó. Hvað vill maður meira. ömmm Jenna Jameson og David Hasselhof hlópandi á ströndi í slow-mo. I think so. Hmm held að ég sé að rugla Jennu við einhverja aðra. Stór brjóst... Silikón. Meh who cares.
Anyhom, ekkert blog í viku, nema ég kemmst í tölvu og deili einhverju með ykkur.

Cheerio!

p.s. þetta fyrir ykkur.T

Tuesday, June 27, 2006

Svefn...

Jæja klukkan er tuttugu mín. yfir 4 eftir miðnætti, mér er heitt, smá illt í maganum, er að horfa á þættina Spaced og hef enga löngun til að fara að sofa. Ég lít á þetta sem gott tækifæri til að fixa svefninn minn. Ég stefni á að vaka í alla nótt og fara snemma að sofa og vakna um 9 leitið næsta morgun.
Ég gerði þetta nokkrum sinnum þegar ég var í háskólanum, þeas að vaka alla nóttina til að fixa svefninn. Ég get sko sagt að það er ekki hægt að læra eftir að hafa vakað heila nótt. Það er reyndar hægt að spila tölvuleiki. Það er er eitthvað við tölvuleiki sem fær mann til að halda athygli. Blikkandi ljós, verðlaun fyrir vinnu og ofbeldi.
Ég hef reyndar verið að lesa nokkrar greinar um það að fólk sé að tapa vinnu, mökum og lífi við að spila tölvuleiki. Sérstaklega MMORPG leiki. Framleiðendur þessa leikja þurfa nú að halda fólkinu við tölvuna til að sjúga alla peninganna frá fávitinum sem spila þessa leiki. Ég hef spila MMORPG leiki en ég endist ekki lengur en í þrjá mánuði, fæ leið á þeim. Ég er meira fyrir singleplayer leiki. Verð víst að hafa frelsið til að standa upp og fara á klóstið þegar andinn kemur yfir mig... eða vill sleppa út. I dunno.

Jæja klukkan er hálf 5 held að ég helli mér aðeins upp á kaffi og fari svo að hitta gamla bossinn á morgun og tala um laun.
Skemmtið ykkur í vinnunni.

Saturday, June 24, 2006

Ace TravelMate

Lappinn er orðinn soldið sérkennilegur. Hann er rétt um tveggja ára gamall minnir mig. Og hefur nú verið í stöðugri notkun eiginlega. Ef ég ætla að ræsa hann þá þarf ég að ýta á kveikjurofan og slá lappan hægra hornið niðri. Svo það nýjasta er að blueTooth er alltaf að fara í gang og slökkva á því... þar til ég barði í hægra hornið.

Dvd brennarinn í þessari vél er líka kominn með sinn eigin vilja. Stundum brennir hann og stundum ekki.
Spurning hvort maður eigi að fá sér nýjan eða senda þennan í viðgerð.
Held nú að ég geti ekki verið án lappans, það er eitthvað svo þægilegt að hafa eitt stykki. Taka hann hvert sem maður vill og allt klámið sem hægt er að geyma í þessu.

Friday, June 23, 2006

Futurama Returns!

Góðar fréttir og slæmar fréttur, því miður. Góðu fréttirnar eru nú þær að það á að gera eina seríu enn af Futurama og allir sömu leikararnir munu koma og tala í þættina. Slæmu Fréttinar eru að þetta kemur út árið 2008.
Þetta verða um 13 þættir og munu þeir vera sýndir fyrst í sjónvarpi áður en þeir koma út á DVD.

Spurning hvenær þessir framleiðendur átta sig á því hvenær þeir hafa eitthvað gott í höndunum og cancela því ekki.
Vona bara að Firefly kemur aftur á skjáinn minn.

I´m doing the happy dance for hypnotoad!

Tuesday, June 20, 2006

Green Wing

Það eru allir brjálaðir í þessum þætti. Argasta snilld, það er kannski einn með réttu geði en hann svaf víst óvart hjá mömmu sinni. HAHAHA!!!

Green wing eru breskir þættir sem er verið að sýna á stöð 1. Ég kíkti á einn þátt, tók mig svo til og downloadaði fyrstu tveimur seríunum. Þessir þættir erum um lið sem vinnur á spítala og er tótalí insane.
Ég mæli með því að allir annaðhvort downloada þessum þáttum eða finna hvenær þeir eru sýndir í ríkissjónvarpinu. Það tekur kannski svona tvo þætti til að komast inn í þættina og hver þáttur er svona 50 mín.

Have fun.

Monday, June 19, 2006

Stífla.

Ég held að ég sé með ritstíflu. Ég hef ekki skrifað neitt hérna síðan á síðasta miðvikudag. Ætli það sé ekki vegna þess að ég er kominn í frí og hef sett heilan í frígír.
Svo er ég líka með aðra stíflu en við skulum ekki ræðað það hér. Börn gætu verið að lesa þetta.

Any way so I had my tongue up this chicks ass, she looks down on me and says "excuse me, do I know you?"

Thursday, June 15, 2006

Síðasti dagur

Jæja, klukkan er korter yfir 2, ég er búinn með 3 bjóra og var að opna þann fjórða. Ég er búinn að reykja helling að rettum og er búinn að horfa á nokkra standupþætti.
Fólk er kannski að pæla af hverju ég er að hella í mig á miðvikudegi og svona seint um nóttina þegar vinnudagur er á morgun. Það er það víst fyrir suma en ekki fyrir mig. Ég er kominn í frí. Ég er hættur að vinna hjá Lausn og er kominn í mánaðarfrí áður en ég byrja í næstu vinnu minni.
Það var nokkuð skondið að Hörður(da Boss) var búinn að gleyma að ég var að hætta. Ég þurfti að minna hann á það og ég held að hann hafi ekki alveg verið sáttur við að ég væri að hætta, það er víst ennþá nóg að gera. En ég nenni ekki að hann sé að draga mig svona á asnaeyrunum með því að bjóða mér alltaf smá vinnu í einu. Samt fínt að vinna þarna sko. Ég verð víst að játa að ég vorkenndi honum soldið, ég verð víst að játa að ég vildi klára verkefnin mín alveg. Spurning hvort ég taki hálfan dag í vinnu hjá honum. Bara svona rétt 4 tíma á dag. Fá smá pening fyrir og hafa smá tíma fyrir sjálfan mig. Ég þarf víst að klára svefnherbergið mitt, mála það og gera eitthvað kinky við það. Kaupa föt og liggja í leti.

Ég ætla að sofa út á morgun, held að ég vakni svona rétt fyrir hádegi og skelli mér í sund.

Wednesday, June 14, 2006

Frábærar fréttir!

Kaffi hlífir lifrinni við verstu áhrifum áfengis.


I must drink beer.

Beer is the painkiller.
And beer is the little drink that brings total satisfaction.
I will drink my beer.
I will permit it to pass through me.
And where the beer has gone there will be nothing.
Only a hangover will remain.

It is by caffeine alone I set my mind in motion,
It is by the beans of Java that thoughts acquire speed,
The hands acquire shakes, the shakes become a warning,
It is by caffeine alone I set my mind in motion.

Tuesday, June 13, 2006

WHAT. THE. FUCK!!

The Wedding singer

Snilldar mynd, mæli með að allir sem hafa ekki séð hana skreppi út á leigu eða mininova og reddi sér henni.

Hérna er smá lagabútur úr myndinni.
Somebody Kill me
You don't know how much I need you.
While you're around I don't feel blue.
And when we kiss I know that you need me too.
I can't believe I found a love that's so pure and true.

But it all was bullshit.
It was a goddam joke.
And when I think of you Linda,
I hope you fucking choke.

I hope you're glad with what you've done to me.
I lay in bed all day long feeling melancholy.
You left me here all alone, tears running constantly.

Oh somebody kill me please,
somebody kill me plee-ase,
I'm on my knees,
pretty pretty please,
kill me.
I want to die.
Put a bullet in my head.

Monday, June 12, 2006

Hnerr!

Damn you women! Maður sýnir aumkun á einum kvennmanni og hvað gerir hún? Hún smitar mann af kvefi!
All you motherfucker are gonna burn! My army of whitecells will demolish your unclean cooties from my system. My manliness will triumph over your puny inferior germs!

En snúum okkur að einhverju öðru. Plön mín með heimsyfirráð urðu fyrir smá hnekki um helgina þar sem illa tókst að klippa saman myndband frá degi 3 frá Reykjavík Trópík. Var að prófa nýtt forrit, Adobe Premiere og ég er ekki alveg viss hvort Caprice(Tölvan mín.. já, það er langt síðan ég var síðast með kærustu... nei ég er ekki að verða insane... Drátt? Er það ekki þegar maður kynnist stelpu og bíður henni heim í kaffi og skeiðvöll og lýgur svo að vinum sínum um hvað gerðist?) mín ráði fullkomnlega við þetta blessaða forrit. Spurning hvort maður hverfi aftur á braut í windows movie maker, en það myndi verða skref aftur á bak. Þarf bara að læra á þetta forrit og restarta það reglulega.

Kíkti aðeins út á lífið um helgina. Ég verð að segja að ég var búinn að gleyma hvað ég hef gaman að dansa. Síðastliðin ár hefur of bjórdrykkja komið í veg fyrir að ég hreyfi mig, þar sem maður verður soldið þungur í maganum. En um helgina dansaði ég við nokkrar sætar stelpur og skemmti mér bara konunglega og gerði mig að smá fífli.
En ef maður gerir sig nú ekki að smá fífli þá er ekkert gaman,
aight?

Friday, June 09, 2006

HM brjálæði

Jæja, fótboltaæði er að grípa núna heiminn í helshöndum. Mikil ádeila og umræður hafa verið í gangi vegna heimsmeistaramóts fávita í fótbolta. Hvert sem litið eða snúið eyra þá er verið að auglýsa fótbolta. Skondið samt ég hef ekki ennþá heyrt neinn tala um hann, thank nature for that.
Mikil umræða er vegna vændismála og mannsals sem er í tengslum við HM. Ég styð það hundrað prósent! Fá alla boltahausana til Þýskalands, ræna þeim og hneppa þá í þrældóm og senda þá til tunglsins til að vinna við eitthvað, mér er sama þeir munu deyja þar allir með tölu.
Drepa allt þetta helvítis lið. Skjóta það á færi og brenna það lifandi neglt við risavaxinn fótbolta. Skera af þeim hendurnar svo aþð getur ekki rúnkað sér yfir 22 körlum hlaupandi hálfnaktir um grasvöll.

Thank nature it´s friday!

Thursday, June 08, 2006

Frí og útlönd

Þann 14 kemmst ég í frí. Mitt fyrsta alvöru frí að mínu mati. Ekki svona frí skólinn er búinn og það er vika þar til ég byrja í sumarvinnufrí. Alvöru vinna, alvöru frí. Ég stefni á að hreyfa mig og læra forritun. Spurning hvort ég geti sameinað þetta tvennt. Tengja tölvuna við æfingarhjól þannig að maður þarf að hjóla til að tölvan fái orku. Gæti virkað heh. Já svo þarf maður víst að losa sig við nokkur kíló svo maður passi nú í sund fötinn sem eru á nördunum. Svo hefur viss aðili hefið í skyn að maður á að skella sér í vax áður en maður fer út. Maður verður víst að vera eins og 12 ára drengur þegar maður er að reyna að heilla dömurnar. Þær eru víst svo hrifnar af því.
Anyway. 3 vikur áður en farið verður í loftið. Ætti maður að reyna að skella sér í megrun, fara út að hlaupa eða synda á hverjum degi svo maður passi ofan í bjórglas?

Wednesday, June 07, 2006

Windows MovieMaker

Ég tók mig til og fór að fikkta í Windows movie maker í gær. Fór aðeins að lesa inn myndir og myndbönd og sampla tónlist inn og búa til stutta sketcha frá Reykjavík Trópík. Þetta er svaka stuð verð ég að segja. Maður reynir að hafa allt svo cool eitthvað. Velja rétta tónlist, láta tónlista fade-a út á réttum tíma, hafa myndirnar hæfilega lengi, bæta við effectum og læti.
Ég var að til um svona hálf 4 víst í nótt að klippa fyrsta dag Trópík saman í um 5 mín langan sketch. Held að mér hafi tekist ágætlega upp og ég er nú spenntur að fá að vita hvað fólki finnst um þessa klippingu mína.
Ég skil nú vel æsinginn í Bjarna félaga mínum þegar hann sýndi mér kvikmyndasketchið sitt frá Kúbu sem hann er að vinna í.

P.s. ég náði á myndband þegar Rolf var að tala um að vera brúnn á rassinnum í sólbaðsstofu... :D

Tuesday, June 06, 2006

6.6.2006

Í dag er dagur djöfulsins smkv. samtökum evangelista í Hollandi. Það vill svo líka til að Bubbi Morthens á afmæli. Hann fæddist á degi djöfulsins. sem þýðir að hann er sonur Satans og að við eigum öll að tilbyðja hann. Hann á það skilið. Mikið að verkum hans eru augljóslega af hinu illa. Hann reykir. Hann keyrir um á Jeppa. Hann er krúnrakaður. hmm... Mig vantar bara jeppa...

Ég legg til að við förum heim til hans og fórnum hreinni mey til heiðurs hann. Held samt að við verðum að bíða eftir að Höddi komi aftur frá Mexíkó með eina. Ef höddi kemur ekki með eina þá fórnum við bara honum. Hann er, hefur og mun alltaf vera hrein mey í mínum huga. Spurning samt eftir ferðina til Mexíkó, því ef ég þekki Hödda rétt, þá er hann núna í mexíkönsku fangelsi að kynnast rissavöxtnum mexikana sem heitir Bubba og höddi var að missa sápuna í sturtunni.

Reykjavík Trópík

Var bara helvíti gaman verð ég að segja. Ég mætti á svæðið vopnaður bjór, sígó og nýju myndavélinni og kom, sá og horfi á hljómsveitir. Mikið úrval var í boði og mér fannst, Cynic Guru, Jeff who, Leaves, Trabant, Ladytron standa upp úr af þeim hljómsveitum sem ég sá.
Mér fannst vel staðið af þessari tónlistarhátíð fyrir utan auðvitað klúðrið með sunnudaginn með tjaldið og að það þurfti að halda þetta á Nasa. En Trabant fór nú á kostum á Nasa, spurning hvort þeim hefðu tekist betur upp í risa tjaldi.

Ég er nokkuð viss um að ég hafi tekið allt að 1000 myndir á nýju vélina mína. Geri nú fúslega ráð fyrir að ég muni held meira en helmingnum en það er nú erfitt að ná góðum myndum á tónleikum og best að smella af sem flestum. Ég stefni á að skella nokkrum hingað inn en ég stefni líka á að klippa saman myndband. Við skulum nú bíða með Viagra í hálsinum eftir því hvernig mér tekst upp.

Saturday, June 03, 2006

Its a greet day

Í dag er góður dagur, sólin skín, fuglarnir syngja, ég sat lengi vel og talfdi við páfann, fyrsti dagur Reykjavík Trópík er lokið og ég er kominn með aðra vinnu.

Góður dagur er dagur sem er góður. Eitthvað við daginn er ánægjulegt og gerir mann glaðan.

Sólin er stjarna sem jörðin snýst um, hún sendir hita í formi geislun til jarðar og er forsenda þess að líf sé mögulegt á jörðinni.

Fuglar eru fiðrarir smitberar sem eru í raun og veru ekki að syngja. Þeir eru í raun og veru að segja mitt tré! mitt tré!, stay away motherfucker or I´ll shit down your throat.

Að segjast vera að tefla við páfan þýðir í raun og veru að vera að gera númer tvö á póstulínshásætinu.

Reykjavík Trópík er tónlistarhátið sem haldin er á túni við Háskóla Reykjavíkur. Yfir 20 hljómsveitir munu spila og fyrsti dagurinn var mjög góður.

Þegar ég segist vera kominn með aðra vinnu þá meina ég einmitt það. Vinna þessi er í mörkinni og mun fyrirtækið heita FjölgreiðsluMiðlun og sér það fyrirtæki um að miðla mörgum greiðslum

Thursday, June 01, 2006

Batwoman

Það á að endurvekja Batwoman aftur hjá DCcomics. Hún verður lesbísk smkv. mbl.is
Þetta er brilljant. Núna hef ég L-Word og Batwoman. Ahh lífið heldur bara áfram að batna og batna. Ætli þeir munu gera fleiri ofurhetjukonur að lesbíum, The Wasp, hulkkonuna, Storm, og fleiri, gefa út eitt blað sem heitir "Super-orgy, The Nemesis from Lesbos" eða eitthvað...

Spurning samt hvort þessar dömur myndu þá þurfa að klippa hárið á sér stutt. Er það ekki svona universal merki um að kvennmaður sé frá Lesbos?

Terror on the highway

Ég ætla að hætta að keyra bílinn minn í smá tíma, ég er að hugsa um að forðast allar umferðagötur í svona hálft ár, ég mæli með að allir geri það sama. Það er ný ógn á vegum Reykjavíkur. Það hlustar á klassískatónlist. Það málar. Það safnar allskyns rusli. Það vill læra þýsku aftur. Það blæðir í viku og deyr ekki.
Það er systir mín.
Systir mín ætlar að fara að læra að aka bíl. Við erum að tala um manneskjuna sem tókst að flæða vatni yfir öll gólf í íbúðinni sinni, stelpuna sem reif niður gluggatjöld þegar hún var að draga fyrir.
Konuna sem áttaði sig ekki á því að 90 sek var sama og 1.5 mín.
Þessi kona ætlar að setjast bakvið stýri og keyra um götur borgarinnar. Ég held að hún muni aldrei læra á beinskiptinguna. Hún virtist aldrei geta lært á prentara eða myndavél.
Og svo er hún víst svo mikill píslavottur. Hún vill alls ekki læra á bíl. Reynir að fá mig til að vorkenna sér. finnst þetta svo erfitt. Af hverju getur ekki einhver keyrt hana fram og til baka. Af hverju hefur hún ekki einkabílstjóra og býr í risa húsi með þjónum.
Jams, lífið er stundum ekki sanngjarnt.