Thursday, June 01, 2006

Terror on the highway

Ég ætla að hætta að keyra bílinn minn í smá tíma, ég er að hugsa um að forðast allar umferðagötur í svona hálft ár, ég mæli með að allir geri það sama. Það er ný ógn á vegum Reykjavíkur. Það hlustar á klassískatónlist. Það málar. Það safnar allskyns rusli. Það vill læra þýsku aftur. Það blæðir í viku og deyr ekki.
Það er systir mín.
Systir mín ætlar að fara að læra að aka bíl. Við erum að tala um manneskjuna sem tókst að flæða vatni yfir öll gólf í íbúðinni sinni, stelpuna sem reif niður gluggatjöld þegar hún var að draga fyrir.
Konuna sem áttaði sig ekki á því að 90 sek var sama og 1.5 mín.
Þessi kona ætlar að setjast bakvið stýri og keyra um götur borgarinnar. Ég held að hún muni aldrei læra á beinskiptinguna. Hún virtist aldrei geta lært á prentara eða myndavél.
Og svo er hún víst svo mikill píslavottur. Hún vill alls ekki læra á bíl. Reynir að fá mig til að vorkenna sér. finnst þetta svo erfitt. Af hverju getur ekki einhver keyrt hana fram og til baka. Af hverju hefur hún ekki einkabílstjóra og býr í risa húsi með þjónum.
Jams, lífið er stundum ekki sanngjarnt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home