Monday, July 31, 2006

Það er mánudagur, tími fyrir bull

Jæja, síðasta föstudag fórum við 4 gaurar í vinnuna til Jón Péturs félaga míns og rændum honum.
Gaukurinn er víst að fara að gifta sig á næstunni og tími var kominn til steggja hann.
Ég tel að okkur hafi tekist ágætlega upp og skemmtu sér allir vel.
Reyndar fékk ég ekkert að gera það sem ég vildi. Ég vildi láta vaxa gaurinn, klæða hann í kvennmanns föt láta Unu vinkonu mína mála hann og svo henda honum inn á stripstað og láta hann stripa.
Allir voru á móti þessu, sögðu þetta vera of kvikindislegt. Ég held að þeir voru hræddir um að JP myndi neita að gera þetta. En anyhow, kannski fæ ég annað tækifæri eða ég muni bara lenda í þessu sjálfur.

Annars var helgin fín, ég eyddi henni víst í svefn. Held að ég hafi verið smá slappur bara.
Svo gengur hársöfnun mín ágætlega, spurning hvort ég nái að safna meira hári en síðast.
Ég held að ég hafi enst í 3 mánuði eða svo áður en ég rakaði allt hárið af aftur.
Núna er ég líka að safna smá alskeggi í leiðinni, kannski samræmist það betur þannig,sjáum hvernig það tekst upp.
Kannsti ég skelli upp fyrir og eftir myndum....

p.s.
Já, ég á von að fá einhver comment tengt stripstað.

Friday, July 28, 2006

Það er eitthvað að gerast...

Það eru einhverjir furðulegir hlutir að gerast með mig þegar sé sexy konu. Það virðist sem ég hætti að hugsa rétt, það er eins og það vanti skyndilega blóð í hausnum á mér og buxur mínar þrengjast.
Ég virðist ekki getað hugsa skýrt þegar aðlaðandi dama gengur á móti mér, með þessir fallegu augu og horfir í augun mín.
Ég bara tapa mér í augum hennar, hljómur Reykjavíkur virðist hverfa á braut, rigningin verður sól og í um 10 sekúndur festist ég í augum hennar, ástin finnur mig um stund. En svo líður augnablikið á enda, fade in Reykjavík og lífið líður áfram.

Mig er farið að vanta kærustu. En ég er fremur hræddur um hvað gerist ef ég næ mér í eina, ég er búinn að byggja upp ágætis þrýsting í buxunum. Ég er kominn með heilan her að viljugum sjálfmorðssveitum sem eru tilbúnir að gera hvað sem er til að rjúfa varnir eggsins. Enginn efnahernaður mun stoppa þessar sveitir, ekkert gúmi mun vera nógu sterkt, engin leið er of löng. Þeir munu komast á leiðarenda... nema... náttúrulega það fyrsta sem þeir sjá er dagsljós..
Líka spurning hvað gerist fyrir hina ólukkuðu dömu sem vorkennir mér og leyfir mér að komast í brækurnar hennar. Spurning hvað þessi þrýstingu mun gera henni. Mun ég sprengja gat á hana?
mun hún drukkna...
mun ég fá eistnayfirflæði og sprengja á mér pungin?
Maður verður að pæla í þessu....

Wednesday, July 26, 2006

Helv. köttur


Kötturinn vakti mig tvisvar í nótt.
Í fyrra skiptið þegar hann vildi fara út og í seinna skiptið þegar hann vildi fara inn síðan aftur.
I will have my revenge!
I will show him the meaning of a watery grave!
Ókey... kannski hvernig bað lítur út frá botni þegar það er fullt af vatni.

Tuesday, July 25, 2006

Frigettí Frick! (grein stolin frá mbl.is)

Félagsskapurinn truflar svefn

"Nú er hefur verið sannað á vísindalegan hátt nokkuð sem ýmsa hefur grunað lengi, að fólk sofi betur eitt í rúmum sínum en með öðrum. Svefnrannsóknir sem, vísindamenn í Vín í Austurríki hafa framkvæmt, hafa sýnt að konur eiga órólegan svefn þegar annar er með þeim í rúminu, karlar virðast sofa betur, en félagsskapurinn hefur áhrif á greind þeirra að morgni. Þetta kemur fram í danska dagblaðinu Berlingske Tidende.

Gerhard Klösch, sem stýrði rannsókninni, segir að þetta komi sér lítið á óvart, enda hafi áður verið sýnt fram á að návist kvenna hafi áhrif á andlega hæfileika karla. Kona þarf reyndar ekki að vera til staðar til að slá karlmenn út af laginu, heldur nægir lyktin.

Konur virðast hins vegar jafn hæfar til að glíma við verkefni um morgna, hvort sem þær hafa haft félagsskap eða ekki.

Viðfangsefnin voru pör við 25 ára aldur sem bjuggu hvort í sinni íbúð, en sváfu saman reglulega, og voru þess vegna vön bæði að sofa ein og saman."

Það virðist sem kvennfólk sé að beita efnahernaði á okkur gaurunum.
Game over man, Game over!
What the fuck are we gonna do now?

Call on me

Monday, July 24, 2006

Rafting

Ég fór síðustu helgi upp í Skagafjörð í smá Rafting nánar tiltekið Austari Jökulsá.
Þetta var argasta snilld þó að við þurftum að sitja í rútu í svona klukkutíma og á rassinum í svona 20 mín til að hlýða á fyrirlestur um öryggi sem maður náði svona helmingi af. Þetta voru þrír bátar í allt og um svona 16 manns minnir mig í allt.
Við fengum blautagalla, hjálm og vesti til að klæða okkur í og var það mikil átök. Aldrei hafa sést jafn margir menn í þröngum búningum... hmm nema kannski síðustu afmælisveislu hjá mér... en það er önnur saga.
Áin var köld og reið hjákona og eftir að farið var úti ánna og þar til ferðinni lauk þá lágu fleiri en 3 fallið útbyrðis(úr okkar bát) í straumharði ánni. Svaka stuð mar.
Ég verð að játa að maður soldið smeykur. Maður var búinn að vera að heyra annsi slæmar sögur um þetta. En svo þegar komið var í ánna þá var þetta allt í lagi.
Verð víst að játa að ég varð soldið stressaður þegar við hvoldum bátnum(leiðbeinandin lét okkur gera það viljandi) og ég fór undir bátinn.
En það reddaðist og maður komst upp í bátinn aftur kaldur, blautur og fremur kraftlaus.
Eftir ferðina var farið til Sauðárkróks og djammað þar léttilega. Snilldar hljómsveit sem var að spila. Þetta var coverband og coveraði helling af hljómsveitum og gerðu það bara mjög vel. Langt síðan ég hef heyrt í jafngóðri hljómsveit á skemmtistað.

Jæja núna sit ég í vinnunni og þjáist af harðsperum í öllum líkamanum, sérstaklega í rassinum, skondið þar sem maður sat á rassinum alla ferðina. Kannski er ég svona aumur í rassinum af því að ég var í tjaldi með Dodda um helgina.
Ég mæli með að allir skelli sér í rafting við tækifæri, þetta er lífsreynsla.

Friday, July 21, 2006

Magnaði Magni og pervertarnir þrír.

Á síðunni austurlandið.is er verið að gefa Magna stólpípu í rassinn fyrir að fá sem flest atkvæði á síðunni supernovafans.com. Fókið sem sér um austurlandið veit augljóslega ekki að það er linkur á b2 og á mbl.is inn á þessa síðu, sem gerir þetta bara tómt rugl. Allir íslendingar kjósa Magna þannig að þessi könnun er ekki marktæk lengur.
Á mbl.is er grein sem fjallar um þetta og þá var Magni með 34,94% atkvæða, örfáum hundraðshlutum á undan Dilönu sem hefur hlotið 34,67% atkvæða. En um leið og þetta er sett á b2 þá skaust hann framúr.
Eins og stendur er þetta svona.


Maður verður bara að vona að fleiri koma inn á þessu síðu og kjósi. Hellst myndi ég vilja fá að sjá ip töludreifingu á fólkinu sem kýs. Kannski eru bara allir að kjósa hann, hver veit.

Thursday, July 20, 2006

Fucking Lebowski

Jæja ætlaði að setja inn myndband hérna og víst ekki nógu góður í Html shittinu.
En allavega hérna er fyndinn linkur.
Ekkert disgusting dæmi, bara vel valin atriði úr The Big Lebowski.

Wednesday, July 19, 2006

Líf og Heilsa.

Jæja, maður verður víst 29 ára á þessu ári, maður getur víst ekki tekið tvo daga í röð lengur á djamminu og komist heill frá því. Maður er víst ekkert unglamb lengur. Reynslunni vitrari en ekki viskunni. Held bara að það sé kominn tími að maður fari að hugsa aðeins um sjálfan sig. Borða betri mat, þó að ég hef lært að borða góðan og hollan mat þökk sé eldamennsku foreldra minna og reglunni um að sunnudagar séu nammidagar. Ég er kominn með það upp á lagið að hreyfa mig um 3 sinnum í viku, ekkert alvarlegt en eitthvað er betra en ekkert. Kominn tími til að auka hreyfinguna upp í 6 sinnum í viku, breyta matarræðinu, taka lýsi, borða minna rautt kjöt, hætta að reykja á kvöldin og hætta þessu eilífðar djammi um helgar.
Djammið er orðið eitthvað svo mikil rútína. Byrja bara að fara edrú á það. Það er nú alltaf áhugavert.

Heh, minnir mig á djammið á laugardeginum. Við strákarnir vorum á Celtic Cross og vantaði borð. Ég sá stelpu dauða við eitt borðið og var svo heppinn að sjá hana vakna og æla yfir það og hlaupa svo út. Laust borð loksins!
Við biðum nú meðan ælan var hreinsuð upp.... en ekki of langt frá borðinu hehe.
Já og það er hurð á kamrinum á klósettinu á Celtic Cross, sem þýðir að hann er klassa staður.

bulleríbull.

13 tímar...

13 tímar í svefn í þessari viku, svefnmynstrið mittt er í tómu tjóni, mér tókst nú að sofna (tel ég) klukkutíma fyrr í nótt.
Furðulega er ég virðist vera að funkera í vinnunni. Gaya forði mér frá því ef ég myndi þurfa að gera eitthvað sem krefst rökræddar hugsunar.
Spurning hvort ég leggi mig ekki bara þegar ég kem heim um fimm leitið í dag og sofi eins lengi og ég þarf. Ætli maður myndi ekki vakna þá svona um 10 leitið um kvöldið. Gæti hangið svo í tölvunni alla nóttina og reynt svo að fara á skikkalegum tíma að sofa næsta kvöld.

Tuesday, July 18, 2006

Verslunarmannahelgin

Þann 4. til 6. ágúst næstkomandi er víst hinn blessaða súkkerí verlsunarmannhelgin.
Ég hef verið að pæla í því hvað ég eigi að gera af mér þessa helgi. Reynt hefur verið að draga mig í eyjar en ég er bara ekki spenntur fyrir því. Hef farið þangað 2 og því miður toppaði það bara ekki Uxa hátíðina góðu. Einu sinni fór ég í tjaldferð í hlíðar og stórskemmti mér þar. wink, wink. Gítarleikur, söngur bjór og sígó og almennt bræðraskapur milli allra sem voru þar nema einhverja fávita sem komu og voru með derring.

Anyhow, hef verið að pæla í því hvað mig langar að gera og ég er farinn að hallast að innipúkanum.
Innipúkinn er tónlistarhátið sem haldin er á Nasa yfir verslunarmannahelgina.
Dagskráinn er svo hljóðandi:
Föstudagur 4. ágúst
Television, Benni Crespo's Gang, The Foghorns, Ég, Jan Mayen, Jomi Massage, Jakobínarína og Jeff Who.
Laugardagur 5. ágúst
Throwing Muses, Weapons, Æla, Morðingjarnir, Hermigervill, Solex, Eberg, Hjálmar og Donna Mess.
Sunnudagur 6. ágúst
Speaker Bite Me, Mugison, Mammút, Ampop, Koja, Norton, Skakkamanage, Mr. Silla/ Mongoose og Ghostigital.

Virðist stefna í ágætis show.
Any takers?

8 tímar.

Síðastliðna tvo sólarhringa hef ég sofið í um átta tíma. Það væri nú ekki svo slæmt ef ég hefði ekki tekið alla helgina í djamm.
Ég fór samviskusamlega upp í rúm um miðnætti í gær og fór fúll út úr því um hálf 2.
Skyndilega stúttfullur af orku og glaðvakandi gerði ég það sem allir heilbrigðir karlmenn gera ef þeir geta ekki sofið. Ég tók til í íbúðinni og fór að skrapa af veggfóðrir inni í svefnherberginu. Ég var víst búinn að ákveða að mála það fyrir nokkrum árum en hef andinn hefur aldrei komið yfir mig. Kannski maður stefni í að mála það um næstu helgi.

Monday, July 17, 2006

Svefn

Ég hef komist að því að svefn er eitthvað sem kemur fyrir annað fólk. Ég bara virðist ekki hafa þann hæfileika að fara snemma að sofa. Ég þarf víst alltaf að horfa á eina kvikmynd, horfa á einn þátt, lesa einn kafla enn í bókinni, fá mér eina brauðsneið, tefla við páfan aðeins lengur, skúra gólfið, taka til eða draga hvert einasta hár úr nefinu á mér með flísatöng.

Friday, July 14, 2006

Fgm

Jæja, núna eftir 45 mín. þá fer mínum fyrsta degi hjá fjölgreiðslumiðlun að ljúka. Auðvitað var ég illa sofinn á fyrsta deginum þökk sé kettinum mínum og örugglega sjálfum mér líka. En eftir 3 eða 4 expresso drykki þá var ég ennþá þreyttur.
Þetta virðist vera hinn besti vinnustaður. Frír matur í hádeginu. Reynt að fjölbreytni og ég er með rafknúið skrifstofuborð sem er hækkanlegt 180 cm, svo er mér sagt allavega. Ég hækkaði það upp í svona 160 cm til að tengja nokkrar snúrur. Þetta er svalasta borð í heimi.
Það fyrsta sem var gert þegar ég kom var að henda í mig tölvu til að setja upp og svo helling að skjölum sem ég þarf að lesa næstu daga. Handbækur og fl. Fínn staður.

Ég virðist nær alltaf lenda á fínum vinnustöðum. Eini staðurinn sem mér hefur ekki líkað við að vinna var Aðföng í eigu Baugs. Það var allt of mikil asi á öllum. "Drífa þetta áfram!", "come on drengir!, Baugsfeðgar eiga bara 5 fm^2 peningasundlaug til að synda í, þeir vilja 20 fm^2!"
Svo var líka lagervinna hjá SVR. Þvílík hörmung, þetta var eins og að lenda á botninum í genaruslafötunni. Lowlives og fólk sem hafði engan metnað. Sko ég hef ekki mikin metnað en þetta fólk var alveg í botninum. Svo var einn þroskahefturgaur sem vann þarna, hann skeit á sig. Ég ákvað að ég myndi ekki vilja lenda í þeirri aðstöðu að ég myndi þurfa að skeina honum þannig að ég forðaði mér.
Vera Moda var fínn staður, ég byrjaði alltaf daginn á því að safnasaman öllum kven-naríunum saman í haug og svo nuddaði ég andlitinu í þær í svona 10 mín.
Betra en stólpípa.

Stór furðulegt

Þetta er stórfurðulegt.

Tuesday, July 11, 2006

Mér leiðist.

Mér er farið að leiðast. Fríið mitt er líka að vera búið. Byrja að vinna aftur þann 14. þessa mánaðar hjá fjölgreiðslumiðlun, það ættti að vera ágætt. Ég er nú ekki vinnusjúkur en ég bara get ekki skilið fólk sem vill frekar vera atvinnulaust en vinna. Skil heldur ekki fólk sem vill vinna alla daga og alla tíma. "You should not confuse your career with your life." sagði víst einhver einhverntíman.
"You are not your job" - Fightclub.

Anyhow. Vinna á næstunni, peningar peningar safnast upp, ég hef víst ekkert til að eyða í.
Ég er líka búinn að fresta íbúðakaupunum. Slysaðist víst til þess að horfa á fréttirnar og komst að því að ég á að bíða með kaupinn. Safna bara Geld og sitja á rassinum.

Já, ég borðaði ekkert kjöt í dag. Gerðist eiginlega bara óvart. Fékk mér í kvöldmat steiktar kartöflur með sveppum og stóru vali af grænmeti, eldað á pönnu með ólífolíu og hunts chilli sósu. Bragðaðist bara nokkuð vel.

Saturday, July 08, 2006

DIE BLUETOOTH!!!

Friggin bluetooth í tölvunni minni.
on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off on off
GARG!!
Þarf að henda henni í viðgerð....

Friday, July 07, 2006

Shaven or Unshaven?

Hin forna spurning rekur sitt illa höfuð upp á yfirborðið aftur, Shaven or UnShaven?
Hvort er betra að vera rakaður eða ekki rakaður?
Hvort er meira aðlaðandi?
Hvort finnst strákum það betra eða stelpum betra?
Á ég að raka það allt af eða skilja eftir smá brodda þannig að það er allavega einhver hár?
Sumir kjósa að raka allt, aðrir með smá brodda og aðrir allt loðið.
Hvort er líka þægilegra?
Ég veit að sumir hafa gaman að stinga andlitinu beint á það og reka út tunguna og leika sér smá.
Sumir vilja sleikja það allt rakað, aðrir brodda og aðrir vilja dýfa sér í frumskóginn.
En á maður að hafa brodda, smá hár eða ágætlega loðið?
Ég á nú ágætlega erfitt með loðna dæmið, það er smá skalli þarna að myndast.
Persónulega finnst mér ég líta betur út rakaður.
Hvað finnst ykkur, rakaður, broddar eða loðið?


P.s. ég er að tala um hausinn á mér, melónuna sem situr á milli axlana á mér.
You dig.

Thursday, July 06, 2006

Ísland, fagra ísland.

Jæja, þá er maður kominn aftur heim. Enginn til að taka á móti manni, þannig að maður rífur bara allt upp úr töskum og sest fyrir framan lappan og byrjar að bulla.
Þetta var fínasta ferð. Sól, hiti og alles. Það var víst hitabylgja í gangi þannig að það var víst ansi heitt.

Ég kíkti á djammið fyrstu tvo dagana sem ég var það og fékk mig eiginlega fullsaddan á því. Hórur á hverju horni og illskyljanlegir tannlausir bretar líka. Senjoríturnar voru nú flottar sko, ég var ekki að kvarta. En ég gerði ekki neitt í eim því ég vildi ekki taka áhættuna að taka með mér eitthvað heim. Þetta er víst eitthvað svo mikið fuck festival að manni næstum ofbauð við því.

Það voru víst tveir íslenskir djammhópar þarna á sama hótelinu og þeir voru eiginlega skjannahvítir. Djammandi alla nætur og sofandi alla daga. Nennti ekkert að vera að standa í því rugli.

Jæja nenni að bulla meira í bili.