Monday, May 21, 2007

Hressandi ekki satt?

Ég ákvað víst hafa smá snjókomu í nótt. Bara svona upp á smá breytileika. Ég er alfarið búinn að fá leið á því að þurfa ekki að skafa smá snjó af bílnum mínum á morgnana. Ákvað bara að hafa smá snjókomu og leyfa fólki að fá smá hressandi hreyfingu í morgunsárið.

En það var nú mikil ánægja að keyra í vinnuna um átta leitið í morgun. Allir háskóla og menntaskóla nemendur eru ekki lengur á götum Reykjavíkur á morgnana. Það er nokkuð æðislegt að geta keyrt um göturnar án þess að einhver krúnrakaður brjálæðingur með gleraugu og skegg æpi á þig af því að þú keyrir eins og gömul blind leðurblaka með kaffi stólpípu og korktappa í borunni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home