Wednesday, June 07, 2006

Windows MovieMaker

Ég tók mig til og fór að fikkta í Windows movie maker í gær. Fór aðeins að lesa inn myndir og myndbönd og sampla tónlist inn og búa til stutta sketcha frá Reykjavík Trópík. Þetta er svaka stuð verð ég að segja. Maður reynir að hafa allt svo cool eitthvað. Velja rétta tónlist, láta tónlista fade-a út á réttum tíma, hafa myndirnar hæfilega lengi, bæta við effectum og læti.
Ég var að til um svona hálf 4 víst í nótt að klippa fyrsta dag Trópík saman í um 5 mín langan sketch. Held að mér hafi tekist ágætlega upp og ég er nú spenntur að fá að vita hvað fólki finnst um þessa klippingu mína.
Ég skil nú vel æsinginn í Bjarna félaga mínum þegar hann sýndi mér kvikmyndasketchið sitt frá Kúbu sem hann er að vinna í.

P.s. ég náði á myndband þegar Rolf var að tala um að vera brúnn á rassinnum í sólbaðsstofu... :D

0 Comments:

Post a Comment

<< Home