Tuesday, November 29, 2005

No more... please

Af hverju þurfum við íslendingar að apa eftir öllu sem bandaríkjamenn skella á skjáinn hjá sér?
Við höfum fengið að kynnast Idol, Íslenska batchelorinum, og ástarfleyginu (veit nú ekki hvort það er verið að sýna það, er ekki með Sirkús). Svo núna eru Eskimo og Sirkús að vinna að raunveruleika þáttum um íslenskar fyrirsætur. Þetta mun örrugglega fucka up sjálfsímynd ungra stelpa hér á klakanum, enn frekar. Eskimo er nú þekkt fyrir að taka 14 ára stelpur og búa til fyrirsætur úr þeim, koma þeim á framfæri áður en þær verða fullþroska, því að allar fyrirsætur eiga að líta út eins og tannstönglar eða 12 ára strákar. En í þessum þættum verður aldurstakmarkið víst 16 ára... ekki mikið betra að mínu mati en þó betra. Við þurfum að fá Survivor Iceland. Það ætti að vera stuð. Skella 20 manns einhverstaðar á austurlandið. (Við getum gleymt Vatnajökli, við viljum nú að þau endast lengur en einn dag.) Á austurlandinu getur fólkið veitt hreindýr og kindur og týnd bláber og dottið í hveri eða eitthvað. Verð nú að játa að þetta verður nú engin kroppa sýning þar sem þau verða nú öll kappaklædd í 66 gráður norður göllum..... ekki nema þau finni sér heitan hver og skelli sér ofan í....

Já og p.s.
Ég er kominn upp í 20 ferðir í sundinu mínum, sem sé 500 metra. Ég hef aukið mig um 200 metra frá því á síðasta miðvikudegi... ég held bara að öll von sé alls ekki úti.

Monday, November 28, 2005

Bjór, Rauðvín eða Vodki?

Ég hef verið að gera smá tilraun með sjálfan mig síðastliðnar vikur. Ég hef verið að prófa munin á því að drekka bjór, vodka eða rauðvín á djammi.
Ég ákvað að gera þessa tilraun til að komast að því hvað myndi valda mestri þynnku hjá mér.
Bjórinn kemur sterkur inn í fyrsta sæti, svo rauðvín og svo vodkinn. Mig grunar að humlar eða hvað sem það heitir sé að valda þessari rosa þynnku, Kannski ásamt því að maður pissar svo líka rosalega miklu meira og skolar öllum næringarefnum og saltefnum beint í klósetið.
Ég var nú samt hissa að rauðvínið olli ekki meiri þynnku. Í rauðvíni er tonn að auka dóteríi sem ætti að valda þynnku en ætli maður verður bara ekki svo rosalega menningarlegur með það að þynnkan lætur sig hverfa.
Vodkinn er fremur hreint áfengi, þeas. án aukaefna. Ég smakkaði nú eitt sinn alvöru vodka, þeas. vodka frá Rússlandi. Það var búið að eyma hann um 7 sinnum eða eitthvað og þetta var næstum eins og að drekka sterkt vatn. Mjög gott stöff sko. Ég get alveg skilið að rússarnir séu að staupa þetta með kvöldmatnum. Þetta sem við fáum á íslandi er bara sull.

Held að það sé tímalegt að hætta að drekka ódýrt áfengi og fara að spandera aðeins í dýrara stöffið. Það er bara cool sko. Skilurðu...?

Er nú virkilega að hugsa um að hætta að djamma um hverja einustu helgi. Þetta er orðið eitthvað svo mikil rútína.

Já og allir saman, Google Desktop!

Friday, November 25, 2005

Herra Ísland

Ég sá hluta af þessu rusli á skjá einum í gær, fimmtudaginn 24 nóv. Var reyndar ekki með hljóðið á imbakassanum þar sem ég var of upptekinn við að spila Eve-online, downloada þáttum og horfa á seríu 2 af lost... Sem minnir mig á það að lappanum mínum sárvantar auka vinnsluminni.
Allavega Herra ísland, þátturinn byrjaði á einhverri kellingu að blaðra, svo fóru chocó gaurnarnir, fmhnakkarnir og metrógaurarnir að ráfa um sviðið í mismunandi fötum, aflitað eða litað hár og makeup og risabros á vöri eins og sönnum fegurðardrottningum er skillt.
Kannski fannst þeim þetta jafn heimskulegt og mér, eða kannski var þetta heimskulega glott á þeim bara ekta. Mér fannst eins og þeir voru soldið óvissir hvað þeir voru að gera eða hvert þeir voru að fara á sviðinu. Toppurinn var náttúrlega þegar kom að nærbuxna showinu hjá þeim. Það sem ég sá var að þeir voru allir dreifðir um allt sviðið, sumir lágu og aðrir stóðu, en allir að reyna að vera voða sexy. Þeir voru í svörtum nærbuxum eingöngu og berfættir. Mér fannst að það vantaði bara brjósthaldara og háa hæla á þessa gaura, þetta var nefnilega soldið uber gay.
Ég man eftir því þegar ég fór að taka eftir stelpum þegar ég var svona 12-14 ára að maður horfði á ungfrú Ísland og ungfrú alheimur eða hvað sem þetta hét, hvað þetta var eitthvað svo spennandi og dæmi. Það var nú eiginlega verið að leyfa manni að skoða kvennfólk í allri sinni dýrð. Maður þurfti ekki að gera það bakvið luktar dyr, upp í rúmi með vasaljós undir sæng. Eða í sumum tilvikum í jarðhúsi nálægt Árbæ...
Núna á mínu 28. ári, hef ég engan áhuga á ungfrú Ísland. Mér finnst fegurðarkeppnir vera heimskulegar, úreldar og alls ekki í takt við tíðarandann, sérstaklega þegar kvennfólk er að reyna að berjast fyrir rétti sínum á öllum sviðum og vera meira en bara pretty face.
Anyway, en að herra ísland sé búinn að festa sig í sessi hér á landi finnst mér vera sorglegt. Kannski er bara karlpeningurinn að taka eitt skref aftur á bak meðan kvennfólkið tekur eitt skref fram, og við hittumst í miðjunni. En eitt er nú víst, karlmennskan er að deyja... allavega ytra útlit á henni.

Jæja þetta var mitt bull á föstudagsmorgni... held að mig vanti meira kaffi...

...skondið að það er "hún" karlmennskan.

Google desktop people!!

Wednesday, November 23, 2005

Hreyfing...

Jæja loksins tókst mér það. Eftir að hafa ákveðið að byrja að hreyfa mig eftir árshreyfingarleysi fyrir um 3 mánuðum, tókst mér núna í kvöld loksins að rísa upp frá sófanum sem var búinn að halda mér í heljargripum með aðstoð sjónvarpsins og tölvunar. Braust ég upp eins og pheonix endurfæddur.... or whatever.
Jæja ég skellti mér í sund. Fór á bílnum...óþarfi að ofgera sig í fyrsta skiptið.. Syndi þar til mig fór að verkja í lappirnar og hjartað fríkaði út eins og flestir íslendingar gerðu þegar Farice strengurinn datt út í 15 skiptið á tveimur árum.
Ég held að ég hafi synt um svona 12 ferðir, cirka 300 metrar tel ég.
Núna verkjar mig í allan skrokkinn en mér líður samt ágætlega. Líkaminn er örugglega að dæla happy make feel nice dóti um líkama minn... eðal stöff.. Ég er að hugsa um að fá mér rettu og bæta smá nikótíni ofan á make feel nice.

Jæja ég plana að synda 3 til 4 sinnum í viku, það ætti að koma manni í ágætis form og kannski losna ég líka vonandi við smá björgunarhring sem gerði velkominn eitt sumarið 2001.. Algjör letivinna þá sko.. og kjúlli og franskar í hádegismat... 5 sinnum í viku... stoopid.

Já og allir að fá google desktop, snilld að nota það til að fylgjast með bloggum sem styðja rss feed.

Tuesday, November 22, 2005

Bíóferð og nördaskapur

Jæja í gær, mánudaginn 21 nóv. ákvað ég loksins að kíkja í bíó. Minnir að ég hafi síðast farið í bíó í sumar og man ekki einu sinni hvaða mynd það var sem ég sá þá. BitTorrent virðist vera að standa sig..
Allavega ég kíkti á myndina Serenity, sem eins og fæstir vita er byggð á þáttum sem heita Firefly og aðeins voru gerir 12 þættir. En þessir þættir seldust vel á DVD og náðu snögglega cult status og ákvað kvikmyndafélögin að græða smá $ og gera mynd.
Myndin og þættirnir gerast í framtíðinni, eiginlega í villta vestri framtíðarinnar. Á svona "backwater" plánetum og fjallar myndin um áhöfn í skipinu Serenity og ævintýrum þeirra. Áhöfnin eru eiginlega anti-hetjur. Þetta er þjófar og ræningjar en samt með gott hjarta.... upp að vissu marki eins og sést í þessari setningu " Hell, I'll kill a man in a fair fight, or if I think he's gonna start a fair fight, or if he bothers me, or if there's a woman, or if I'm gettin paid; mostly only when I'm gettin paid. But eating people alive, when does that get fun?"
Smá svona Han Solo fílingur í gangi áður Georg Lucas breytti honum í kellingu.

Ekki voru nú margir sem kíktu á þessa mynd og flestir þeirra voru nördar. Augljós skortur á fatarsensi, skítugt og fitugt hárið og að auki 40 auka kílóinn sem komu upp um þá. En sérstaklega var það nördahláturinn sem skall upp í hvert sinn sem eitthvað var augljóslega fyndið, en sorglega var skortur á honum þegar húmorinn var minna augljósari og snerti kannski meira á tilfinningarsviðið. Ég hef nú stundum pælt í því að ég hefði getað endað svona mikill ofurnörd. En sem betur fer gerði það ekki og þakka ég bjóri, síkó og kynlífi.. munaði þó littlu...

Friday, November 18, 2005

Jibbý! mitt annað blogg

Ókey, Salsa keppni hjá kóreubúum í anda Street Fighter....

The Rise of Evil, sorgardagur


Já, það er sorgardagur. Ég hef ákveðið að byrja að blogga. Mér bara svo drullu leiðist í vinnunni eins og stendur og hef ekkert þarfara að gera. Ég er búinn að fá leið á leikjunum á leikjanet.is og ég er búinn að skoða allt á internetinu auk þess sem allt naflakuskið mitt er búið.

Ég sit hérna í vinnunni í steikjandi hita, of latur til að standa upp og opna glugga, þambandi kaffi í lítratali og pælandi í því hvort það verður eitthvað vit í þessu bloggi eða ekki.

Sjálfur þoli ég eiginlega ekki blogg, þá meina ég svona almennt blogg, þar sem gelgjur blogga 10 sinnum á dag um ekki neitt. En ég játa það að það eru til nokkrar góðar blogg síður, ég bara hef ekki ennþá rekist á þær.

Hmm... já og allir eiga að fá sér google toolbar, snilldar apparat.