Thursday, June 15, 2006

Síðasti dagur

Jæja, klukkan er korter yfir 2, ég er búinn með 3 bjóra og var að opna þann fjórða. Ég er búinn að reykja helling að rettum og er búinn að horfa á nokkra standupþætti.
Fólk er kannski að pæla af hverju ég er að hella í mig á miðvikudegi og svona seint um nóttina þegar vinnudagur er á morgun. Það er það víst fyrir suma en ekki fyrir mig. Ég er kominn í frí. Ég er hættur að vinna hjá Lausn og er kominn í mánaðarfrí áður en ég byrja í næstu vinnu minni.
Það var nokkuð skondið að Hörður(da Boss) var búinn að gleyma að ég var að hætta. Ég þurfti að minna hann á það og ég held að hann hafi ekki alveg verið sáttur við að ég væri að hætta, það er víst ennþá nóg að gera. En ég nenni ekki að hann sé að draga mig svona á asnaeyrunum með því að bjóða mér alltaf smá vinnu í einu. Samt fínt að vinna þarna sko. Ég verð víst að játa að ég vorkenndi honum soldið, ég verð víst að játa að ég vildi klára verkefnin mín alveg. Spurning hvort ég taki hálfan dag í vinnu hjá honum. Bara svona rétt 4 tíma á dag. Fá smá pening fyrir og hafa smá tíma fyrir sjálfan mig. Ég þarf víst að klára svefnherbergið mitt, mála það og gera eitthvað kinky við það. Kaupa föt og liggja í leti.

Ég ætla að sofa út á morgun, held að ég vakni svona rétt fyrir hádegi og skelli mér í sund.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home