Thursday, December 28, 2006

Rústun

Jæja ég er að rústa eldhúsinu heima hjá ma og pa. Það á að taka það allt í gegn. Það er búið að rífa allt út úr eldhúsinu, allar innréttingar flísar af gólfi og veggjum og skrapa helling af málningu af veggjunum.
Það víst líka að taka stofuna í gegn líka. Rífa upp allt parketið og taka loftið í gegn líka. Heljarinnar vinna. Ég og brósi verðum örugglega mánuð af þessu helvíti.
Góður tími til að vera að þessu, milli jóla og nýárs um dag við komum, með hamar sleggju, kúst og vél...

Tuesday, December 26, 2006

Jóla Jól

Jæja jólin, blessuð jólin. Fékk tonn af dóti í jólagjöf. Föt, púða og annað. Flestir eru nú eitthvað hálf veikir hérna heima. En maður fékk nú sinn jólamat.
Spurningin er svo hvað maður á að gera af sér um jólin, maður bjó venjulega til snjókarl en það er víst skortur á snjó hérna í reykjavík.

Jæja ég hef ekkert að skrifa, veit ekki einu sinni hvort einhver les þetta um jólin en ég vona nú allir hafi átt ánægjuleg jól.

Friday, December 22, 2006

National Lampoons Christmas Vacation

Er myndin sem ég ætla að horfa á um jólin. Einhver besta mynd sem Chevy Chase lék í á meðan hann var ennþá fyndinn.

Thursday, December 21, 2006

Cartoon Network

Jæja ég hef eitt síðustu tveimur kvöldunum í að horfa á Cartoon Network.
Fyrst var Xmen maraþon og svo Batman in the Future maraþon.
Það var bara nokkuð gaman að horfa á þetta. Ágætis svona nostralgía einhvern veginn að horfa á teiknimyndir og leifa sjálfum sér að ganga í smá barndóm. Svo var náttúrulega Johnny Bravo og Dexters Laboratory og Power Puff girls líka.

Já, svo er ég búinn að vera að bjóða í íbúð, það gengur sinn vanaveg held ég bara. Bráðum mun líf mitt enda og ég mun skulda næstu 40 árin. Eins gott að ég hafi gott sjónvarp til að glápa á, ég mun ekki hafa efni á neinu öðru.

Tuesday, December 19, 2006

Jóla Jóla innkaup


Jæja, í gær þá tók ég mig til og kíkti í kringluna um kvöldmatarleitið í gær. Fór að kaupa jólagjafir.
Það var nú ekki svo mikið af fólki í kringlunni. Margir farnir heim með tóman maga og tómari veski. Það fyrsta sem ég gerði var nú að kaupa skó handa sjálfum mér. Mér tókst víst að rífa sólan af síðustu skónum mínum.
Anyway...
Á mínu heimi er alltaf settur upp óskalisti. Auðveldar fólki að kaupa handa fólki og kemur í veg fyrir að fólk þurfi síðan að skipta gjöfum eftir jólin. Virkar fínt en getur verið soldið leiðinlegt. No suprises you see.
En ég er eiginlega hættur að fara eftir þessum lista. Ég kaupi bara eftir því sem MÉR finnst að þessi skyldmenni mín eigi að eiga. Ég hef alltaf rétt fyrir mér sko!
Jæja ég er búinn með svona helmingin af mínum gjöfum, kominn tími til að klára hinn helminginn, held að ég fari í góða hirðinn eða ótrúlegu búðina.

Monday, December 18, 2006

Wiiiiiiiii!!

Jæja ég prófaði nýju leikjatölvuna wii um síðustu helgi hjá Einsa. Einsi á víst ekki mikið af leikjum í þetta en við höfðum wii sports og wii play til að leika okkur í.
Grafíkin er nú ekki upp á marga fiska en það er drullu gaman í þessu helvíti.
Sveiflandi fjarstýringunni í allar áttir eins og smábarn í frekjukasti.
Ég verð víst að játa að ég var orðinn soldið þreyttur eftir þetta. Einsi kvartaði að hann væri kominn með tennisolboga og hafði ekki sofið síðan hann fékk vélina.
Slys geta gerst í þessu. Einsi var næstum því búinn að slá mig í hausinn. Gaxel sló niður lampa og Höddi sló fjarstýringunni upp í loftið og í spegil sem var í loftinu. (Ég veit ekki af hverju Einsi er með spegil í loftinu inni í svefnherbergi hjá sér).

Fólk er víst oft að slasa sig út af wii, enginn hefur víst ennþá drepið sig en ef þið viljið lesa um það klikkið þá hér.

Sunday, December 17, 2006

James Bond

Ég kíkti á James Bond síðasta föstudag. Góð mynd verð ég bara að segja.
Enginn Evil Genius eða neitt þannig í myndinni. Bara vondir menn með auga á peningum.
Bond virðist vera búinn að finna sig núna. Hann er víst núna eins og Ian Flemming ætlaði sér. Það er meira um blóð í þessari. Þetta er ekki alveg lengur mynd sem þú tekur krakkan þig með á.

Miklir elitingarleikir í byrjun en svo róast myndin aðeins niður, sem er bara gott.
Daniel Craig stendur sig bara vel. Hann er nú meiri hasar hetja en fyrri Bond-ar. En alveg jafn mikill sjarmari.

Friday, December 15, 2006

The Bible is what now?

Ef þú hefur ekkert að gera....



Thursday, December 14, 2006

The Inside Man

Ég horfði á The Inside Man í gær. Ágætis mynd verð ég bara að segja. Denzel Washington í aðal hlutverki og eins og venjulega þá leikur hann sjalfan sig. Eitursvalur gæi sem veit allt betur enn allir aðrir.
Denzel Washington virðist vera fastur í sama hlutverkinu, gauk tengdum lögum. Hann er alltaf að leika löggur eða í hernum eða eitthvað mar.
T.d. The Bone Collector, The inside Man, Training Day, Devil In a Blue Dress(Private Dick), The Siege, Fallen, Courage Under Fire, Virtuosity.
Hann virðist nú fá að leika stundum eitthvað annað, eins og The Preachers Wife... en hver horfir á svoleiðis rusl.
Fínn leikari sko, ég hef gaman að honum en það er alltaf leiðinlegt þegar fólk festist í hlutverkum. Eins og T.d. Colombo. Hann lék líka í Princess Bride sko!

Svo er myndin Dead or Alive komin í bíó, gerð eftir tölvuleik. Held að þeir hefðu frekar átt að gera Dead or Alive: Beach VolleyBall. 2 tíma löng mynd um hálf naktar gellur sem koma saman á suðrænni eyju, þær liggja á ströndinni berandi olíu á stinna líkama hvors annars í hitanum og dreka pina Colada. Stór brjóst, sveittir stinnir líkamarar og flottar línur. Spennan myndi magnast í loftinu, augu mætast, andadráttur hraðast og hið óumflýjanlega myndi gerast.
Þær myndu spila blak.
Það væri unaðslegt að horfa á.

Wednesday, December 13, 2006

Íbúðarlánasjóður

Jæja ég hef aðeins verið að skoða lán hér og þar, út og suður, norður og niður. Loansharks and Loansheeps.
Hef komist að því að íbúðarlánasjóður er bara ekki svo slæmur. Þetta er samt slæmt en ekki jafn slæmt sko. "Better of two evils" þannig séð. Jæja ég er núna að gera tilboð í íbúðina og vonast til að fá hana á góðu verði.
Ég er nú ekki voðalega mikið að flýta mér að flytja inn sko, bara taka það rólega með þetta allt dæmi.

P.S. það var subway í hádegismatinn í dag, "I´m so sad that I could Spring".

Tuesday, December 12, 2006

Íbúðarlán.

Jæja ég hef aðeins verið að skoða lán til að fjármagna fasteignakaupin mín, ég skoðaði íbúðarlán.is og gerði þar rafrænt greiðslumat. Smkv. því þá er gert ráð fyrir því að ég eyði um 25.000kr á mánuði í að reka einn bíl. og að ég eyði 75.000kr á mánuði í sjálfan mig (föt, mat, sími, klám, etc). Reiknað var út að ég eyði að meðaltali 150K á mánuði(aðrir faktorar líka). Það er kjaftæði, ég eyði nú mun minna en það, þó ég sé að borga bílalán. Ég játa nú að eyði ekki miklu í mat, rafmagn eða hita, hótel mamma sér um það. En ég fer nú ekki nálægt þessum 150K á mánuði. Verð víst að játa að kostnaður minn hefur hækkað eftir að ég byrjaði með Sólveigu, kvennfólk er nú alltaf svo dýrt í rekstri (can´t live with them, can´t shoot them).

Ég held að ég taki lán hjá Landsbankanum. Þeir geta boðið mér ágætislán. Að auki hef ég alltaf verið að reikna með að taka þar lán, þar sem nær öll mín banka viðskipti er við þá.

Ætla svo að fara að gera tilboð í íbúð í þessari viku, ég er að fara soldið varlega í þetta, ekki gott að gera mistök í svo dýru dæmi.

Monday, December 11, 2006

Jóla hvað?

Nú jólagjafir auðvitað! Ég þarf víst að fara að drulla mér í það að kaupa jólagjafir. Það er nú alltaf búið til jólaóskalista sem maður getur séð hvað fólk vill og keypt eftir því. Nokkuð þægilegt verð ég að segja. Maður er þá ekki í neinu panikki út af þessu.

Ég var með singstar teiti síðasta laugardag, vegna slæms veður mættu ekki allir og sumir seint, en það var nú samt mikið stuð. Ég fékk staðfestingu á því að ég er versti söngvari í heimi og ég eigi ekki almennt að syngja.

Daginn eftir vaknaði ég með heimsins verstu þynnku. Höfuðverk dauðans. Fór nú ekki í bæinn en vaknaði um 9 leitið með dúndrandi hausverk. Ég kenni sterka víninu hans Rolla um þetta.
Svo tókst einhverjum að rispa bílinn minn lítillega. Slys gerast víst. Ef þetta hefði verið gamli Huyandi-inn þá hefði ég bara hunsað þetta. En ég þarf víst að hugsa aðeins betur um nýja bílinn.

Update.
Svo virðist sem tvisvar var rekist utan í bílinn minn. Sá bara eina rispu. vinstra frambretti, þarf víst líka að kíkja á vinstra afturbretti núna.

Thursday, December 07, 2006

Vont Veður?


Hvurn andskotinn er þetta, vont veður á laugardaginn?
Smá vindur (20 m/s) og snjór og slidda. Ég er að halda teiti og það er bara spáð einhverju vitlausu veðri.
Hmm spurning með bæjarferð. Síðast þegar það var svona vont veður þá var fólk ráfandi um borgina í leit að taxa og allt í hassi. Hljómar eins og partý! Með Singstar, kuldagöllum og bjór.

Jæja namskeiðið endar á morgun um hádegið. Wheee! En það hefur verið fróðlegt og á tímabíli skemmtilegt.

/*
Myndin fyrir ofan tengist ekkert þessu bloggi
*/

Tuesday, December 05, 2006

Fyrirlestur

Ég er búinn að eyða 2 dögum í fyrirlestra. Það er böl, ég þarf að vera það 2 og 1/2 dag að auki. My life is hell. Þetta er svoddan leiðindardæmi. bla bla bla bla.
Var fínt til að byrja með. Svo komst ég að því að þetta var út vikuna. GARG.

Monday, December 04, 2006

Desember, jól og áramót

Jæja það er víst kominn desember, allir sem eru í prófum ættu að hafa tekið eftir því, því þeir eru núna að berja haus í vegg yfir öllum lestrinum. Fyrir vinnandi fólk er þetta líka smá kvíði, fer eiginlega eftir hversu mikla ást það þarf að kaupa.
En jólin er nú tíminn til að slappa af, belgja sig út af mat, skemmta sér með sínum nánustu og rökræða af hverju íslensku jólasveinarnir séu betri en feiti gráðugi kapítalíski, McDonalds étandi, ózon eyðandi, stríðsóði Bandaríski Jólasveinn. Ég held að svarið sé augljóst...


Maður þarf víst að fara að versla jólagjafir á næstunni. Kaupa eitthvað fínt og sætt handa kærustunni og eitthvað hugulsamt handa fjölskyldunni og hávaðasömustu leikföngin handa frændum og frænkum.
Ég var einmitt að skoða bæklingana sem streyma nú til manns frá búðunum. "Handa henni", Handa honum", "Handa börnunum"... Fyndið hvað "Handa henni" er alltaf tvöfallt fleiri bls. en handa honum.. og er oft helmingur bæklingsins.
Alltaf verið að eyða morðfjár um jólin, annars fara búðirnar á hausinn, börnin væla og konan sýnir manni hvar Davíð keypti ölið og lætur mann sofa þar... án ölsins...
Ég stefni nú ekki á að eyða of miklu. Ég keypti nú fyrstu jólagjöfina í október. Gott að dreifa þessum kostnaði yfir mánuðina, þá fær maður ekki shock þegar maður les VISA reikninginn. En þetta er nú ekki bara um peningana, þetta er um hver fær stærsta pakkann auðvitað.

Friday, December 01, 2006

Rescue Me

Eru bestu þættir í heimi. Í alvöru, þetta eru bestu þættir í heimi.
Ég fékk áhuga á að kíkja á þá þegar ég rakkst á þá á Sirkús. Fyrverandi eiginkona Denis Leary var að nauðga honum. Það kveikti minn áhuga. Ég tók mig til og ... reddaði mér út um fyrstu seríu... Horfði á hana á svona viku og seinni sérían tók jafn skamman tíma.
Nú er ég á þriðju seríu og ég hef tvennt að segja "SEEEEED YOU BASTARDS!!" og snilld!
Venjulega þegar ég horfi á sjónvarp þá er ég líka að fíflast í tölvunni. Þessi þættir hafa fengið mig til að leggja frá mér tölvuna. Sérstaklega þáttur 2 í seríu 3. Argasta snilld. Þetta var eins og að horfa á lestarslys í slowmotion, glottandi sitt breiðasta. Ég var að deyja úr Spenningi eftir hinu óhjákvæmilega.

Rescue me er hrein snilld. Þættirnir fjalla um slökvuliðsmenn og þeirra vandamál. Mannlegir og æðislegir þættir. Vel gerðir karakterar og allt frábært. Ég held að ég sé búinn að horfa of mikið á þetta. Við hvert tækifæri í samræðum þá verð ég að minnast á Rescue Me. It´s so friggin great.