Tuesday, June 06, 2006

Reykjavík Trópík

Var bara helvíti gaman verð ég að segja. Ég mætti á svæðið vopnaður bjór, sígó og nýju myndavélinni og kom, sá og horfi á hljómsveitir. Mikið úrval var í boði og mér fannst, Cynic Guru, Jeff who, Leaves, Trabant, Ladytron standa upp úr af þeim hljómsveitum sem ég sá.
Mér fannst vel staðið af þessari tónlistarhátíð fyrir utan auðvitað klúðrið með sunnudaginn með tjaldið og að það þurfti að halda þetta á Nasa. En Trabant fór nú á kostum á Nasa, spurning hvort þeim hefðu tekist betur upp í risa tjaldi.

Ég er nokkuð viss um að ég hafi tekið allt að 1000 myndir á nýju vélina mína. Geri nú fúslega ráð fyrir að ég muni held meira en helmingnum en það er nú erfitt að ná góðum myndum á tónleikum og best að smella af sem flestum. Ég stefni á að skella nokkrum hingað inn en ég stefni líka á að klippa saman myndband. Við skulum nú bíða með Viagra í hálsinum eftir því hvernig mér tekst upp.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home