Tuesday, May 22, 2007

Stopp í bili

Ég ætla að stoppa að blogga hér í smá tíma. Stefni á að nota blog.is til blogga.

Þeir sem vilja fylgjast með mínu bulli geta kíkt hingað á næstunni.
Fínasta bloggkerfi hér. Mun örugglega koma inn smá myndarsvæði og læti þar.

Monday, May 21, 2007

Hressandi ekki satt?

Ég ákvað víst hafa smá snjókomu í nótt. Bara svona upp á smá breytileika. Ég er alfarið búinn að fá leið á því að þurfa ekki að skafa smá snjó af bílnum mínum á morgnana. Ákvað bara að hafa smá snjókomu og leyfa fólki að fá smá hressandi hreyfingu í morgunsárið.

En það var nú mikil ánægja að keyra í vinnuna um átta leitið í morgun. Allir háskóla og menntaskóla nemendur eru ekki lengur á götum Reykjavíkur á morgnana. Það er nokkuð æðislegt að geta keyrt um göturnar án þess að einhver krúnrakaður brjálæðingur með gleraugu og skegg æpi á þig af því að þú keyrir eins og gömul blind leðurblaka með kaffi stólpípu og korktappa í borunni.

Friday, May 18, 2007

Föföföföföflöskudagur!!

Thursday, May 17, 2007

Kvikmyndaleikur !!

Nennikki!!!
Of þreyttur til að finna 4 kvikmyndir og póst þeim hér.

Svo er víst ríkisstjórnin fallin. xD er að spjalla við allt og alla og reyna að mynda nýja ríkisstjórn.
Síðasta ríkisstjórn var víst við völl í 12 ár. Kannski er kominn tími til að fá nýja stjórn. Það er víst ýmisslegt sem þarf að laga hér og þar. Laga bætur, fjölga þessu, fixa þetta. Lækka skatta og gera hitt og þetta.

Wednesday, May 16, 2007

Blog.is

Ég bjó mér til account hjá blog.is í mars síðastliðnum. Setti inn mína fyrstu færslu það í dag.
Ég stofnaði accountinn af því að einhver bavíani var að bulla eitthvað út í loftið með hnefa fullann af brundi og munvik fullt skít. Man nú ekki nákvæmlega hvaða heimsku hann var með en það leiddi mig afvegis frá blogspot... frá google.... gooogle is my friend... You should be friends with google... all Hail google!.

Tuesday, May 15, 2007

Reykingarbann 1. júní 2007

Þann fyrsta júní næstkomandi, á föstudegi meira að segja, mun reykingarbann taka gildi á veitingarstöðum og börum á Íslandi.
Ágætt verð ég að segja, þynnkan mín er alltaf mun minni ef ég er í reyklausu umhverfi. Hef ekkert á móti því að hoppa út ef mig langar í rettu. Spurning bara hvort ég kemst inn aftur á veitingarstaðinn.
Ég er samt forvitinn um hvernig fólk tekur við þessum breytingum. Sérstaklega þar sem þetta tekur gildi á föstudegi.. Fullt fólk... fullir íslendingar meira munu örugglega vera með leiðindi. slást við dyraverði og barþjóna þegar þeim er ekki leyft að reykja sínar rettur í friði..
Spurning hvort maður verður ekki bara edrú niður í bæ til að fylgjast með óreiðunum sem byrja út af þessu.

Monday, May 14, 2007

WulfMorgenThaler



Svo mun ég kannski blogga um kosningar seinna og þykjast vita um hvað ég er að tala... Get nú sagt eitt, Árni Johnsen, Father of seven turds, ....NOOOO DO NOT WANT!!

Friday, May 11, 2007

Kvikmyndalausn og EuroTrashVision

Jæja engum tókst að geta á hvaða myndir þetta voru. Flestir voru nú mjög nálægt því en margir voru alltaf með sömu villuna.
þetta er ekki myndin Dracula Heldur myndin Excalibur.
Það voru ansi margir að rugla þessu við atriði úr Bram Stoke´s Dracula. Atriðin er mjög svipuð, svipaðir litir, en mig minnir að Vlad hafi stungið spjótinu frá vinstri til hægri en ekki hægri til vinstri.
Hinar myndir voru 101 Reykjavík, Freddy vs. Jason og svo Kingpin.
Doddi fær hin gullna skít fyrir að fatta ekki að 101 RVK væri íslensk mynd.


Og svo friggin Eurovision. Eftir að Austurblokkinn kom inn í þetta, þá er bara búið að eyðileggja mjög góða djamm afsökun. Austurblokkinn kýs sig sjálf alltaf inn og sum þessara laga sem komst í gegn voru léleg, illa flutt og alles. Mörg önnur góð lög sem hefðu átt að komast inn. Ekki endilega Ísland en það væri nú ágæt að eiga einhverja möguleika.
Það þarf eitthvað að breyta þessum reglum. Leyfa öllum að taka þátt í einni keppni, skella niður járntjaldinu aftur eða eitthvað... I dunno. En hey, Flöskudagur! í dag og á morgun.

Thursday, May 10, 2007

kvikmyndaleikur !!


Tuesday, May 08, 2007

I have internet

Yebb, ég er kominn með internetið heima, Happy happy joy joy.
Bara einn galli samt.
Hvenær í fjandanum kemur næsti þáttur af Heroes úti? Held að það sé í dag. Ég held að ég sé með 24 tíma standpínu yfir þessum þáttum. Mig langar til að fá ofurkrafta og misnota þá!.. það er að segja kraftana ekki þættina... Now that would just be silly.

En jæja, ADSL sjónvarp komið en sjónvarpið ekki enn. Síminn hringdi þó í mig og fékk smá upplýsingar frá mér upp á að tengja imbakassan, verð vonandi kominn með þetta í gagnið fyrir helgi, kosningar og Eurovision... Spurning hvort maður eigi að halda teiti? Whadajasay?

Monday, May 07, 2007

A Case of the mondays

I´ve got it bad..

Ég hata mánudagsmorgna, sérstaklega þegar þeir breyta svefnherberginu mínu í sánu.
Held að ég þurfi að kaupa mér þynnri sæng, mín er víst industrial strength polar compatible space durable þykk.

Friday, May 04, 2007

kvik og sím

jæja, myndirnar í síðustu kvikmyndaleik voru:
1. This is Spinal Tap.
2. Nightbreed.Clive Barker...
3. Heat.
4. Planes, Trains and Automobiles.

Og síminn... blessaði síminn.... Eftir um 3 vikur í samskiptum við helvíti þá virðist allt vera að stefna að því að ég fái internet í næstu viku...
Fyrst fékk ég símanúmer... svo var það tekið burtu... svo aftur og svo aftur tekið.... held að nettengingin mín festist einhverstaðar í Limbó á meðan. Ég bara held að það séu alvarlegir samskipta örðuleikar milli deilda innan Símans. Fólk vissi ekki eitt né neitt. Skyndilega búið að loka fyrir síman minn, það var víst hætt við einhverja verkbeiðni og þá bara lokað hjá mér. Enginn vissi eitt né neitt. En þetta er víst allt að koma.
Það munaði littlu að ég myndi flippa og taka smá Oklahoma á Símann, ég hef ekki DL neinu í meira en þrjár vikur... held að ég sé kominn með smá fráhvarfseinkenni...

Thursday, May 03, 2007

Kvikmyndaleikur !!


Wednesday, May 02, 2007

....

Ég er rétt búinn að vera hérna í vinnunni um klukkutíma og mér er farið að leiðast. Ég held að það sé vegna þess að maður er nýbúinn að fá einn frí dag og er ekki enn kominn í gír.
Held að ég þurfi tvo, jafnvel þrjá kaffibolla til að koma mér í gang aftur.

Anyhoes... ég er að hugsa um að koma með kvikmyndaleik alltaf á fimmtudögum og láta hann standa til hádegis á föstudögum. Það ætti gefa fólki tíma til að reyna að giska á myndirnar.

Svo að auki er ég ekki ennþá kominn með internetið heima. Ég held að ég sé farinn að venjast því soldið... en ég verð að fá internetið fljótt. Ég er að verða búinn að horfa á dótið mitt sem ég DL áður en ég tapaði tengingu minni við umheiminn.