Saturday, June 24, 2006

Ace TravelMate

Lappinn er orðinn soldið sérkennilegur. Hann er rétt um tveggja ára gamall minnir mig. Og hefur nú verið í stöðugri notkun eiginlega. Ef ég ætla að ræsa hann þá þarf ég að ýta á kveikjurofan og slá lappan hægra hornið niðri. Svo það nýjasta er að blueTooth er alltaf að fara í gang og slökkva á því... þar til ég barði í hægra hornið.

Dvd brennarinn í þessari vél er líka kominn með sinn eigin vilja. Stundum brennir hann og stundum ekki.
Spurning hvort maður eigi að fá sér nýjan eða senda þennan í viðgerð.
Held nú að ég geti ekki verið án lappans, það er eitthvað svo þægilegt að hafa eitt stykki. Taka hann hvert sem maður vill og allt klámið sem hægt er að geyma í þessu.

2 Comments:

Blogger Þarfagreinir said...

Barðir í hægra hornið? Hvernig datt þér sú lausn í hug?

Annars er ég sammála - lappar eru mjög þægilegir. Ég er að nota minn einmitt núna, þó ég sé í Amríku.

2:01 AM  
Blogger Tryggvi said...

Ofbeldi leysir allan valda.

10:02 PM  

Post a Comment

<< Home