Wednesday, February 28, 2007

I, for one, welcome our new dynamically balancing robot overlords

Jæja anybots er vélmenna fyrirtæki sem hefur tekist að búa til vélmenni sem gengur eins og mannfólk. Þeas. það heldur jafnvægi auðveldlega.
Reyndar gengur það frekar hægt en þetta er allt að koma.Jay! ég mun fá minn eigin Terminator!
Mér sýnist nú framtíðin vera ansi nálægt. Held að eina sem þarf til að hraða þessu er að klámiðnaðurinn komist í þetta. Realdoll verður að fara í samstarf við anybots!
Robot prostitudes!!

Tuesday, February 27, 2007

Bæbæ Ubuntu Hello windows xp

Pro... hefði nú reyndar kosið það en fjandans validation dæmið í windows kom í veg fyrir að ég gæti nota Windows Media Player 11, þannig að ég neyddist til að nota windows XP Home.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að henda ubuntu( sem ég notaði sem server), er að ég kann svo andskoti lítið á það og nenni ekki að læra á það. Ég hafði myndasíðu á því, en hef komist að því að ég get notað webpicasa fyrir það dæmi.
Ég hefði nú kosið að hafa xp pro, helvíti gott að hafa remote desktop inn á serverinn.

WMP 11 virkar sem windows media center og með z500 network media player, er definition hærra en real life.

Monday, February 26, 2007

Netlögregla?

WTF. stolið frá www.visir.is

Steingrímur J. vill netlöggu

"Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlöggu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. Steingrímur lét þessi orð falli í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Það var verið að ræða um klámráðstefnuna sem ekki fékk inni á Íslandi, og Egill spurði Steingrím hvort hann vildi þá ekki ganga lengra og skera upp herör gegn öllu klámi.

Steingrímur kvað já við. Hann sagðist vilja stofna netlögreglu sem meðal annars og einkum ætti að koma í veg fyrir klámdreifingu á netinu. Steingrímur kvaðst einnig vera á móti nektar og súlustöðum, og ef hann fengi að ráða myndi hann reyna að koma þeim úr landi."

Ókey.. maður vill nú hafa smá málfrelsi á netinu og ég held að það sé of langt gengið að fá netlögreglu sem fylgist með öllu sem fer fram á netinu. Alveg sjálfsagt að takmarka aðgang að ýmsu óviðeigandi efni. En það er nú oftar hægara sagt en gert.
Ég get skilið nafnaleynd á internetinu, enginn á að sjá hvað þú ert að skoða eða skoða ekki, en í sumum tilvikum væri gott ef maður væri með rafræn skilríki sem maður þyrfti að nota til að komast inn á viss svæði, eins og t.d. spjallsíður og irc og efni fyrir fullorðna.
Myndi allavega minnka skítkast og hræða barnaperra burtu.

It´s cold outside

Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð.
Kveður kuldaljóð,
Kári´ í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil
hlær við hríðarbyl
hamragil.

Saturday, February 24, 2007

Kötturinn Flóki


Kötturinn Flóki tók sig til og elti annann kött upp í tré. Ekkert smá fyndið að kötturinn fór upp tréið eins og elding.
Mér sýndist Flóki vera fremur stoltur af sér.

Friday, February 23, 2007

Greater Internet Fuckwad Theory

Föstudagur - Eddie Izzard

Thursday, February 22, 2007

Hætt við Snowgathering

Jæja svo virðist sem þrýstingur á Saga Hotel hefur ollið því hótelið hefur hætt við að leyfa klámfólkinu að gista þar. Sumir eru fúlir og aðrir glaðir. Sumir vildu fá klámstjörnur á djammið og aðrir ekki. Síðast þegar ég fór á djammið þá fannst mér alveg nóg af sexy kvennfólki sem svaf hjá öllu með púls. Ég efa að ég hefði tekið etir einhverju auka sluts á svæðinu... (Begin flame mail). Klám er ólöglegt á íslandi og "ráðstefnu" klámdaman Christina Ponga sagði í viðtali við RÚV að líklegt væri að klámupptökur væru gerðar. Case Closed.

Efst á síðunni stendur "Zero tolerance for freedom of sexual speech!"
Mér sýnist nú bara sem íslenska þjóðin hefur ákveðið að vilja ekki fá þetta fólk með því að láta í sér heyra, með "free Speech" so to speak.

En skondið líka á síðunni hjá þeim, þar er að finna tvær myndir, slátrun hvala og stelpur að djamma. En því sem ég sé best þá er þetta ekki hvalategund sem íslendingar veiða (held að þetta sé frá Færeyjum..). Og auðvitað leiðir stelpudjamm myndin beint á klám.


Ef þið viljið fræðast um klám þá er á agætis grein til á wikipedia.

Wednesday, February 21, 2007

Það er byrjað aftur.

Þau koma bara einu sinni á ári. Skríða úr holum sínum. Þau nálgast mann með saklausu og meinlausu útliti. En um leið og þau koma þá er engin undakomuleið. Þau læsa mann í jörðina með saklausu útliti sínu, stóru augnum og svo byrja þau... að syngja!

Klukkan er ekki einusinni orðin 12 en samt eru 5 hópar búnir að koma og syngja. Allir jafn hræðilegir, sem betur fer get ég falið mig inni á skrifstofunni minni.

Ráðist á vinnuvélar.

Erlend náttúruverndaröfgasamtök tóku sig til í byrjun árs og ákváðu að ráðast á Alcan og álverið í Straumsvík. á Heimasíðu þeirra segja þau frá árásinni. Samtökin skemmdu þrjár vinnuvélar; tvær gröfur og krana og svo veggjakrot með slagorðum á einhverja vinnuskúra.
En því miður voru þessi tæki ekki í eigu Alcan, heldur í eigi Ístaks. Ístak var víst að vinna skolplögn eða eitthvað þannig og tengdist ekkert Alcan. Þannig að saklaust fyrirtæki varð fórnarlamb öfgahópsins... EARTH FIRST!!

Silly people.

Tuesday, February 20, 2007

Picasa

Picasa er lítið, handhægt forrit sem google gefur frítt út.
Ég fór aðeins að fikkta í því fyrir stuttu og ég verð að segja að mér líst bara vel á það.
Forritið er fyrst og fremst til að halda utan um myndir á tölvunni. Að auki er hægt að vinna smáveigis með myndirnar eins og t.d. fjarlægja rauð augu, laga liti og skerpu o.s.frv.

Svo að auki er hægt að tengja þetta forrit við gmail, google maps og google Earth. Hægt er að sýna á korti hvar þú tókst myndina, sem að mínu mati er helvíti sniðugt.
Einnig er hægt að uploada beint í web albums, hægt að geyma 250MB af myndum og fyrir 25 dollara á ári upp að 6GB.
I like Google.

Monday, February 19, 2007

Stranger Than Fiction

Er bara ágætis mynd verð ég að segja. Kom mér bara á óvart.
Will Ferrel leikur gaur sem vinnur hjá skattinum. Gaurinn er frekar lokaður og tölur er líf hans. Hann fer að heyra rödd sem þilur upp líf hans eins og úr bók. Hann flippar smá út og fer svo að reyna að komast að því hver á röddina og eitt leiðir að öðru, gaurinn kynnist stelpu og líf hans breytist.
Myndin er soldið súrrealísk og hefur ágætis dökkan húmor.
Will Ferrel er grínisti og kemur frá SNL og hefur mest verið í heimskum gamanmyndum. Þessi mynd er öðruvísi, gamanmynd en ekki svona silly gamanmynd, heldur meira svona bresk gamanmynd thingy... you get me?
Almennt talið er að Will Ferrel, sem er víst á hátindi ferlis síns hafi gert gott move þarna, svona svipað og Jim Carrey. Ekki gott að festast í einu hlutverki.


P.S.
Ég lifði konudaginn af.

Saturday, February 17, 2007

Klámþing

Já, svo virðist sem hópur af klámfólki utan klakans ætli að koma hingað á djöflaeyjuna og halda smá þing og taka upp nokkrar myndir.
Vinstri grænir og aðrir eru alfarið á móti þessu. Ég er sammála, þó ég hafi gaman af klámi eins og hver annar maður þá vil ég ekki sjá þetta fólk hérna.
Stripstaðir opnuðu hérna fyrir nokkurm árum og olli það miklu fjaðurfoki. Vændi fór að aukast og olli það miklu álagi á bankakerfið þegar miðaldra menn fóru að angra starfsmenn banka með beiðnir um að fela eyðslu þeirra fyrir eiginkonum þeirra.
Kvenfólk tekur sko eftir því þegar 200.000 kr er eytt á einu kvöldi og að einkabankinn skýrir það sem t.d. cumbucket69. Makinn hringir í bankann og looserinn fær að sofa á sófan næstu árin. Pain in the ass.

Svo hafa einhverjir bjánar sem raðrúnka sér yfir klámi, komast að þeirri niðurstöðu að Ísland sé á góðri leið með að verða lögregluríki ef við bönnum klámfólkinu að koma til landsins og halda klámþing og taka upp nokkrar myndir. Fífl og fávitar. Fólk má tjá sig eins og það vill, en það er óþarfi að ýta undir hnignum samfélagsins.

Persónulega vil ég halda Íslandi saklausu.
En ég held að það sé nú aðeins of seint....

Friday, February 16, 2007

Föstudagur - Eddie Izzard

Thursday, February 15, 2007

Dead Rising

Jæja ég fékk mér Dead Rising fyrir xbox360 síðustu helgi. Skemmtilegur leikur.. kíkið endilega á trailerinn fyrir hann hér fyrir neðan...Hann er definetly ekki fyrir börn...

Wednesday, February 14, 2007

Singles Awareness Day

Er einmitt dagurinn í dag!
Þetta er svona dagur fyrir fólk sem er einmitt ekki í sambandi og heldur ekki upp á Kauphátíðina sem kallast Valentínusar dagur. Þessi dagur er líka þekktur sem Ballantine´s day. Hann byggist á því að sitja með öðru einhleypu fólki, drekka Ballantine og tala um hve lame Valentine dagurinn er.

Fyrir þá sem vita ekki þá er Valentínusar dagur elskenda og byggðist til að byrja með á því að skiptast á ástarbréfum. Þessu dagur nær víst alveg til 13. aldar.

Svo varð Ameríka til og eyðilagði daginn með því að neyða fólk til að kaupa konfekt og rósir og svo seinna meir með því að gefa demanta og svipað dæmi. Kíkið á þetta um demanta og þrælkun tengt þeim.

Já svo er þorraþræll næsta laugardag, konudagur á sunnudaginn, bolludagur á mánudaginn, sprengidagur þann 20. og svo þann 21. er öskudagur. Það er bara nóg að gera sýnist mér.

Tuesday, February 13, 2007

Sviti er sexy

Allavega hefur sviti karla jákvæð áhrif á kynhvöt kvenna smkv. þessari grein á mbl.is.
Persónulega þá hef ég alltaf grunað þetta sko, náttúran skellir feromóni í svitan og gerir okkur aðlaðandi. Óþarfi að vera að drekka náttúrulegri lykt í rakspýra. Ég hef almennt ekki verið hrifin af því að skella á mig rakspýra þó ég nota hann nú stöku sinnum.
Sumir virðast taka sundsprett í rakspýra áður en þeir fara á djammið... sumir setja líka á sig líka viss hormón til að æsa upp kvenfólk... aðrir telja að aflitað hár og gervileg brúnka dugi.
Óþarfi að vera með einhver endalaus aukaefni til að laða að hitt kynið, fara bara út að hlaupa eða í sumum tilvikana, dansa. Þó í mínum tilvikum hefur það alvarleg áhrif á hæfni mína til að draga að kvennfólk.

Nerd Test

I am nerdier than 58% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Check it.

Monday, February 12, 2007

Kompás og kjöt

ÉG kíkti á Kompás síðasta sunnudag. Þátturinn fjallaði um hvernig matvælaframleiðendur bættu við efnum í mat til að gera hann meira aðlaðandi eða þyngri. Vatni bætt í hann svo að hann verður þyngri og maður borgi meira. Allt að 10% t.d. sumra kjúklingabringna er vatn. Ekki er nauðsynlegt að auglýsa aukavatnið, nema það fari yfir 10%. Verst fannst mér samt að það er bætt við sykri og salti, maður nú vissi það fyrir en ekki samt hvaða áhrif það hafði á eldamenskuna.
Þetta er nú að sjálfsögðu gert til að auka geymsluþolið og gera vöruna meira aðlagandi.

Ég hef nú lúmskt gaman að því að elda og verð víst að játa að ég var ekki alveg sáttur við þessar fréttir. Maður á nú að fá þann möguleika að kaupa kjötið "beint af bryggjunni" so to speak.

En ég hef reyndar séð fiskinn sem kemur beint af bryggjunni, ef smá stund á pönnunni er hann vægast sagt aðlagandi. Slepjulegur og almennur vibbi.

Friday, February 09, 2007

Eddie Izzard

Jæja ég ætla að byrja að posta Eddie Izzard clips hérna á föstudögum.
Eitthvað fyrir ykkur til að hlakka til

This is the end.

Yepp, loksins loksins!
Bróðir minn er að verða búinn með breytingarnar hjá ma og pa á efri hæðinni. Gólfefni og loftefni er komið, búið að skvetta málingu á veggina og eldhúsið og komið með allt nýtt. Allt voða fancy pansy.
Gallinn er að sjálfsögðu að baðherbergið uppi er ekki fullklárað. Það er búið að skella nokkrum flísum þar inn, en ekkert bað/sturta né klósett eða jafnvel vaskur...
Stefnt er að henda húsgögnum aftur inn á morgun.
Held að ég haldi smá teiti á næstunni. Bara að fagna því að fá íbúðinna mína aftur....
En auðvitað mun ég ekki stela þrumunni hans Hilmars...

Thursday, February 08, 2007

Draumalíf

Jæja mig dreymdi í nótt og ég man ágætlega eftir draumnum. Fyrst var það þannig að Doddi félagi minn var að elta mig. Ég var Agent-47... villtur reyndar... tók ranga beygju einhverstaðar... Svo var ég kominn í einhverja byggð... og zombies réðust á okkur... við vorum vopnaðir og byrjuðum að plaffa zombies... það var gaman. svo vaknaði ég.

Er þetta merki um að ég eigi að hætta að spila tölvuleiki?

But... I don´t wanna!!! :~(

Wednesday, February 07, 2007

Tony vs Paul

Monday, February 05, 2007

Hvað er í gangi..

Á visir.is
5 fréttir hafa komið í dag sem eru vægast sagt skrítnar.
Karlmenn við stýrið
Kona við stýrið
Hinn fullkomni glæpur
fjórfætt eldvarpa
Stóri vinningurinn hans Bills

Þetta eru ekki fréttir, allavega ekki nýjar fréttir, þetta er meira svona "urban legends". Allavega hef ég heyrt flest að þessu áður, fyrir mörgum árum meira að segja. "Hinn fullkomni glæpur" er örugglega 10 ára gamall.
Hvað er eiginlega í gangi spyr ég bara. Hefur eitthvert barn hakað sig inn í visir.is og ákvað að segja frá hlutum sem sér finnst fyndið?

Leikur

Sá sem getur horft á allt myndbandið í einu, án þess að horfa burtu, fær verðlaun. Og hafið hljóð... það gerir það skemmtilegra.

REMOVED!!!

friggin autoplay.
Gat bara ekki stoppað það.

Friday, February 02, 2007

Paula AbdulTrippy.

EvE Online

Ég er byrjaður að spila Eve-Online aftur...
Löggan mun þurfa að brjótast inn í íbúð mína til að neyða mig til að mæta aftur í vinnu. Ég er algjörlega háður þessum leik. Ég er hættur að borða rétt, hættur að þvo mér og hættur að hitta fólk almennt. Eina sem ég þarf er blikkandi björt ljós og verðlaunin sem leikurinn gefur mér. Ég lifi á kóki, pizzum og snakki. Ég lifi fyrir pwn kills, STFU NOOB! og lol, wtfwoot! og fleiri skammstafanir. I´m a leet killing machine. Ég á mér ekkert líf nema það sem ég lifi í gegnum netið. Húð mín er föl, bólót og fitug. Hárið er ógreitt og skítugt. etc.


Held að ég hitti frekar kærustuna í kvöld og kannski reyni að sniffa upp smá djamm á laugardaginum ef ég er í stuði.