Thursday, August 31, 2006

Tölvuleikir

Ég verð víst að játa að ég hef spilað ansi marga tölvuleiki í gegnum árin. Suma góða og suma slæma. Suma leikina spilaður maður aftur, eins og maður sé að lesa gamla bók, aðra ekki.
Núna er ég byrjaður að spila Battlefield 2 aftur. Það er eitthvað við það að plaffa niður fólk á færi, keyra yfir það á bílum og sprengja það til helvítis á skriðdreka. Sérstaklega ef maður er á dönskum server.
En uppáhalds leikirnir mínir eru nú RPG leikir, sérstaklega þegar söguþráðurinn er góður. Söguþráðurinn verður að vera góður annars missi ég áhuga og nenni ekki spila, alveg eins og söguþráður í bók, það verður að vera eitthvað grípandi, eitthvað sem heldur manni við efnið.
Svo er nátturulega Sims, sem er eiginlega tölvuleikja sápuópera. Ég auðvitað bjó til tvær lessur og einn gaur sem síðan héllt við þær báðar(hef örugglega nefnt þetta áður).

Ég á orðið erfitt með að finna leiki sem fanga athygli mína. En ég fann nú einn fyrir stuttu. Sid Meiers Pirates. Upprunalega leikurinn er frá '87 og þetta er endurgerð á leiknum(2004) og allar mínar ljúfu minningar um þennan leik voru endurvaktar, þetta var eins og að lesa gamla bók en kápan var ný og myndirnar fallegri og skýrari og einum nýjum kafla bætt við.
Það er stundum gaman að vera nörd.

Wednesday, August 30, 2006

Gravity is pulling on my balls

Maður er nú að verða eldri, maður getur ekki tekið tvo daga í röð á djamminu og öll kaffidrykkjan er víst farin að segja til sín. Maður er að fá bakflæði og brjóstsviða og hvað ekki annað. Og það er nú ekki bara ég. Margir vinir mínir eru farnir að þjást af þessu og byrjuðu að þjást af þessu á sama tíma og ég.
Ég er að hugsa um að hætta að þamba kaffi. Tók nú einmitt fyrsta koffínlausa daginn minn núna og hann virðist vera að ganga vel. Klukkan er orðinn eitt og bara um 4 tímar eftir...zzzZZZzzzz
Las einhverstaðar að maður þarf 21 dag til að breyta um venjur. 3 vikur. það er nú dágóður tími en það væri nú gott að losna við allt þetta kaffi þamb. Skiptar skoðanir eru nú um hvort kaffi sé gott fyrir mann, en allt er nú víst gott í hófi (fyrir utan byssukúlu í hausinn).
Margt sem maður hefur nú lofað sé að gera, hætta að reykja, hætta að drekka, hreyfa sig meira og hætta stunda leðurvinnslu.

Batnandi manni er best að lifa.

Tuesday, August 29, 2006

Ég er forvitinn

Hvaða fólk eruð þið sem komið og skoðið þetta bull?
Þetta er það sem ég tel mig vita.
Hildur = Skyggnir.
Rolf = Geek.is. HAHA
Hilmar = lht.is
Sveinbjörn= Álit ehf.
Reynir=Rafteikning.
Hrafnkell=Landsbanki.

Svo er náttúrulega, simnet, hive og fleira sem maður getur ekkert séð, annað sem ég sé en veit ekki hver er...
hi.is
Tryggingarmidstodin
85.220.50.#
85.197.243.#
Nyherji?

Í raun hef ég ekkert að skrifa sko.... bara hef þörf fyrir að bulla.

Monday, August 28, 2006

You friggin bastard!

Reynir, já þú "you friggin bastard!". Nöldrandi í manni um að kíkja á Eureka, segja mér hvað þeir eru fyndnir og góðir. Og hvað gerist, ég fer að sofa þegar klukkan er að ganga 3 á sunnudagsnótt.
Allt þér að kenna. Það var ekki eins og ég gat slökkt á imbakassanum og farið að sofa? Nei, ég þurfti alltaf að horfa á einn þátt enn.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru þættirnir Eureka um U.S. Marshal sem fer að vinna í bæ sem heitir Eureka sem Fógeti. Bærinn var stofnaður af Albert Einstein og í bænum eru safnaðsaman mestu hugsuðir Bandaríkjanna. Og þessum hugsuðum tekst alltaf að skapa vandræði fyrir okkur fógeta.
Yepp hljómar soldið lame en er það í raun ekki. Þetta eru vel gerðir þættir og nokkuð fyndnir. Þeim tókst nú að halda mér vakandi langt fram á nótt, en ég er nú nörd... heh.

Ein pæling samt. Má segja að þessir þættir séu að sýna fram á að of mikil greind sé hættuleg. Hún kemur öllum þessum vísindarmönnum í vandræði og hetjan okkar, "average IQ" Sheriff reddar alltaf málunum...

Friday, August 25, 2006

Föstudagur

Jæja, það er kominn enn og aftur föstudagur. Flöskudagur í huga margra. Maður hefur nú oft kíkt í bæinn á þessum blessaða degi. Maður fer í smá teiti, drekkur sem sammsvarar kippu af bjór, fer í bæinn, drekkur meira og fer svo heim, einn eða með feng. Svo virðist það gerast soldið oft að fólk er að hringja í mig um helgar þegar ég fer ekki á djammið eða þegar ég fer snemma heima, þá milli 3 og 5 um nóttina. Óþolandi, sérstaklega þegar maður kíkir á símann hálf sofandi og sér að einhver fyrrververandi kærusta er að hringja í mann. Eitthvað sem ég nenni ekki að standa í er að tala við fulla eX, hálfsofandi sjálfur(kannski smá fullur, að verða þunnur) klukkan 5 um nóttina.

En á öðrum nótum, eins og flestir hafa tekið eftir þá fer ofbeldisverkjum fjölgandi á skemmtistöðum í miðbænum um helgar, líka á fimmtudögum. Djammið um helgina er víst ekki nóg því það þarf líka að djamma á fimmtudeginum. Löggan segir að þetta sé vegna lengri opnunartíma, þá verður fólk að meira fífli vegna ofdrykkju. (Persónulega tel ég að fólk er fífl af því að það er fífl og notar of mikið brúnkukrem)
Lausn löggunar er að stytta opnunartímann, en þá er við kominn aftur með ástandið sem olli því að lengja þurfti opnunartímann(hóp söfnuður í bænum). Held að það sé bara nauðsynlegt að dreifa þessum skemmtistöðum meira um bæinn. En hey... hvað er þá gaman að fara í miðbæinn um helgar?

Wednesday, August 23, 2006

Myndakerfi

Jæja ég er búinn að setja upp myndakerfi. Jaa ókey Einar hjálpaði smá... Ókey hann hjálpaði helling... fíne! Hann setti þetta allt upp!! Happy!!?
.... Ókey fine... hann fixaði vefserverinn minn lagaði allar villur uppfærði allt Ubuntu stýrikerfið og setti upp myndkerfið EN ÉG ADDAÐI MYNDUNUM!!!


Anyway... þetta er gallery myndakerfi,
Hér er linkurinn.
Ég á eftir að bæta inn meira og breyta aðeins og laga til.

já og ég er kominn með mitt eigið vefsvæði www.tryggvih.is

Tuesday, August 22, 2006

Filth of the planet

Er einmitt inni á tölvunni minni og ég var að í gær að vinna í því að koma tölvunni inn á internetið. Þeas hægt er núna að hafa aðang að servernum mínum í gegnum internetið. Er tæknin ekki æðisleg!
Alltaf gaman að fikkta í tölvum verð ég að segja, og ennþá meira gaman þegar manni tekst það sem manni ætlaði sér. En auðvitað er alltaf eitthvað sem maður þarf að fixa. Smá hér og smá þar. Fela klámið...
En ég held nú að flestir vilja nú bara tengjast minni vél út af því...

Monday, August 21, 2006

Spaceballs

Er ein af fyndnari myndum sem ég hef séð. Eitt atriði sérstaklega.
Nokkri Spaceballs eru að horfa á myndina SpaceBalls. Instant Casettes! They are out before they are finished!
Dark Helmet: What the hell am I looking at? When does this happen in the movie?
Colonel Sandurz: Now. You're looking at now sir. Everything that happens now, is happening now.
Dark Helmet: What happened to then?
Colonel Sandurz: We passed then.
Dark Helmet: When?
Colonel Sandurz: Just now. We're at now, now.
Dark Helmet: Go back to then!
Colonel Sandurz: When?
Dark Helmet: Now.
Colonel Sandurz: Now?
Dark Helmet: Now!
Colonel Sandurz: I can't.
Dark Helmet: Why?
Colonel Sandurz: We missed it.
Dark Helmet: When?
Colonel Sandurz: Just now.
Dark Helmet: When will then be now?
Colonel Sandurz: Soon.
Dark Helmet: How soon?
Video Operator: Sir!
[Dark Helmet has becomed far too confused and everyone now ignores him even though he's center screen]
Dark Helmet: What?
Video Operator: We've identified their location.
Dark Helmet: Where?
Video Operator: It's the moon of Vega.
Colonel Sandurz: Good work. Set a course and prepare for our arrival.
Dark Helmet: When?
Video Operator: At 1900 hours, sir.
Colonel Sandurz: By high noon tomorrow they will be our prisoners.
Dark Helmet: Who?!

Helgin

Jæja mér var boðið í brúðkaup síðustu helgi. Jón Pétur félagi minn var að ganga í það heilaga. Brúðkaupið gékk að óskum og skemmtu allir sér stórvel. Góður matur gott fólk og vel skipað á borðin. Ég endaði víst á borðinu með öllum nördunum... hehe. Sungið var og spiluð myndbönd frá steggjun og gæsun, þó að soldið var nú klippt úr steggjuninni...
En allar sögur enda nú ekki vel. Ég ákvað nefnilega að kíkja í bæinn eftir veisluna. Fór á Thorvaldsen. Af hverju þarf að fylla þessa staði svona rosalega af fólki? Maður er eins og sardína í dós með crappý tónlist og crappý sardínum. Það er langt síðan ég hef skemmt mér jafn illa niður í bæ. Allir með eitthvað voða attitude og fávita skap. Frekar vil ég vera á rokkara stað. Það eru flestir eitthvað meira mellow og rólegri þar.

Thursday, August 17, 2006

Myndaalbúm

Yepp, myndaalbúm, réttara sagt myndaalbúm á netinu. Ég er búinn að vera að vinna í því að rífa einu svoleiðis upp. Og er það tilbúið á servernum mínum. Núna þarf ég bara að redda mér léni hjá isnic.
Forritið sem ég nota til að búa til albúmið er JAlbum, einfallt forrit, auðvellt í notkun og algjörlega frítt.
Ég stefni á að síðan muni koma upp fyrir áramót, mun stefna að vera www.tryggvih.is... Af hverju að vera frumlegur?

UPDATE
Hmm aldrei að vita ef manni tekst vel upp með þessa myndasíðu að ég mun flytja allt bloggið mitt þangað. Held að það ætti nú ekki að vera flókið....

2nd Update
Hmm... góðar líkur að ég mun ekki nenna að gera það...

Wednesday, August 16, 2006

You savvy?

O Fortuna
velut luna
statu variabilis,
semper crescis
aut decrescis;
vita detestabilis
nunc obdurat
et tunc curat
ludo mentis aciem,
egestatem,
potestatem
dissolvit ut glaciem.

Sors immanis
et inanis,
rota tu volubilis,
status malus,
vana salus
semper dissolubilis,
obumbrata
et velata
michi quoque niteris;
nunc per ludum
dorsum nudum
fero tui sceleris.

Sors salutis
et virtutis
michi nunc contraria,
est affectus
et defectus
semper in angaria.
Hac in hora
sine mora
corde pulsum tangite;
quod per sortem
sternit fortem,
mecum omnes plangite!

Tuesday, August 15, 2006

Iceland AirWaves 2006

Jæja, það fer að styttast í það. Ein af stærstu tónlistarhátíðum Íslands er á næstu grösum.
AirWaves verður haldið frá 18. til 22. október(It´s a GREAT DAY!) í miðbæ Reykjavíkur.
Allir sem fóru síðast og lærðu að mæta snemma á tónleikana, lofa þeim í húð og hár. Þeir sem mættu seint kölluðu tónleikana Iceland StandInLines, you savvy?

Nokkrir stórgóðir íslenskir tónlistarmenn (og konur) komu fram síðast, t.d. Ídir, Lára, Mr. Silla, Hermigervill, Leaves og munu þessir listamenn koma aftur og ég ætla definetly að sjá þá aftur.
Eitthvað nýtt verður að sjálfsögðu, þó að mikið af íslensku tónlistarfólki er að mæta aftur.
Einsi félagi er heitur fyrir Jakobarína, en ég veit ekki og vil ekki vita af hverju hann hefur áhuga á boybandi sem eru rétt komnir yfir fermingaraldur... Kannski eitthvað tengt því að hann hefur líka áhuga á Sign...(rakaði gaurinn á sér náran?)
Erlendar hljómsveitir eru um 25 talsins eða svo en ég þekki nú ekkert til þeirra nema að The Go! team og Kaiser Chiefs eiga að vera eitthvað þekktir.

Ég mæli sterklega að fólk kíkir á þessar tónleika, sérstaklega félaga mína af nordarnir. Ég bara held að þeir hafi ekki farið á eina einustu tónlistarhátið...

Monday, August 14, 2006

Star Wreck: In the Pirkinning.

Ég kíktí á tvær myndir síðasta sunnudag, ein þeirra var Star Wreck: In the Pirkinning.
Þetta er finnsk mynd. Gerð af einhverjum gaurum úr kjallaranum sínum og er helvíti fyndin. Það er að segja ef þú hefur séð bæði Star Trek og Babylon 5 þættina.
Myndin byrjar þannig að 3 gaurar sem eru í lousy vinnu á jörðinni, eftir að hafa ferðast aftur í gegnum tímann í Star Trek skipinu sínu, þá ákveður leiðtogi þeirra, Captain Pirk, að gefa skít í tímalínuna og taka yfir jörðina. Þeir gera það með hjálp Rússlands og framtíðartækni. Eftir yfirtökuna áttar Pirk sig á því að jörðin er stútfull, mengun allstaðar og allt í fökki. Þeir finna ormagögn og fara í gegnum þau til aðrar víddar, sem er einmitt Babylon 5 vídd. Þeir ákveða að taka yfir jörðina þar og hefst þá risa orusta á milli Star Trek og Babylon 5 skipa.
Argasta snilld, þokkalega vel gert og fyndin mynd.
Öll heiti eru breytt svo að engar lögsóknir fara í gang. Í stað torpedoes er light balls, Phasers er twinkle rays.
Mæli með henni með einum bjór kannski...

Saturday, August 12, 2006

I Walk The Line

I keep a close watch on this heart of mine
I keep my eyes wide open all the time.
I keep the ends out for the tie that binds
Because you're mine, I walk the line

I find it very, very easy to be true
I find myself alone when each day is through
Yes, I'll admit that I'm a fool for you
Because you're mine, I walk the line

As sure as night is dark and day is light
I keep you on my mind both day and night
And happiness I've known proves that it's right
Because you're mine, I walk the line

You've got a way to keep me on your side
You give me cause for love that I can't hide
For you I know I'd even try to turn the tide
Because you're mine, I walk the line

I keep a close watch on this heart of mine
I keep my eyes wide open all the time.
I keep the ends out for the tie that binds
Because you're mine, I walk the line

Thursday, August 10, 2006

Rokkstjarna: Man ekki íslenska heitið

Var í gær, og ég var neyddur til að horfa á það. Snúið var upp á handlegginn minn og dælt í mig kók og nachos. Ég var bundinn niður í sófann minn og fjarstýringin og lappinn tekið bæði í burtu. Augu mín og eyru voru spennt upp svo að ég mynd þjást allan tímann yfir lélegum söngi og gömlum förtum rekandi við í takt við taktinn.
En nei, ég braut af mér keðjurnar, kastaði af mér kóki í klóstið og reis upp frá sófanum til frelsis eins og Fönix upp úr öskunni! Út skyldi ég fara, út í vota sumarnóttina, finna lyktina af blómunum, sjá sólsetrið í sínum roða og ganga berfættur á grasinnu. En ég nennti því ekki þannig að ég horfði á Supernova.
Fínn þáttur verð ég að segja, enginn lélegur og allir virðast vita hvað Supernova er að leita að.
Verð að játa að Magni gaf mér smá gæsahúð þegar hann tók Dolphins Cry einn og það er bara gott. Gott hjá drengnum.
Eitt er bara hvað löginn er alltaf stutt. Mættu vera lengri að mínu mati en þetta er Tv og það þarf víst að láta auglýsingar ráða ferðinni.
P.S.
Hann stal lookinu mínu!!

Tuesday, August 08, 2006

Grár himinn

Jæja þá er verslunarmannhelgin búinn. Ég gerði eiginlega ekkert sérstakt nema að kíkja á innipúkann á föstudeginum og verða óhemjufullur í lok næturinnar. Held að það séu nokkur vitni af því, ekki að ég gerði neitt af mér sko, var bara fullur.
Innipúkinn var fínn. Jakobarína sucked the sweat of a dead mans balls. Television helvíti nettir og Jeff Who stóð fyrir sínu. Verð víst að játa að þegar Jeff Who var að spila þá var ég orðinn ágætlega blautur og fann mér bara góðan og rólegan stað til að horfa á hljómsveitina og var bara ansi nálægt sviðinu í þokkabót. Svo var leti og þynnka á laugardeginum og ammæli hjá Reynsa í sunnudeginum.
Heh, ég héllt að ég hafi verið þunnur um helgina, Hilmar var þunnur, gaurinn var ennþá þunnur um svona 10 um kvöldið, ekkert smá sjúskaður í útliti. Kannski hann lærir núna að blanda ekki saman áfengi.
Já, ég keypti mér tölvuleik, Nexus:The Jupiter Incident, svipaður Homeworld leikjanna. Nexus sucks ass, ekki nógu mikið playabillity og ekkert strategy. Strategy í leiknum er basicly "pounce and pounce till they die". Lítur samt ágætlega út...
Homeworld is tha shit.
Hmm held að mig sé farið að vanta kærustu....

Thursday, August 03, 2006

Það er kominn nýr veruleikaþáttur!!!

WHO WANTS TO BE A SUPERHERO!

Í alvöru!!! það er til þáttur sem heitir Who want´s to be a superhero... í alvöru!!
Þetta er þáttur úr smiðju Stan Lee. Hópur af ...ömm... comic áhugafólki er saman komið til að vera næsta ofurhetja Stan Lee´s. Þetta er byggt upp eins og America´s next top model, með secret lair og ýmsar þrautir sem þau þurfa að leysa. Þau hafa sína eigin búninga og læti og Stan Lee er dómarinn.
Þetta er svo fáranlegt að það er snilld! Ekkert smá fyndið... Ég held að fólkinu sé alvarlega sem er að taka þátt í þessu, svo er tónlistin argasta snilld!
Nokkur dæmi um karaktera er t.d. Phone cell Girl, Feed Back, Fat momma, Creature, Major Victory...
Ég held að þetta sé eitthvað sem ég ætla að fylgjast með... af því að ég er nörd and proud of it!!
Það besta er að Stan Lee er alltaf að segja "This is very Serious!"

Mcdonalds?

hérna fyrir neðan er kort sem sýnir hvar Bootcamp á íslandi er. Ekkert af því nema af hverju er sýnt hvar McDonalds er? Á fólkið ekki að vera að reyna að koma sér í form? Eða er aðeins fólk í þessu sem veit hvar McDonalds er?

Buissnessmenweekend

Er næstu helgi og ég stefni á að kíkja á innipúkann á föstudaginn. Maður er víst búinn að sjá meirihlutan af þessum hljómsveitum áður(ég var soldið að stunda tónlistarhátíðir upp á síðkasti), þannig að maður sleppir hinum tveimur.
Ekki nenni ég á útihátíð, sérstaklega ekki Þjóðhátíð í eyjum. Ég hef farið þangað þrisvar(Bakki, Rvkflug, Herjólfur) og skemmti mér konunglega þar í öll skiptin. Jafnvel þó að í seinasta skiptið þá fjuku tjöld(ekki mitt), tjörn myndaðist á svæðinu og allir sem klæddu sig ekki rétt frusu(ég klæddi mig rétt). Ég er bara búinn að missa áhugan á að fara til eyja, það er of mikil fyrirhöfn einhvernveginn.
Persónulega vildi ég fá Uxa hátíðina aftur. Uxi var tónlistarhátið sem haldin var við Kirkjubæjarklaustur árið 95'(damn I´m old) minnir mig. Tonn af erlendum og innlendum hljómsveitum á stóru opnu túni í glampandi sólskini, gleði, teyjuskotum og þyrluferðum og tónlist allan sólarhringinn. Ég ældi þar í fyrsta skiptið :D. Snilldar hátíð í alla staði. En floppaði víst fjárlega og dóplega séð.
Anyhow, það virðist stefna í rigningu um allt land og það á að blása soldið í eyjum, þannig það sucks. Skil ekki ástæðu fyrir að fara til Akureyrar. Maður tjaldar, passar sig á dauðu krökkunum og fer svo inn á skemmtistað, hver er tilgangurinn? Maður gæti alveg eins verið í Rvk. Og það er einmitt sem ég ætla að gera.
Það er líka soldið skondið að sjá borgina svona tóma um helgar, engar raðir, ekkert mál að fá sæti, maður getur rifist við DJ-inn af því að maður er einn þarna og maður þarf ekki að gæta sín á soltnum eyrnaétandi hnökkum í veiðiferð.

Wednesday, August 02, 2006

Ultimate Fighting Championship

Er fucked up, ofbeldisfull íþrótt, stútfull af testosteróni og er það næsta sem við höfum í dag sem líkist skylmingarþrælum rómverja. Tveir menn ganga í hringinn, tveir menn ganga út, annar tótalí fucked up. Hægt er að nálgast nánar um þessa "íþrótt" hér.
Svo er hérna myndband sem sýnir rothögg í þessu.

UFC Knockouts - video powered by Metacafe

Plasma Tv is a girl´s best friend.

Smkv. Reuters og nýrri rannsókn sem gerð var í U.S. þá vill kvennfólk frekar plasma sjónvarp en demantshálsfest í 77% tilvika og 86% vildu stafræna myndavél í stað "designer" skó.
Tæknin virðist vera að vinna hjörtu kvenna. Tæknin er nú dýr og kvennfólk elskar peninga.
Reuter segir að auki að karlar eiga að meðaltali 6.9 tæki og kvennfólk 6.6 þannig að þetta er að jafnast út.
Ég get nú vel ímyndað mér hvaða tæki kvenfólkið á: Gemsi, hárblásari, ryksuga, dósaopnari, rakvél, þvottavél, uppþvottavél....

anyhú.. Jafnframt eru 4. af 5. í engum vandræðum með að nota tólin og um 46% sinna sínum eigin tölvuvandamálum.
Og að mínu mati er þetta allt rétt, (Ja.. fyrir utan systur mína... og Hildi... ef Hildur horfir á tölvu þá bilar hún... ) ég er sífellt að fá færri og færri beiðnir um hjálp við tölvur frá kvennfólki og eftir að ég setti upp FireFox hjá bróðir mínum þá þolir hún nú allar þær klámsíður sem bróðir minn fer inn á.
Maður er búinn að redda tölvumálunum það mikið að maður þarf ekki lengur að standa í því að fixa tölvur fyrir fólk. Slæmur bissness ef ég væri í þessu út á bissness.

En varðandi gjafir handa kvennfólki.. Ef þær vilja tól og tæki frekar en demanta... geta reddað tölvu og tæknimálum sjálfar... er þá ekki eina tólið sem þær vilja titrari?

Game over man, Game over!
What the fuck are we gonna do now?

Tuesday, August 01, 2006

Liquid Armor