Tuesday, May 15, 2007

Reykingarbann 1. júní 2007

Þann fyrsta júní næstkomandi, á föstudegi meira að segja, mun reykingarbann taka gildi á veitingarstöðum og börum á Íslandi.
Ágætt verð ég að segja, þynnkan mín er alltaf mun minni ef ég er í reyklausu umhverfi. Hef ekkert á móti því að hoppa út ef mig langar í rettu. Spurning bara hvort ég kemst inn aftur á veitingarstaðinn.
Ég er samt forvitinn um hvernig fólk tekur við þessum breytingum. Sérstaklega þar sem þetta tekur gildi á föstudegi.. Fullt fólk... fullir íslendingar meira munu örugglega vera með leiðindi. slást við dyraverði og barþjóna þegar þeim er ekki leyft að reykja sínar rettur í friði..
Spurning hvort maður verður ekki bara edrú niður í bæ til að fylgjast með óreiðunum sem byrja út af þessu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég fór nú á gaukinn á föstudaginn síðasta, þeir opnuðu reiklaust - og það gekk bara fínt :D

5:11 PM  

Post a Comment

<< Home