Wednesday, January 31, 2007

FÁVITAR!!

Lesið þetta.
Maður má ekki einu sinni hlusta á tónlist... Aðrir gætu heyrt...

Sexbox 360

Ég eyddi góðum hluta síðasta kvölds í að reyna að fá Xbox360 vélina mína til að tengjast og spilamyndbönd í gegnum local netið heima. Xboxið spilar tónlist og myndir ekkert mál. Bara ræsa búnaðinn á hvorum enda og no problemos. En kvikmyndir eru annað mál. Fyrst, þegar Xbox360 kom út, átti bara að vera hægt að spila ef windows XP væri með Media Center. Svo var því breytt og núna er hægt að að spila í gegnum Zune og Windows Media Player 11(Sem er soldið flottur).
En ennþá styður Xboxið bara Windows kvikmyndir, wmv skrár.
Svo fór ég aðeins að googlast og fann ýmis forrit sem taka sig til og breyta xvid og fleiri skrám "on the fly" yfir í wmv og senda það til xbox-sins. Gallinn er náttúrulega að það þarf að breyta skránun á met hraða svo að þetta lýtur vel út(étur upp CPU). Ég var að fikta í forriti sem heitir Tversity. Gat spilað tónlist og skoðað ljósmyndir í gegnum það... en ekki kvikmyndir. Oft áttaði xboxið sig ekki á stærð myndarinnar eða var of lengi að vinna úr gögnunum. Sagt var í texta að maður þyrfti stundum að bíða frá 10 sec upp í 1 mín, áður en spilun hæfist...
Ég held að ég haldi aðeins lengur í XBMC sem er sett upp á fyrstu xbox vélinni.
Ætli maður haldi nú ekki samt áfram að fikkta. Og vonandi mun Microsoft leyfa alla codecs í gegn.

Tuesday, January 30, 2007

Fjandans Páfagarður

Ég er bara í rólegheitum í stríðum við Dani og þá segir páfinn að ég má ekki vera í stríði við mína kristnu "vini", að ég ætti frekar að fara til Jerúsalem með helling af liði í krossferð og ná borginni aftur frá Mormónum. Þegar herinn minn er kominn hálfa leiðina þangað, þá er krossferðinni víst lokið... jæja ég sný mínu liði við... Sem betur fer, því Byzantine(Leifar af Róma veldi, Konstantínópel borg) ákveður að fara í stríð við mig. Danir, ennþá fúlir yfir því að ég rústaði þeim í síðasta stríði ákveða að ráðast á mig í leiðinni og Spánn líka, því þeir vilja ekki vera skyldnir útundan. Frakkar eru of uppteknir við að kyssa afturendan á mér.
I kick ass and chew bubblegum, and I´m all out of gum. Var í smá vandræðum með Danina því að í annari krossferð til Jerúsalem, þá var stórum her mínum slátrað af Móngólum og Kóngurinn minn lét lífið. Ekki nóg með að þurfa að pæla í þessu þá sendir páfagarður út rannsóknardómara (inquisitor) og ef maður er ekki nógu trúaður, þá bara á maður ekki skilið að lifa. Annar kóngur farinn til helvítis...
Svo eru sendiherrar, ,njósnarar, prinsessur og kaupmenn ráfandi um kortið með kröfur og vera almennt með leiðindi. Svo ég sendi bara launmorðingja á eftir þeim. Einn snákur í rúmið eða hnífur í bakið leysir mörg vandamál....

Það er gaman að spila Medieval Total War 2.

Monday, January 29, 2007

Allt að róast niður

Jæja, landinn virðist vera að missa áhuga á BDSM myndbandi Guðmundar í Byrginu. Allavega hafa hits á síðuna mína minnkað. Kannski eru bara allir búnir að sjá þennan vibba.

Urgh, jæja mánudagur og það var um 8°C í morgun, allavega smkv. bílnum mínum. Ég held bara að það sé komið vor, spurning hvernig veðrið verður svo í sumar ef það er svona heitt núna.

Friday, January 26, 2007

Frank Miller´s 300



Ég ætla á þessa mynd!.
Og safna skeggi og ganga um ber að ofan með sverð og spjót.

Thursday, January 25, 2007

AuðkennisLykill


Eins og sumir vita, þá vinn ég hjá fyrirtæki sem heitir Auðkenni og líka hjá fyrirtæki sem heitir FGM.
Margir hafa nú fengið til sín í pósti auðkennislykill og margir hata hann nú þegar. Síminn hjá okkur hringir ótt og títt. Fólk að spyrja ýmislegar spurningar um lyklana.

Ég var einmitt í dag að ræsa minn lykil í mínum einkabanka og gékk það smurlaust fyrir sig. Maður verður nú að gæta sín að týna þessum lykli ekki og er því best að skella honum á lyklakippuna.
Þessir lyklar eiga eftir að valda smá ursla hjá fyrirtækjum trúi ég. Starfsfólk fyrirtækja er alltaf að fara inn og út úr einkabönkunum sínum og það er örugglega óþolandi að þurfa að taka fram lykilinn og slá inn tölu í hvert sinn sem maður fer inn í bankann. Og svo hvað ef maður gleymdi lyklinum á neðstuhæðinni í byggingunni eða heima? Bömmer.
Flestir bankar eru nú með varaáætlun ef lykillinn tínist...

Wednesday, January 24, 2007

Zzzz

Ég er að leka niður hérna í vinnunni. Þurfti að vera heimskur og klára bók áður en ég gæti sofnað.... Dumbest. Idea. Ever.

Tuesday, January 23, 2007

Gott áfengispróf

Monday, January 22, 2007

Byrgið

Fyndið, ég skrifaði um byrgið á síðasta miðvikudag. Ég hafði víst tekið counterinn á síðuna úr sambandi þegar ég fór aðeins að fikkta í blogg kerfinu, en fixaði hann. But my oh my, ég er búinn að fá svo mörg hits núna á síðuna, fólk að leita að myndbandinu góða, Klámmyndband Guðmundar í Byrginu. Byrgið THE VIDEO. Guðmundur í Byrginu porno...
Hérna er smá graf. og linkur á lýsingu á myndbandinu.

Venjulega er ég með milli 10 og 20 hits á dag en eftir að ég skrifaði um byrgið fór þetta hæðst upp í 180 hits á dag, en það er nú gott að sjá að fólk getur aðeins róað klámleitina á sunnudegi...

Friday, January 19, 2007

Wrestling

Bleh það er komin helgi. Sem þýðir að það styttist í það að ég fái mína íbúð. Spurning hvað maður eigi að gera af sér þessa helgi. Djamma smá? kíkja í bíó? stara á vegg. Bögga systur mína. Liggja upp í rúmi...

Horfa á tvo ketti glíma...

Hell´s Kitchen.

Takið fram rauðlauk, gulrót, papriku, tómata, kartöflur og kjöt að ykkar vali. Persónulega mæli ég með kjúkling. Gott að nota líka sveppi í þetta og gúrku, bara hvaða grænmeti sem er... prófið ykkur áfram.
Skerið grænmetið niður í litla bita. Kjötið í stærri. Það má líka alveg sleppa kjötinu.
Þetta á að elda á pönnu á miklum hita með ólivolíu. Forhitið pönnuna með ólivolíunni og kryddið með Herbemare og svörtum pipar. Skvettið tómatsósu á og sjáið til að þetta blandist vel saman.
Og látið þetta steikjast á pönnunni þar til það er til... sérstaklega kjötið.

I love this stuff.

Thursday, January 18, 2007

Guðmundur í Byrginu

Er sick pervert!
Eins og með sannri frægri persónu þá er auðvitað til kynlífsmyndband með Gumma. Held að það heiti Gummi og auma typpið...
Ég hef reyndar ekki séð myndbandið en eftir að hafað lesið lýsingu á því hef ég engan áhuga á að sjá það.
dæmið sjálf.
Linkurinn er ekki myndbandið, heldur lýsing á því hvað fer þar fram.

Pumping Iron

Var einmitt það sem ég var að gera í gær eftir meira en mánuðs fjarveru frá lóðunum.
Það tók soldið á verð ég að játa. Maður verður víst að taka það rólega þegar maður er að byrja aftur. Sem betur fer var ég búinn að fíflast í wii eins og flogaveikur sjúklingur áður.

Fyrir þá sem vita ekki þá er Pumping Iron mynd með Arnaldi Schwartzenegger. Verð víst að játa að ég hef ekki séð hana, verð víst að gera það. Hún var nú gerð 1977 og allir vita að það er besta, mesta æðislegasta ár í heimi.

Tuesday, January 16, 2007

Iphone

Hér er myndband af notkun Iphone

Operation Sleep


Hey, það tókst! mér tókst að koma mér í rúmið fyrir kl 12 í gærkveldi. og hafði meira 15 mín til spara. Ég verð víst að játa að ég eyddi svo klukkutíma í rúmina, að lesa... jams ekki meira spennó en það...
Vaknaði svo við lætin í fjölskyldunni um sjö leitið. Dreif mig bara á fætur. Horfði á cartoon network um morguninn. Það hressir mann sko við. Gott að hlægja svona snemma um morguninn. Þá byrjar maður ekki að gráta þegar maður fer út í umferðina um morguninn. Meðalhraðinn var um svona 50 en datt niður í 5 km/k á tímabili.

Monday, January 15, 2007

Rome

Þáttaröð 2 af Rome er byrjað. Þetta eru bestustu þættir í heimi.
Svo var ég að heyra að það á að hætta eftir season 2. Damn idiots... Af hverju hætta með þættina? Það er blóð, kynlíf, stríð, mannsdráp, þrælahald, pólitík, kynlíf.. allt sem maður vill í sjónvarpsþáttum... vantar kannski hákalla með fjandans lasers...

Friday, January 12, 2007

I´m going to hell...

Leiga..

Ég horfði á fréttirnar í gær. Sá að leiguverð á húsnæði er orðið frekar hátt. Upp að 122K kr fyrir 3 herbergja 70Fm og 100K kr fyrir 2 herbergja 50 fm húsnæði. Þetta er nú allt í miðbænum. Spurning hvort maður leigi út íbúðina í svona eitt ár og flytji svo inn.
En gallinn er að maður verður víst fastur heima þá í eitt ár aukalega.

Wednesday, January 10, 2007

Signed, stamped, fucked


Ég er búinn að skrifa undir kaupsamninginn að Rauðási 19. Þetta var furðulegt. Gott að hafa lögmann með sér. Jæja svo er afhendingin í síðasta lagi 1. apríl. Maður verður nú víst að vera góður og gefa dömunni góðan tíma til að finna sér íbúð og flytja svo út. Svo bara að fara að mála. Kaupa gluggatjöld, henda inn húsgögnum, malla bollu og halda partý!

Í dag er dagurinn(Today is the day)!

Í dag fer ég að skrifa undir kaupsamningin að íbúðinni. Ég tek Skarphéðinn með mér. Skarphéðinn er bangsinn minn. Hann er líka lögfræðingur. Skarphéðinn sér til þess að ég fucka þessu ekki upp. Hann er reyndar búinn að lesa yfir kaupsamninginn og sér ekkert fishy en ákvað að það er betra að koma með.

Já í öðrum fréttum. Mamma ætlar að kaupa sér 270K kr. sturtu/bað. Það eru 3 tegundir af nuddi í því, það er spegill, það er útvarp. Henni fannst of mikið að fá geislaspilara og síma.
Ég held að hún muni aldrei læra á sturtuna... það tók langan tíma að kenna henni á afruglaran...

Tuesday, January 09, 2007

Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari

Stolið frá Visir.is
Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari.
1. Við höldum eftirnafninu okkar. (á ekki við á íslandi)
2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur.
3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann. (held að alltaf sé verið að ljúga að mér)
4. Sama vinna, hærri laun.
5. Hrukkur auka á karakter. (ekki fyrir hnakka)
6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000 krónur.
7. Fólk horfir aldrei á brjóstið á okkur þegar við erum að tala við það. (fólk er alltaf að horfa á velmótaða bringuvöðva mína!)
8. Það er gert ráð fyrir því að við ropum og rekum við. (sérstaklega uppi í rúmi að gera dodo)
9. Símtöl taka 30 sekúndur. (Ef við tölum við annan karlmann sem er ekki hnakki)
10. Við vitum hitt og þetta um skriðdreka. (skriðdrekar is tha shit!)
11. Við þurfum aðeins eina ferðatösku fyrir fimm daga frí. (við geymum tannbustann í henni og ekkert annað, fyrir utan allt draslið sem hnakkar taka með sér.)
12. Við getum opnað krukkur. (....oftast)
13. Nærbuxur kosta 500 kall, 3 í pakka. (keypt í Jack&Jones, reyndar tvær í pakka minnir mig)
14. Þrjú pör af skóm er meira en nóg. (hnakkar þurfa fleiri)
15. Við erum ófærir um að sjá krump í fötum. (hnakkar sjá allt)
16. Sama hártískan endist í áratugi. (Fyrir utan hnakkabrjálæðið)
17. Við þurfum ekki að raka okkur fyrir neðan háls. (ehm... hnakka brjálæðið)(
18. Eitt veski, eitt skópar, sami litur, allt árið. (ehmm....hnakkar)...
19. Við ráðum hvort við látum okkur vaxa yfirskegg.
20. Við getum gert jólainnkaup fyrir 25 ættingja, á aðfangadag, á 45 mínútum. (it´s friggin brilljant).

Smkv. mínum útreikningum eru hnakkar ekki karlmenn.

It´s cold outside.

It´s cold outside everyday, what is this Miami beach?

Yepp, það er skítakuldi úti og verður þannig út vikuna. Ég held að það sé loksins kominn vetur á Íslandi. Næstu dagana verður hitastig vel undir frostmarki og svo verður snjókoma á laugardeginum.
Ég held að ég hafi lofað sjálfum mér að skella mér á skíði þennan vetur. Ég held að ég muni ekki standa við það. Ég bara nenni því ekki. Manni er alveg nógu drullu kalt að skafa af framrúðunni á morgnana. Óþarfi að skella sér upp í eitthvert fjall og skafa af andlitinu, þó það hafi nú verið gaman síðast þegar ég fór á skíði... fyrir svona 7 árum eða eitthvað. Ég myndi þurfa að kaupa allan búnað fyrir dæmið...

Já, og að auki, þá er 95% líkur á því að ég skrifi undir kaupsamning á morgun. Þá mun ég "eiga"íbúð í Rauðásnum og myndi ég fá hana í síðasta lagi fyrsta apríl. Ég á víst helling af húsgögnum og fæ víst líka gömlu uppþvottavélina hennar mömmu, þannig að mig vantar nú ekki mikið af hlutum í innbúið. Held ég...

Monday, January 08, 2007

36 kg hundur vs 12 kg barni

Slegist var um kex. Hákon Reyr frændi minn gaf 36 kíló pitpull hundi kex. Hákon vildi ekki sleppa. Hundurinn vildi ekki bíta í krakkann, þannig að hundurinn greip um kexið og tosaði smá í. Hákon flaug.
Skondið hvað litli frændi minn er óttarlaus. Hundurinn er 3svar sinnum þyngri en hann og stærri. Það kom sko þögn á hópinn þegar hákon byrjaði að gefa hundinum kex.
Já, hundurinn var ekkert hræddur við Hákon litla. Og engin meiddist.
VS

Thursday, January 04, 2007

Spanglish


Ég kíkti á þessa mynd fyrir stuttu. Mynd með Adam Sandler, Téa Leoni og Paz Vega.
Ég verð bara að segja að ég var nokkuð ánægður með þessa mynd. Téa Leoni fór á kostum. Var bara mjög fyndin og lék mjög vel. Adam Sandler svona lala, gaurinn er víst að reyna að losa sig við Billy Madison og alla reiðina.
Paz Vega stóð sig líka vel og maður gat vel skynjað hvað hún var að segja þó að maður skildi ekki orð af því sem hún sagði.

Fyrir þá sem ekki vita, þá fjallar þetta um mexikönsk mæðgi sem hoppa yfir landamærin til bandaríkjana og fara að vinna hjá Adam Sandler og hans fjölskyldu. Myndin fjallar um munin á þessum tveimur menningar heimum og blah blah blah, góð mynd. Mæli með henni.


Já og ég held að allt sé að gerast í mínum fasteigna kaupum. Tilboði tekið, íbúðin farin af mbl.is...

Wednesday, January 03, 2007

Allt að gerast

Það er allt að gerast. Bráðum verður ekki aftur snúið. Hjólin eru farin að snúast. Það er farið að lifa sínu eigin lífi. Ég er að missa stjórn á þessu. Miðjan getur ekki haldið. Línan er að rofna.
Þetta mun annaðhvort lifta okkur til ljóssins eða draga okkur niður í dimmustu pitta helvítis. Þetta veltur allt á mér.
Ég vona að við lifum þetta af.

Tuesday, January 02, 2007

Gleðilegt nýtt ár.

Og takk fyrir það síðasta. Venjulega myndi ég segja hvað ég væri þunnur, ennþá þunnur frá áramótunum. En ég var bara á brumm brumm um áramótin og var snöggur að því.
Smá böggandi að ég þurfti að skafa tvisvar af bílnum á samadeginum og keyra svo í gegnum þoku frá "The night of the living Dead".
Allir virtust vera mjög rólegir um áramótin. Höddi klæddist jafnvel jakkafötum og varð mjög mikið krútt smkv. Bjarna.

Rolf var víst of upptekin við að vera veikur. Kannski er hann bara whipped.