Thursday, June 08, 2006

Frí og útlönd

Þann 14 kemmst ég í frí. Mitt fyrsta alvöru frí að mínu mati. Ekki svona frí skólinn er búinn og það er vika þar til ég byrja í sumarvinnufrí. Alvöru vinna, alvöru frí. Ég stefni á að hreyfa mig og læra forritun. Spurning hvort ég geti sameinað þetta tvennt. Tengja tölvuna við æfingarhjól þannig að maður þarf að hjóla til að tölvan fái orku. Gæti virkað heh. Já svo þarf maður víst að losa sig við nokkur kíló svo maður passi nú í sund fötinn sem eru á nördunum. Svo hefur viss aðili hefið í skyn að maður á að skella sér í vax áður en maður fer út. Maður verður víst að vera eins og 12 ára drengur þegar maður er að reyna að heilla dömurnar. Þær eru víst svo hrifnar af því.
Anyway. 3 vikur áður en farið verður í loftið. Ætti maður að reyna að skella sér í megrun, fara út að hlaupa eða synda á hverjum degi svo maður passi ofan í bjórglas?

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kannski ekki svo mikið að þú passir oní bjórinn - heldur að bjórinn passi oní þig.

12:40 PM  

Post a Comment

<< Home