Monday, January 30, 2006

Það er mánudagur...

Sem væri nú svosem ekki svo slæmt ef ég hefði nú einu sinni farið tímalega að sofa og vaknað endurnærður. Ekki slæmt ef ég hefði ekki eytt helginni í að djamma það það mikið að ég er hálf stirður. Ekki að ég sé að kvarta, helgin var góð. Soldið mikið af fólki í bænum á laugadeginum en maður lifir það af... Fyrir utan gaurinn sem ákvað að skalla hnefa og tapaði 4 tönnum.

Mánudagurinn væri líka góður ef Það myndi nú aðeins sjást til sólar. Það hefur ekki sést til sólar marga mánuði að mínu mati. Það er alveg fræðilegur möguleiki að sést hefur til sólar einhverntíman en ég hef ekki tekið eftir því. Ég mæti í vinnunna í myrkri, sit á mínum rassi (God´s gift to women) í um 8 tíma, starandi á tölvuskjá.
Ég held að úlfurinn sé búinn að gleypa sólina. Spurning bara hvenær hún skilast út úr honum aftur...


Og svo aftur að bíla kaupum. Núna langar mér ekki lengur í practical bíl (slyddu jeppa), heldur meira svona "penis car". Kannski það sé út af því að það er ekki búið að snjóa í smá tíma og ég hef ekki þurft að moka bílinn minn ennþá úr snjó í vetur. Ég er að pæla í BMW eða Audi eða láta undan þrýstingi og fá mér Mazda 3. BMW og audi eru nú ansi dýrir bílar en hey ef þetta á að vera penis car, er þá ekki hugmyndin að hafa bílinn þá sem dýrastan? Kannski er Mazdan ágætis millivegur... Mér er farið að lýtast ansi vel á Mözduna. Og hvað ef ég þarf að moka bílinn úr snjó á morgnana? Það er bara gott fyrir heilsuna, smá líkamsrækt á morgnana kemur blóðinu í gang.

Eða er kannski Topgear að hafa áhrif á mig....

já og að lokum vísindarmenn hafa komist að því að kaffi eykur kynlífslöngun kvenna, þeir drógu þessar ályktanir af prófunum á rottum. Og eins og við öll vitum þá eru konur rottur....

Stupid.. eða kannski ekki... allir vita að ef maður býður einhverjum heim til sín í kaffi er oftast verið að bjóða eitthvað auka með kaffinu...

Thursday, January 26, 2006

Urbandictionary

Það er til síða á hinu svokallaða interneti sem heitir urbandictionary. Þetta á að vera orðabók þar sem allir geta sent inn sínar útskýringar á orðum. Ágætis skemmtun að skoða þetta dæmi þar til ég prófaði að leita að Tryggvi.
Þetta var sem ég fékk:
1. Tryggvi
a loser.. that cannot play basketball, hes really ugly and smells like shit.. he can suck on meat 24/7.. when asked what kind of meat he likes, he simply says the biggest one u can find...
Wow i cannot shoot today, im playing like Tryggvi.

Damn, you suck meat like Tryggvi.
Source: David, Mar 31, 2005


Helv, djö ansk.. ég þarf að setja eitthvað nýtt í staðinn!

Monday, January 23, 2006

Mensa-test

Fann þetta próf á b2.is Mensa-test
Held að þetta sé gert fyrir ameríkana.. þannig að spurningarnar eru eftir þeirra höfði.
náði 17 rétt áður en threshold byrjaði... gerið betur og no cheating!

Love Clone?

Ég var að lesa grein á slashdot sem fjallaði um það að fólk lætur frysta sig og vaknar svo eftir 100 ár eða svo og fær lækningu við því sem hrjáði það áður. Eins og venjulega þá leita ég oftast eftir fyndustu commentunum við greininni og rakst á þetta:

Oh, give me a clone
Of my own flesh and bone
With its Y-chromosome changed to X
And when it is grown
Then my own little clone
Will be of the opposite sex.

(Chorus)
Clone, clone of my own,
With your Y-Chromosome changed to X
And when I'm alone
With my own little clone
We will both think of nothing but sex.


Þetta fékk mig til að pæla í einu. Ef maður lætur klóna sig og skiptir um kyn á klóninum og gerir svo hanky panky með klóninum, er maður þá að ríða eða fróa sér?
Sjálfsfróun er nú skilgreind sem kynlíf með sjálfum sér...
Og hversu gott myndi kynlífið vera? Þetta er manneskja sem er maður sjálfur basicly, þekkir venjur manns og hvað maður fílar.

Og hversu siðlaus þyrfti maður að vera til að gera þetta? Trúi nú samt að það sé til nóg af freaky fólki þarna úti í hinum stóra heimi sem myndi gera þetta.

Eitt fyndið... ef klónun verður algeng og lögleg, hversu langt haldið þið að það líði þar til klámiðnaðurinn og high class pimps fari að klóna frægt fólk?

Thursday, January 19, 2006

Annað próf!

Skokkaðu á næsta vegg og athuga hversu vont það er...

Nei nóg af prófum.. allavega í bili.
Jæja sundið heldur áfram. Ég er kominn upp í 50 ferðir á um hálftíma. Þar sem 50 ferðir eru 1250m og ég syndi það á um hálftíma þá syndi ég á um 2.5 Km hraða á klst.... frick!
Jæja þolið er allavega aða aukast og ég held að ég meira að segja búinn að léttast aðeins. Er um 75 kg eins og stendur. Er ekki endilega í megrun, en hey, ef maður er með nokkur aukakíló og þau fjúga then whooopie.

Það var ansi mikið í sundlauginni í gær. Mest megnið af krakka möðkum og gelgjum. Að auki var þoka yfir lauginni. Maður sá varla neitt. Soldið fríki að vera synda og sjá ekki bakkann fyrir framan sig. Og svo var eitthvað weird bragð í lauginni. Ekki klór. Bragðaðist frekar eins og húðkrem eða eitthvað helvíti.

Jæja stefni á að kíkja á Ampop tónleika í kvöld. Það ætti að vera ágætis skemmtun.

Wednesday, January 18, 2006

Meiri próf!

jæja enn eitt prófið og bara af því að ég kom svo vel út úr því.

You're an Expert Kisser

You're a kissing pro, but it's all about quality and not quantity
You've perfected your kissing technique and can knock anyone's socks off
And you're adaptable, giving each partner what they crave
When it comes down to it, your kisses are truly unforgettable


Smakkaðu mig, ég er gómsætur.

Tuesday, January 17, 2006

Enn eitt prófið..

..tekið af síðu þarfagreinirs.. núna liturinn á hjartanu...

Your Heart Is Blue

Love is a doing word for you. You know it's love when you treat each other well.
You are a giving lover, but you don't give too much. You expect something in return.

Your flirting style: Friendly

Your lucky first date: Lunch at an outdoor cafe

Your dream lover: Is both generous and selfish

What you bring to relationships: Loyalty

Monday, January 16, 2006

Tom cruise Kills Oprah!


Klikkið á myndina.
tíhí, It´s still funny!

Snjór snjór og aðeins meiri snjór

Jæja, það er búið að snjóa ágætlega síðastliðna daga. Eins og sumir vita, þá bý ég upp í árbæ. Maður er almennt hærra uppi en hinn almenni Reykvíkingur og maður fær, þegar það snjóar, almennt meiri snjó en almennt gerist hjá hinum almenna Reykvíkingi... almennt séð.

Það hefur ekki liðið vetur að ég hef fest bílinn minn fyrir utan hýbíli mitt eða á leiðinni að hýbíli mínu. Hyuandi Accentinn er bara ekki að standa sig. Ég hef verið upp á síðkastið að pæla í því að fá mér nýjan bíl. Flestir vinir mínir eru að segja mér að fá mér einhvern sportbíl (because by god it makes my balls feel big) en ég er ekkert fyrir þannig dóterí. Ég er meira fyrir hagkvæmni í bílakaupum. Jams, very boring og allt það en það er líka hundleiðinlegt að moka bílinn lausan úr snjó.

Ég er að hugsa um að fá mér slyddu jeppa. Lítinn, hagkvæman jeppa sem dugar í snjóinn í Reykjavík og kannski smá rúnt út á land.

En eins og sumir vita þá skipti ég um skoðun þegar það kemur að bílum jafn oft og.... ööö... já bara ansi oft...

Friday, January 13, 2006

32.044 skrifuðu undir áskorun.

Jæja, yfir 32K manns skrifuðu undir áskorunina. Búið er að afhenda nýjum ritstjóra DV undirskriftarlistann.
Já ég held að þetta sýnir fram á það, að um 32 þúsund manns nota internetið á Íslandi.
Svo er líka spurningin hvort DV muni halda áfram rekstri. Minnir að ég hafi heyrt að einhverjir millar hafi ætlað að kaupa blaðið og leggja það niður.
Þetta blað var áður virt dagblað en er nú orðið sorpblað. Ég man eftir því þegar ég var um 14 eða 15 ára (fyrir um 13 eða 14 árum) þá var blaðið byrjað að breytast. Ekkert fréttnæmt í því og sífellt fleiri erótískar auglýsingar. Djöfull varð ég fúll þegar mamma sagði upp áskriftinni. Engar hálfnaktar konur og teiknimyndasögur sem kom í pósti um hádegisbil...

Fyrir þá sem eru ekki áskrifendur að DV og hafa enga leið að nálgast það, Þá er hægt að nálgast þetta sorglega blað á visir.is en bara blað gærdagsins. Kíkti einu sinni í það, bara til að sjá hvað var í því og ég sá að ég var ekki að missa af neinu.
Mér hafði nú tekist að komast í gegnum eitt ár án þess að heyra minnst á BetuRokk en svo opna ég blaðið og þar er einhver soragrein um hana. Djöfulsins DV. Hætta með þetta helvítis blað.

Wednesday, January 11, 2006

Undirskriftarlisti

Mæli með að allir skrifi undir þennan lista

Tuesday, January 10, 2006

Ný rannsókn: Ofbeldisfullir tölvuleikir leiða til árásargirni


Sá þessa grein á mbl.
Greinin byrjar á "Ofbeldisfullir tölvuleikir kunna að valda því að fólk sem leikur þá verður árásargjarnara en ella, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar."

Og svo aftur "Fylgst var með heilastarfsemi sem endurspeglar tilfinningaviðbrögð við myndum. Þegar fólki sem spilað hafði ofbeldisfulla tölvuleiki voru sýndar myndir af raunverulegu ofbeldi sýndi fólkið skert viðbrögð. En þegar fólkinu voru sýndar aðrar óþægilegar myndir eins og til dæmis af dauðum dýrum eða veikum börnum voru viðbrögð þess mun eðlilegri."

Mér sýnist þetta bara vera eðlileg viðbrögð sem myndast við átök, adrenalín eykst, tilfinning dofnar og líkaminn er tilbúinn í meiri átök.
Ég hef verið að spila ofbeldisfulla tölvuleiki frá því að ég man eftir mér. ég játa að ég verð fyrir áhrifum frá leikjunum. Maður verður soldið víraður en ég fer ekki út í bæ að berja fólk, ég er bara orðin svakalega góður að lúskra á fólki í tölvuleikjum. Sama gildir líka um bílaleiki. Manni langar að keyra hratt eftir að maður er búinn að keyra um götur á 250 km hraða í Need For Speed Underground.
Held bara að maður festist í leiknum aðeins. Maður lifir sig inn í hann.

En ég held að ofbeldisfullir leikir séu af hinu góða. Svona rannsóknir einblína oftast á slæmu hliðirnar. Mannskepnan, allavega karlkynið af því, hefur þörf fyrir vist magn af ofbeldi. Maður er bara hannaður þannig. Sumir fara niður í bæ og berja Kalla á þakinu aðrir horfa á íþróttir aðrir spila tölvuleiki. Heh. gaurinn sem kýldi hann var víst búinn að vera kærður um 30 eða 40 sinnum fyrir ofbeldi frá ´96. Hann hlýtur að spila mikið af ofbeldistölvuleikjum!

Það er nú aldurstakmark á ofbeldistölvuleikjum. Held bara að það þurfi að fara að taka takmarkanirnar alvarlega. Sumir þessara leikja eru orðir ansi sick og börn eru og munu alltaf vera áhrifagjarnir óvitar.

Monday, January 09, 2006

Persónuleikapróf - Lord Of The Rings


What LoTR Character Are You?


You are most like Arwen. Calm and reserved, you are not given to sudden outbursts. You conduct yourself with dignity...most of the time. The rest of the time you cut loose are are totally cool. You don't really think of yourself as popular, but plenty of people like you. You are not given to needless flirting. The right person will come along some day, and you are content to wait.

hmm... that is strangely true...

Saturday, January 07, 2006

Jólin búin

Grenj.... svo leiðinlegt að taka niður jólaskraut... þó að það hafi bara verið tveir snjókallar, einn jólasveinn og eitthvað jólaseríudæmi.
Gott matarboð í gær. Heimsins stærstar læri í matinn. Hreindýr. Bragðaðist unaðslega. Svo nóg af víni og ég komst að því að það má aldrei í neinum tilvikum gefa börnum sykur. Hellst ætti að finna upp microchip sem er settur í krakkana og hefur off rofa.

Thursday, January 05, 2006

Smoke if you got them

En ég á engar og ætla mér ekki að eiga rettur í framtíðinni. Dagur 5 er kominn í reykingarleysi Tryggva. Tryggvi er hættur og reykja og virðist vera að tala um sjálfan sig í 3 persónu..
Ekki svo mikið vandamál þetta reykleysi finnst Tryggva. Tryggvi játar að stundum finnur hann fyrir löngun í rettu og það hefur komið einu sinni fyrir að hann hefur gert plan til að reykja án þess að átta sig á því. Tryggvi telur að núna verður hann bara að forðast djammið á næstunni til að losa sig við reykin endalega, stunda íþróttir af kappi og fá makefeelnice stuff þaðan í staðinn fyrir nikótín.

Wednesday, January 04, 2006

Leti.

Vá hvað ég nenni ekki vinna eftir áramótin. Það virðist bara engin orka vera í mér þessa dagana. Ég virðist nú samt hafa næga orku til að skoða allar þær vefsíður sem ég skoða venjulega, þannig að ég ætla að lista þær hérna í bloggið og ef ég nenni þá mun ég í framtíðinni setja upp einhverja linka á þær.
Hér koma linkarnir í engri ákveðni röð:
1. Mechreign.com
2. Morgunblaðið
3. Vísir
4. Dilbert
5. Userfriendly
6. Nationstates
7. Sluggy Comics
8. The Noob Comic
9. Sexylosers
10. Least I Could Do
11. Slashdot

Mest af þessu kannski soldið nördadót en ekki allt þó.
Megnið af þessu er uppfært daglega og mesti tímaþjófurinn er mechreign. Sumt af þessu kíki ég nú á bara af vana. En mogginn og vísir kíkir maður á yfir allan daginn. Alltaf nú gaman að kíkja á forsíðu DV hjá visir.is. Oft fáranlega fyndið stuff þar.

Monday, January 02, 2006

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár.
Jæja þá er 2005 komið og farið með sprengingum og áfengi. Þynnkan var lítil. Drakk að mestu bara Vodka og það virðist hafa virkað vel. Bæbæ bjór.
Áramótarheitið mitt í ár er að hætta að reykja og ég er kominn á dag tvö án rettu. Go me.. Held nú að það verður ekki svo mikið vandamál. Ég reyki ekki nú það mikið.

Tók mig til fyrsta jan og rakaði skeggið af mér. Ég sá eftir því strax. Ég lít út fyrir að vera svona 16 ára án þess. Ég er nú svo voðalega vanur að hafa skegg. Svo er ég líka farinn að safna smá lubba. Ég er svona að reyna að koma einhverjum breytingum í lífið hjá mér. Kominn nýr kafli í bók Tryggva og maður verður nú að hugsa aðeins um heilsuna þegar maður er kominn á 29. árið. Hreyfing, sígólaus með lubba... það er Tryggvi á nýju ári. Minnka djammið og þar með eyðslu.. Hef tekið eftir því að ég eyði eiginlega bara hellst á djamminu.

Skaupið var allt í lagi. Tók smá tíma að byrja fannst mér en kommst á loft með Björgvini Franz Gíslasyni sem Brigitta Haukdal. Laddi var soldið sorglegur sem eiginmaðurinn í búðinni og svo var bíó mamman í mislægu gatnamótunum helvíti fyndið. Ég verð nú að segja að ég get ekki oft hlegið að kvenkyns grínistum en ég held að þær sluppu með skrekkinn.

Superhero

Rakst á þetta hjá Þarfagreini.

Your results:
You are The Flash
The Flash
70%
Robin
57%
Spider-Man
55%
Green Lantern
45%
Hulk
40%
Superman
40%
Wonder Woman
33%
Supergirl
33%
Iron Man
30%
Batman
25%
Catwoman
20%
Fast, athletic and flirtatious.
Click here to take the Superhero Personality Test