Wednesday, August 30, 2006

Gravity is pulling on my balls

Maður er nú að verða eldri, maður getur ekki tekið tvo daga í röð á djamminu og öll kaffidrykkjan er víst farin að segja til sín. Maður er að fá bakflæði og brjóstsviða og hvað ekki annað. Og það er nú ekki bara ég. Margir vinir mínir eru farnir að þjást af þessu og byrjuðu að þjást af þessu á sama tíma og ég.
Ég er að hugsa um að hætta að þamba kaffi. Tók nú einmitt fyrsta koffínlausa daginn minn núna og hann virðist vera að ganga vel. Klukkan er orðinn eitt og bara um 4 tímar eftir...zzzZZZzzzz
Las einhverstaðar að maður þarf 21 dag til að breyta um venjur. 3 vikur. það er nú dágóður tími en það væri nú gott að losna við allt þetta kaffi þamb. Skiptar skoðanir eru nú um hvort kaffi sé gott fyrir mann, en allt er nú víst gott í hófi (fyrir utan byssukúlu í hausinn).
Margt sem maður hefur nú lofað sé að gera, hætta að reykja, hætta að drekka, hreyfa sig meira og hætta stunda leðurvinnslu.

Batnandi manni er best að lifa.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Well batn away then!

6:26 PM  

Post a Comment

<< Home