Föstudagur
Jæja, það er kominn enn og aftur föstudagur. Flöskudagur í huga margra. Maður hefur nú oft kíkt í bæinn á þessum blessaða degi. Maður fer í smá teiti, drekkur sem sammsvarar kippu af bjór, fer í bæinn, drekkur meira og fer svo heim, einn eða með feng. Svo virðist það gerast soldið oft að fólk er að hringja í mig um helgar þegar ég fer ekki á djammið eða þegar ég fer snemma heima, þá milli 3 og 5 um nóttina. Óþolandi, sérstaklega þegar maður kíkir á símann hálf sofandi og sér að einhver fyrrververandi kærusta er að hringja í mann. Eitthvað sem ég nenni ekki að standa í er að tala við fulla eX, hálfsofandi sjálfur(kannski smá fullur, að verða þunnur) klukkan 5 um nóttina.
En á öðrum nótum, eins og flestir hafa tekið eftir þá fer ofbeldisverkjum fjölgandi á skemmtistöðum í miðbænum um helgar, líka á fimmtudögum. Djammið um helgina er víst ekki nóg því það þarf líka að djamma á fimmtudeginum. Löggan segir að þetta sé vegna lengri opnunartíma, þá verður fólk að meira fífli vegna ofdrykkju. (Persónulega tel ég að fólk er fífl af því að það er fífl og notar of mikið brúnkukrem)
Lausn löggunar er að stytta opnunartímann, en þá er við kominn aftur með ástandið sem olli því að lengja þurfti opnunartímann(hóp söfnuður í bænum). Held að það sé bara nauðsynlegt að dreifa þessum skemmtistöðum meira um bæinn. En hey... hvað er þá gaman að fara í miðbæinn um helgar?
En á öðrum nótum, eins og flestir hafa tekið eftir þá fer ofbeldisverkjum fjölgandi á skemmtistöðum í miðbænum um helgar, líka á fimmtudögum. Djammið um helgina er víst ekki nóg því það þarf líka að djamma á fimmtudeginum. Löggan segir að þetta sé vegna lengri opnunartíma, þá verður fólk að meira fífli vegna ofdrykkju. (Persónulega tel ég að fólk er fífl af því að það er fífl og notar of mikið brúnkukrem)
Lausn löggunar er að stytta opnunartímann, en þá er við kominn aftur með ástandið sem olli því að lengja þurfti opnunartímann(hóp söfnuður í bænum). Held að það sé bara nauðsynlegt að dreifa þessum skemmtistöðum meira um bæinn. En hey... hvað er þá gaman að fara í miðbæinn um helgar?
1 Comments:
Well... þetta er bara vandamál sem ekki er hægt að leysa með einhverri skyndilausn.
Það eina sem er á hreinu er að ekki er hægt að "spóla til baka" og hafa aldrei farið út í þessa lengingu til að byrja með!
Post a Comment
<< Home