Tuesday, August 08, 2006

Grár himinn

Jæja þá er verslunarmannhelgin búinn. Ég gerði eiginlega ekkert sérstakt nema að kíkja á innipúkann á föstudeginum og verða óhemjufullur í lok næturinnar. Held að það séu nokkur vitni af því, ekki að ég gerði neitt af mér sko, var bara fullur.
Innipúkinn var fínn. Jakobarína sucked the sweat of a dead mans balls. Television helvíti nettir og Jeff Who stóð fyrir sínu. Verð víst að játa að þegar Jeff Who var að spila þá var ég orðinn ágætlega blautur og fann mér bara góðan og rólegan stað til að horfa á hljómsveitina og var bara ansi nálægt sviðinu í þokkabót. Svo var leti og þynnka á laugardeginum og ammæli hjá Reynsa í sunnudeginum.
Heh, ég héllt að ég hafi verið þunnur um helgina, Hilmar var þunnur, gaurinn var ennþá þunnur um svona 10 um kvöldið, ekkert smá sjúskaður í útliti. Kannski hann lærir núna að blanda ekki saman áfengi.
Já, ég keypti mér tölvuleik, Nexus:The Jupiter Incident, svipaður Homeworld leikjanna. Nexus sucks ass, ekki nógu mikið playabillity og ekkert strategy. Strategy í leiknum er basicly "pounce and pounce till they die". Lítur samt ágætlega út...
Homeworld is tha shit.
Hmm held að mig sé farið að vanta kærustu....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home