Monday, August 28, 2006

You friggin bastard!

Reynir, já þú "you friggin bastard!". Nöldrandi í manni um að kíkja á Eureka, segja mér hvað þeir eru fyndnir og góðir. Og hvað gerist, ég fer að sofa þegar klukkan er að ganga 3 á sunnudagsnótt.
Allt þér að kenna. Það var ekki eins og ég gat slökkt á imbakassanum og farið að sofa? Nei, ég þurfti alltaf að horfa á einn þátt enn.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru þættirnir Eureka um U.S. Marshal sem fer að vinna í bæ sem heitir Eureka sem Fógeti. Bærinn var stofnaður af Albert Einstein og í bænum eru safnaðsaman mestu hugsuðir Bandaríkjanna. Og þessum hugsuðum tekst alltaf að skapa vandræði fyrir okkur fógeta.
Yepp hljómar soldið lame en er það í raun ekki. Þetta eru vel gerðir þættir og nokkuð fyndnir. Þeim tókst nú að halda mér vakandi langt fram á nótt, en ég er nú nörd... heh.

Ein pæling samt. Má segja að þessir þættir séu að sýna fram á að of mikil greind sé hættuleg. Hún kemur öllum þessum vísindarmönnum í vandræði og hetjan okkar, "average IQ" Sheriff reddar alltaf málunum...

1 Comments:

Blogger Sveppi said...

Bara verið að stíla inn á minnimáttarkennd meðal-Jónsins ;)

9:25 PM  

Post a Comment

<< Home