Rokkstjarna: Man ekki íslenska heitið
Var í gær, og ég var neyddur til að horfa á það. Snúið var upp á handlegginn minn og dælt í mig kók og nachos. Ég var bundinn niður í sófann minn og fjarstýringin og lappinn tekið bæði í burtu. Augu mín og eyru voru spennt upp svo að ég mynd þjást allan tímann yfir lélegum söngi og gömlum förtum rekandi við í takt við taktinn.
En nei, ég braut af mér keðjurnar, kastaði af mér kóki í klóstið og reis upp frá sófanum til frelsis eins og Fönix upp úr öskunni! Út skyldi ég fara, út í vota sumarnóttina, finna lyktina af blómunum, sjá sólsetrið í sínum roða og ganga berfættur á grasinnu. En ég nennti því ekki þannig að ég horfði á Supernova.
Fínn þáttur verð ég að segja, enginn lélegur og allir virðast vita hvað Supernova er að leita að.
Verð að játa að Magni gaf mér smá gæsahúð þegar hann tók Dolphins Cry einn og það er bara gott. Gott hjá drengnum.
Eitt er bara hvað löginn er alltaf stutt. Mættu vera lengri að mínu mati en þetta er Tv og það þarf víst að láta auglýsingar ráða ferðinni.
P.S.
Hann stal lookinu mínu!!
En nei, ég braut af mér keðjurnar, kastaði af mér kóki í klóstið og reis upp frá sófanum til frelsis eins og Fönix upp úr öskunni! Út skyldi ég fara, út í vota sumarnóttina, finna lyktina af blómunum, sjá sólsetrið í sínum roða og ganga berfættur á grasinnu. En ég nennti því ekki þannig að ég horfði á Supernova.
Fínn þáttur verð ég að segja, enginn lélegur og allir virðast vita hvað Supernova er að leita að.
Verð að játa að Magni gaf mér smá gæsahúð þegar hann tók Dolphins Cry einn og það er bara gott. Gott hjá drengnum.
Eitt er bara hvað löginn er alltaf stutt. Mættu vera lengri að mínu mati en þetta er Tv og það þarf víst að láta auglýsingar ráða ferðinni.
P.S.
Hann stal lookinu mínu!!
1 Comments:
Ég var einmitt að spá í það hvaðan hann hefði pikkað upp stílinn ;)
Post a Comment
<< Home