Thursday, August 03, 2006

Buissnessmenweekend

Er næstu helgi og ég stefni á að kíkja á innipúkann á föstudaginn. Maður er víst búinn að sjá meirihlutan af þessum hljómsveitum áður(ég var soldið að stunda tónlistarhátíðir upp á síðkasti), þannig að maður sleppir hinum tveimur.
Ekki nenni ég á útihátíð, sérstaklega ekki Þjóðhátíð í eyjum. Ég hef farið þangað þrisvar(Bakki, Rvkflug, Herjólfur) og skemmti mér konunglega þar í öll skiptin. Jafnvel þó að í seinasta skiptið þá fjuku tjöld(ekki mitt), tjörn myndaðist á svæðinu og allir sem klæddu sig ekki rétt frusu(ég klæddi mig rétt). Ég er bara búinn að missa áhugan á að fara til eyja, það er of mikil fyrirhöfn einhvernveginn.
Persónulega vildi ég fá Uxa hátíðina aftur. Uxi var tónlistarhátið sem haldin var við Kirkjubæjarklaustur árið 95'(damn I´m old) minnir mig. Tonn af erlendum og innlendum hljómsveitum á stóru opnu túni í glampandi sólskini, gleði, teyjuskotum og þyrluferðum og tónlist allan sólarhringinn. Ég ældi þar í fyrsta skiptið :D. Snilldar hátíð í alla staði. En floppaði víst fjárlega og dóplega séð.
Anyhow, það virðist stefna í rigningu um allt land og það á að blása soldið í eyjum, þannig það sucks. Skil ekki ástæðu fyrir að fara til Akureyrar. Maður tjaldar, passar sig á dauðu krökkunum og fer svo inn á skemmtistað, hver er tilgangurinn? Maður gæti alveg eins verið í Rvk. Og það er einmitt sem ég ætla að gera.
Það er líka soldið skondið að sjá borgina svona tóma um helgar, engar raðir, ekkert mál að fá sæti, maður getur rifist við DJ-inn af því að maður er einn þarna og maður þarf ekki að gæta sín á soltnum eyrnaétandi hnökkum í veiðiferð.

3 Comments:

Blogger Sveppi said...

Gætir eins verið í Rvík!?! En hvar ætlar þú að tjalda (svo þetta verði nú alveg eins!) ;)

6:37 PM  
Blogger Sveppi said...

Fyrir utan það að eina raunverulega sanngjarna samkeppnin er við mann sjálfan þá er enginn sigur í meiri velgengni ef hún er fæst einungis með slæmu gengi þeirra sem miðað er við, þ.e. það er engin upphefð í því að ná árangri með því að aðrir fari hallloka!!! :)

6:37 PM  
Blogger Sveppi said...

Comment nr.2 fór óvart hér áður en það fór á réttan stað (paste-fljótfærni) ;)

6:39 PM  

Post a Comment

<< Home