Monday, August 21, 2006

Helgin

Jæja mér var boðið í brúðkaup síðustu helgi. Jón Pétur félagi minn var að ganga í það heilaga. Brúðkaupið gékk að óskum og skemmtu allir sér stórvel. Góður matur gott fólk og vel skipað á borðin. Ég endaði víst á borðinu með öllum nördunum... hehe. Sungið var og spiluð myndbönd frá steggjun og gæsun, þó að soldið var nú klippt úr steggjuninni...
En allar sögur enda nú ekki vel. Ég ákvað nefnilega að kíkja í bæinn eftir veisluna. Fór á Thorvaldsen. Af hverju þarf að fylla þessa staði svona rosalega af fólki? Maður er eins og sardína í dós með crappý tónlist og crappý sardínum. Það er langt síðan ég hef skemmt mér jafn illa niður í bæ. Allir með eitthvað voða attitude og fávita skap. Frekar vil ég vera á rokkara stað. Það eru flestir eitthvað meira mellow og rólegri þar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home