Monday, August 14, 2006

Star Wreck: In the Pirkinning.

Ég kíktí á tvær myndir síðasta sunnudag, ein þeirra var Star Wreck: In the Pirkinning.
Þetta er finnsk mynd. Gerð af einhverjum gaurum úr kjallaranum sínum og er helvíti fyndin. Það er að segja ef þú hefur séð bæði Star Trek og Babylon 5 þættina.
Myndin byrjar þannig að 3 gaurar sem eru í lousy vinnu á jörðinni, eftir að hafa ferðast aftur í gegnum tímann í Star Trek skipinu sínu, þá ákveður leiðtogi þeirra, Captain Pirk, að gefa skít í tímalínuna og taka yfir jörðina. Þeir gera það með hjálp Rússlands og framtíðartækni. Eftir yfirtökuna áttar Pirk sig á því að jörðin er stútfull, mengun allstaðar og allt í fökki. Þeir finna ormagögn og fara í gegnum þau til aðrar víddar, sem er einmitt Babylon 5 vídd. Þeir ákveða að taka yfir jörðina þar og hefst þá risa orusta á milli Star Trek og Babylon 5 skipa.
Argasta snilld, þokkalega vel gert og fyndin mynd.
Öll heiti eru breytt svo að engar lögsóknir fara í gang. Í stað torpedoes er light balls, Phasers er twinkle rays.
Mæli með henni með einum bjór kannski...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hver er í andskotanum var HIN myndin?

Zoidberg er forvitinn.

1:17 PM  
Blogger Tryggvi said...

Ég neita að commenta um hvað hin myndin hafi verið um.

1:32 PM  

Post a Comment

<< Home