Tölvuleikir
Núna er ég byrjaður að spila Battlefield 2 aftur. Það er eitthvað við það að plaffa niður fólk á færi, keyra yfir það á bílum og sprengja það til helvítis á skriðdreka. Sérstaklega ef maður er á dönskum server.
En uppáhalds leikirnir mínir eru nú RPG leikir, sérstaklega þegar söguþráðurinn er góður. Söguþráðurinn verður að vera góður annars missi ég áhuga og nenni ekki spila, alveg eins og söguþráður í bók, það verður að vera eitthvað grípandi, eitthvað sem heldur manni við efnið.
Svo er nátturulega Sims, sem er eiginlega tölvuleikja sápuópera. Ég auðvitað bjó til tvær lessur og einn gaur sem síðan héllt við þær báðar(hef örugglega nefnt þetta áður).
Ég á orðið erfitt með að finna leiki sem fanga athygli mína. En ég fann nú einn fyrir stuttu. Sid Meiers Pirates. Upprunalega leikurinn er frá '87 og þetta er endurgerð á leiknum(2004) og allar mínar ljúfu minningar um þennan leik voru endurvaktar, þetta var eins og að lesa gamla bók en kápan var ný og myndirnar fallegri og skýrari og einum nýjum kafla bætt við.
Það er stundum gaman að vera nörd.