Tuesday, July 25, 2006

Frigettí Frick! (grein stolin frá mbl.is)

Félagsskapurinn truflar svefn

"Nú er hefur verið sannað á vísindalegan hátt nokkuð sem ýmsa hefur grunað lengi, að fólk sofi betur eitt í rúmum sínum en með öðrum. Svefnrannsóknir sem, vísindamenn í Vín í Austurríki hafa framkvæmt, hafa sýnt að konur eiga órólegan svefn þegar annar er með þeim í rúminu, karlar virðast sofa betur, en félagsskapurinn hefur áhrif á greind þeirra að morgni. Þetta kemur fram í danska dagblaðinu Berlingske Tidende.

Gerhard Klösch, sem stýrði rannsókninni, segir að þetta komi sér lítið á óvart, enda hafi áður verið sýnt fram á að návist kvenna hafi áhrif á andlega hæfileika karla. Kona þarf reyndar ekki að vera til staðar til að slá karlmenn út af laginu, heldur nægir lyktin.

Konur virðast hins vegar jafn hæfar til að glíma við verkefni um morgna, hvort sem þær hafa haft félagsskap eða ekki.

Viðfangsefnin voru pör við 25 ára aldur sem bjuggu hvort í sinni íbúð, en sváfu saman reglulega, og voru þess vegna vön bæði að sofa ein og saman."

Það virðist sem kvennfólk sé að beita efnahernaði á okkur gaurunum.
Game over man, Game over!
What the fuck are we gonna do now?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home