Svefn
Ég hef komist að því að svefn er eitthvað sem kemur fyrir annað fólk. Ég bara virðist ekki hafa þann hæfileika að fara snemma að sofa. Ég þarf víst alltaf að horfa á eina kvikmynd, horfa á einn þátt, lesa einn kafla enn í bókinni, fá mér eina brauðsneið, tefla við páfan aðeins lengur, skúra gólfið, taka til eða draga hvert einasta hár úr nefinu á mér með flísatöng.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home