Wednesday, July 19, 2006

Líf og Heilsa.

Jæja, maður verður víst 29 ára á þessu ári, maður getur víst ekki tekið tvo daga í röð lengur á djamminu og komist heill frá því. Maður er víst ekkert unglamb lengur. Reynslunni vitrari en ekki viskunni. Held bara að það sé kominn tími að maður fari að hugsa aðeins um sjálfan sig. Borða betri mat, þó að ég hef lært að borða góðan og hollan mat þökk sé eldamennsku foreldra minna og reglunni um að sunnudagar séu nammidagar. Ég er kominn með það upp á lagið að hreyfa mig um 3 sinnum í viku, ekkert alvarlegt en eitthvað er betra en ekkert. Kominn tími til að auka hreyfinguna upp í 6 sinnum í viku, breyta matarræðinu, taka lýsi, borða minna rautt kjöt, hætta að reykja á kvöldin og hætta þessu eilífðar djammi um helgar.
Djammið er orðið eitthvað svo mikil rútína. Byrja bara að fara edrú á það. Það er nú alltaf áhugavert.

Heh, minnir mig á djammið á laugardeginum. Við strákarnir vorum á Celtic Cross og vantaði borð. Ég sá stelpu dauða við eitt borðið og var svo heppinn að sjá hana vakna og æla yfir það og hlaupa svo út. Laust borð loksins!
Við biðum nú meðan ælan var hreinsuð upp.... en ekki of langt frá borðinu hehe.
Já og það er hurð á kamrinum á klósettinu á Celtic Cross, sem þýðir að hann er klassa staður.

bulleríbull.

2 Comments:

Blogger Þarfagreinir said...

Hahaha ...

Já, djammið er frekar þreytt þegar maður er orðinn gamall kall.

12:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, ertu að verða 29 ára? Hahaha GAMALL KALL!!!

1:46 PM  

Post a Comment

<< Home