Tuesday, July 18, 2006

Verslunarmannahelgin

Þann 4. til 6. ágúst næstkomandi er víst hinn blessaða súkkerí verlsunarmannhelgin.
Ég hef verið að pæla í því hvað ég eigi að gera af mér þessa helgi. Reynt hefur verið að draga mig í eyjar en ég er bara ekki spenntur fyrir því. Hef farið þangað 2 og því miður toppaði það bara ekki Uxa hátíðina góðu. Einu sinni fór ég í tjaldferð í hlíðar og stórskemmti mér þar. wink, wink. Gítarleikur, söngur bjór og sígó og almennt bræðraskapur milli allra sem voru þar nema einhverja fávita sem komu og voru með derring.

Anyhow, hef verið að pæla í því hvað mig langar að gera og ég er farinn að hallast að innipúkanum.
Innipúkinn er tónlistarhátið sem haldin er á Nasa yfir verslunarmannahelgina.
Dagskráinn er svo hljóðandi:
Föstudagur 4. ágúst
Television, Benni Crespo's Gang, The Foghorns, Ég, Jan Mayen, Jomi Massage, Jakobínarína og Jeff Who.
Laugardagur 5. ágúst
Throwing Muses, Weapons, Æla, Morðingjarnir, Hermigervill, Solex, Eberg, Hjálmar og Donna Mess.
Sunnudagur 6. ágúst
Speaker Bite Me, Mugison, Mammút, Ampop, Koja, Norton, Skakkamanage, Mr. Silla/ Mongoose og Ghostigital.

Virðist stefna í ágætis show.
Any takers?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hmm.. any buyers?

4:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég keypti mér miða í gegnum síma þegar ég var stödd á Jensens Böfhus í Roskilde... svo að við Eyrún verðum þar.

1:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»

11:47 PM  

Post a Comment

<< Home