Monday, July 31, 2006

Það er mánudagur, tími fyrir bull

Jæja, síðasta föstudag fórum við 4 gaurar í vinnuna til Jón Péturs félaga míns og rændum honum.
Gaukurinn er víst að fara að gifta sig á næstunni og tími var kominn til steggja hann.
Ég tel að okkur hafi tekist ágætlega upp og skemmtu sér allir vel.
Reyndar fékk ég ekkert að gera það sem ég vildi. Ég vildi láta vaxa gaurinn, klæða hann í kvennmanns föt láta Unu vinkonu mína mála hann og svo henda honum inn á stripstað og láta hann stripa.
Allir voru á móti þessu, sögðu þetta vera of kvikindislegt. Ég held að þeir voru hræddir um að JP myndi neita að gera þetta. En anyhow, kannski fæ ég annað tækifæri eða ég muni bara lenda í þessu sjálfur.

Annars var helgin fín, ég eyddi henni víst í svefn. Held að ég hafi verið smá slappur bara.
Svo gengur hársöfnun mín ágætlega, spurning hvort ég nái að safna meira hári en síðast.
Ég held að ég hafi enst í 3 mánuði eða svo áður en ég rakaði allt hárið af aftur.
Núna er ég líka að safna smá alskeggi í leiðinni, kannski samræmist það betur þannig,sjáum hvernig það tekst upp.
Kannsti ég skelli upp fyrir og eftir myndum....

p.s.
Já, ég á von að fá einhver comment tengt stripstað.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Stripstaður.

11:45 AM  
Blogger Sveppi said...

Vissuð þið að "Fata-hreyfingin" var stofnuð til höfuðs strípalingum!!
Einkennilegur þessi heimur ...

4:29 PM  

Post a Comment

<< Home