Friday, July 21, 2006

Magnaði Magni og pervertarnir þrír.

Á síðunni austurlandið.is er verið að gefa Magna stólpípu í rassinn fyrir að fá sem flest atkvæði á síðunni supernovafans.com. Fókið sem sér um austurlandið veit augljóslega ekki að það er linkur á b2 og á mbl.is inn á þessa síðu, sem gerir þetta bara tómt rugl. Allir íslendingar kjósa Magna þannig að þessi könnun er ekki marktæk lengur.
Á mbl.is er grein sem fjallar um þetta og þá var Magni með 34,94% atkvæða, örfáum hundraðshlutum á undan Dilönu sem hefur hlotið 34,67% atkvæða. En um leið og þetta er sett á b2 þá skaust hann framúr.
Eins og stendur er þetta svona.


Maður verður bara að vona að fleiri koma inn á þessu síðu og kjósi. Hellst myndi ég vilja fá að sjá ip töludreifingu á fólkinu sem kýs. Kannski eru bara allir að kjósa hann, hver veit.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home