Rafting
Ég fór síðustu helgi upp í Skagafjörð í smá Rafting nánar tiltekið Austari Jökulsá.
Þetta var argasta snilld þó að við þurftum að sitja í rútu í svona klukkutíma og á rassinum í svona 20 mín til að hlýða á fyrirlestur um öryggi sem maður náði svona helmingi af. Þetta voru þrír bátar í allt og um svona 16 manns minnir mig í allt.
Við fengum blautagalla, hjálm og vesti til að klæða okkur í og var það mikil átök. Aldrei hafa sést jafn margir menn í þröngum búningum... hmm nema kannski síðustu afmælisveislu hjá mér... en það er önnur saga.
Áin var köld og reið hjákona og eftir að farið var úti ánna og þar til ferðinni lauk þá lágu fleiri en 3 fallið útbyrðis(úr okkar bát) í straumharði ánni. Svaka stuð mar.
Ég verð að játa að maður soldið smeykur. Maður var búinn að vera að heyra annsi slæmar sögur um þetta. En svo þegar komið var í ánna þá var þetta allt í lagi.
Verð víst að játa að ég varð soldið stressaður þegar við hvoldum bátnum(leiðbeinandin lét okkur gera það viljandi) og ég fór undir bátinn.
En það reddaðist og maður komst upp í bátinn aftur kaldur, blautur og fremur kraftlaus.
Eftir ferðina var farið til Sauðárkróks og djammað þar léttilega. Snilldar hljómsveit sem var að spila. Þetta var coverband og coveraði helling af hljómsveitum og gerðu það bara mjög vel. Langt síðan ég hef heyrt í jafngóðri hljómsveit á skemmtistað.
Jæja núna sit ég í vinnunni og þjáist af harðsperum í öllum líkamanum, sérstaklega í rassinum, skondið þar sem maður sat á rassinum alla ferðina. Kannski er ég svona aumur í rassinum af því að ég var í tjaldi með Dodda um helgina.
Ég mæli með að allir skelli sér í rafting við tækifæri, þetta er lífsreynsla.
Þetta var argasta snilld þó að við þurftum að sitja í rútu í svona klukkutíma og á rassinum í svona 20 mín til að hlýða á fyrirlestur um öryggi sem maður náði svona helmingi af. Þetta voru þrír bátar í allt og um svona 16 manns minnir mig í allt.
Við fengum blautagalla, hjálm og vesti til að klæða okkur í og var það mikil átök. Aldrei hafa sést jafn margir menn í þröngum búningum... hmm nema kannski síðustu afmælisveislu hjá mér... en það er önnur saga.
Áin var köld og reið hjákona og eftir að farið var úti ánna og þar til ferðinni lauk þá lágu fleiri en 3 fallið útbyrðis(úr okkar bát) í straumharði ánni. Svaka stuð mar.
Ég verð að játa að maður soldið smeykur. Maður var búinn að vera að heyra annsi slæmar sögur um þetta. En svo þegar komið var í ánna þá var þetta allt í lagi.
Verð víst að játa að ég varð soldið stressaður þegar við hvoldum bátnum(leiðbeinandin lét okkur gera það viljandi) og ég fór undir bátinn.
En það reddaðist og maður komst upp í bátinn aftur kaldur, blautur og fremur kraftlaus.
Eftir ferðina var farið til Sauðárkróks og djammað þar léttilega. Snilldar hljómsveit sem var að spila. Þetta var coverband og coveraði helling af hljómsveitum og gerðu það bara mjög vel. Langt síðan ég hef heyrt í jafngóðri hljómsveit á skemmtistað.
Jæja núna sit ég í vinnunni og þjáist af harðsperum í öllum líkamanum, sérstaklega í rassinum, skondið þar sem maður sat á rassinum alla ferðina. Kannski er ég svona aumur í rassinum af því að ég var í tjaldi með Dodda um helgina.
Ég mæli með að allir skelli sér í rafting við tækifæri, þetta er lífsreynsla.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home