Tuesday, July 11, 2006

Mér leiðist.

Mér er farið að leiðast. Fríið mitt er líka að vera búið. Byrja að vinna aftur þann 14. þessa mánaðar hjá fjölgreiðslumiðlun, það ættti að vera ágætt. Ég er nú ekki vinnusjúkur en ég bara get ekki skilið fólk sem vill frekar vera atvinnulaust en vinna. Skil heldur ekki fólk sem vill vinna alla daga og alla tíma. "You should not confuse your career with your life." sagði víst einhver einhverntíman.
"You are not your job" - Fightclub.

Anyhow. Vinna á næstunni, peningar peningar safnast upp, ég hef víst ekkert til að eyða í.
Ég er líka búinn að fresta íbúðakaupunum. Slysaðist víst til þess að horfa á fréttirnar og komst að því að ég á að bíða með kaupinn. Safna bara Geld og sitja á rassinum.

Já, ég borðaði ekkert kjöt í dag. Gerðist eiginlega bara óvart. Fékk mér í kvöldmat steiktar kartöflur með sveppum og stóru vali af grænmeti, eldað á pönnu með ólífolíu og hunts chilli sósu. Bragðaðist bara nokkuð vel.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home