Friday, July 14, 2006

Fgm

Jæja, núna eftir 45 mín. þá fer mínum fyrsta degi hjá fjölgreiðslumiðlun að ljúka. Auðvitað var ég illa sofinn á fyrsta deginum þökk sé kettinum mínum og örugglega sjálfum mér líka. En eftir 3 eða 4 expresso drykki þá var ég ennþá þreyttur.
Þetta virðist vera hinn besti vinnustaður. Frír matur í hádeginu. Reynt að fjölbreytni og ég er með rafknúið skrifstofuborð sem er hækkanlegt 180 cm, svo er mér sagt allavega. Ég hækkaði það upp í svona 160 cm til að tengja nokkrar snúrur. Þetta er svalasta borð í heimi.
Það fyrsta sem var gert þegar ég kom var að henda í mig tölvu til að setja upp og svo helling að skjölum sem ég þarf að lesa næstu daga. Handbækur og fl. Fínn staður.

Ég virðist nær alltaf lenda á fínum vinnustöðum. Eini staðurinn sem mér hefur ekki líkað við að vinna var Aðföng í eigu Baugs. Það var allt of mikil asi á öllum. "Drífa þetta áfram!", "come on drengir!, Baugsfeðgar eiga bara 5 fm^2 peningasundlaug til að synda í, þeir vilja 20 fm^2!"
Svo var líka lagervinna hjá SVR. Þvílík hörmung, þetta var eins og að lenda á botninum í genaruslafötunni. Lowlives og fólk sem hafði engan metnað. Sko ég hef ekki mikin metnað en þetta fólk var alveg í botninum. Svo var einn þroskahefturgaur sem vann þarna, hann skeit á sig. Ég ákvað að ég myndi ekki vilja lenda í þeirri aðstöðu að ég myndi þurfa að skeina honum þannig að ég forðaði mér.
Vera Moda var fínn staður, ég byrjaði alltaf daginn á því að safnasaman öllum kven-naríunum saman í haug og svo nuddaði ég andlitinu í þær í svona 10 mín.
Betra en stólpípa.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Right... þú ert ágætur kallinn minn!

En gott að heyra að þér líkar vel við nýju vinnuna, vona svo bara að gagnalesturinn hafi gengið vel yfir helgina!

10:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Enn ein ástæða til að þvo öll nærföt áður en maður fer í þau!!!
:)

1:28 PM  

Post a Comment

<< Home