Thursday, March 29, 2007

Batman is Gay

HomeOwner

Í gær fékk ég lyklana af íbúðinni minni afhenda. Sem þýðir að ég vinn Hödda og Einsa!, Já víst Dodda líka.
Það er nú ýmislegt sem þarf að gera áður en ég flyt í íbúðina. Það helsta er nú að mála. Það ætti ekki vera mikið mál, ein umferð ætti að duga, en sumstaðar þarf 2 jafnvel 3.
Það þarf að berja nokkra nagla inn í einum dyralista og svo víst að tengja ljós á ýmsum stöðum. Tengja símaboxið á annan stað vegna adsl sjónvarpsins.
No biggie.
Ég mun fá bróður minn til að hjálpa mér með þetta, hann er nú einu sinni innanhúsasmiður.

Fyndið... ég eyddi miklum tíma að pæla í staðsetningunni fyrir imbakassann og öllum þeim tækjum tengt honum. Hvernig á ég að tengja serverinn minn við media spilarann minn? Hvar á Xboxið að koma? Hversu heimskur getur Bush orðið?
En sem betur fer virkar Zensonic Media spilarinn og WMC saman þráðlaust og gerir það bara ágætlega, sem þýðir að severinn minn getur verið inn í tölvuherberginu í friði og ró.

Wednesday, March 28, 2007

Mezzoforte

Ég kíkti á tónleika með Mezzoforte í gær. Tónleikarnir voru þeir fjórðu á tveimur dögum og voru haldnir vegna 30 ára afmælis hljómsveitarinnar. Eða að ég verð 30 ára á þessu ári...
Í tilefni þess þá var einmitt verið að taka upp DVD disk með mér, sérstakir gestir, Mezzaforte, spiluðu nokkur lög.

Þetta var helvíti gaman, skemmtileg tónlist, smá svona funk-fusion tónlist and no frigggin singin.
Þeir tóku um svona 20 lög, áttu að byrja 9, voru hálftíma of seinir að byrja, þannig að tónleikarnir enduðu um 12 leitið... Ekki það sem svefninn minn þarf.
Eina sem fór í taugarnar á mér varðandi þessa tónleika var að það var cameru gaur hlaupandi um allt, hræðilegur plummer á manninum.

Tuesday, March 27, 2007

Kór

Ég fór í gær að hlusta á kór syngja. Pabbi Sollu var að syngja í honum og þar sem ég er góður kærasti þá þurfti ég að fara með. Kórinn söng í kirkju og þó að það rauk aðeins úr mér, þá er ég víst ekki nógu illur að það kvikni í mér þér ég stíg á helga jörð.
Þetta var nú bara ágætis skemmtun verð ég að segja. Ágætis tilbreyting. Soldið mikið af gömlu fólki þarna og meðfylgjandi lykt...

En ég held að ég sé búinn að uppgvöta nýja tegund af nördum. Svokallaða kórnörda. Þeir virðast lifa á bönunum. Ég þarf að rannsaka þetta nánar.

Monday, March 26, 2007

A joke! Please don´t hate me

Ef maður nauðgar hóru,
er þá hægt að kæra mann fyrir þjófnað?

MoveAlong sooner!

já, svo virðist sem ég fái afhent næsta miðvikudag, ekki næsta sunnudag eins og ég héllt. Þá getur alveg eins verið að ég verði búinn að flytja í lok næstu viku. Fer nú allt eftir því hversu óvenju snöggur ég verð að mála.

Jeij!

MoveAlong

Jæja það fer að styttast í að ég flytji út, allavega fer að styttast í að ég fái lyklana afhenda.
Systir mín er þegar farinn að mæla rúmmálið í fataskápnum heima og pæla í nýrri málingu.
Ég er ekkert að drífa mig sko, þetta gerist bara þegar það gerist. Held að ég geti samt verið svona innan við viku að flytja eftir að ég fæ afhent. Spurning bara að skella sér að mála og svo fá bíl til að druslast með húsgögnin inn við fyrsta tækifæri.

Stefni á að fá mér svo securitas eða einhverja þjófavörn með brunavörn og öllum pakkanum.
Það er nú þegar búið að brjótast einu sinni inn til mín..

Thursday, March 22, 2007

Lasinn

Ég er lasinn, vinsamlegast komið með 160GB Sata HDD og Windows pro Service pack 2 heim til mín svo ég geti sett upp serverinn minn aftur. Hann er lasinn líka.

Ef þið viljið þá getir þið fórnað nauti mér til heiðurs og heilsu.

Wednesday, March 21, 2007

Friggin hell...

Ég held að ég sé að verða lasinn... er með mildan höfuðverk og ég held smá hita...
Það er svo langt síðan ég var síðast lasinn, meira en hálft ár örugglega, ég lét mig nú samt hafa það og mætti í vinnuna. Kannski maður taki sér bara veikindarfrí á morgun, hangi heima með Andrés önd og nammi.

En eitt bullið á mbl.is

Frétt á mbl segir að fólk sem spilar kappakstursleiki í tölvum séu líklegri til að aka kæruleysislega í raunveruleiknum. En og aftur er verið að einfalda hluti. Ég ætti að senda inn frétt að margir nauðgarar drekka kaffi, flestir morðingjar borða kjöt og 100% allra barnaníðinga eru háðir súrefni.
Þetta er líka oft svo mikill hræðsluáróður. Ég hef t.d. spilað leiki allt mitt líf, ofbeldisleiki og akstursleiki, ekki er ég að berja fólk niður í bæ, keyrandi það niður á bíl, eða að fara í spyrnu.
Held líka að fólk sem hefur gaman að keyra hratt, spilar kappaksturstölvuleiki, á að banna kannski akstursíþróttir í sjónvarpi?

Ég er alveg búinn að missa trú á svona könnunum. Sérstaklega þar sem það er svo auðvelt að túlka niðurstöður úr svona könnunum hvernig sem maður vill. Ég held meira að segja að það sé kennt í skóla. Þetta er eins og með gróðurhúsaáhrifin, erum við að hita upp jörðina, já smkv. þessari könnun! nei skmv. þessari! Mengun hitar jörðina! Jörðin er að hitna vegna reglulegra sveiflna í veðri!

Er Mac fyrir sissyboys? Já!

Tuesday, March 20, 2007

NOOOOOOO!!!!

Monday, March 19, 2007

Snjór!

Jamm, það er snjór úti. Og það er víst opið í nokkur svæði í bláfjöllum síðast þegar ég athugaði. Það er opið í Kónginn, Padda broddgölt og Héraðstubbinn, sem er allt í kóngsgili. Núna vantar mig bara skíði eða bretti eða snjóþotu. Hmm kannski ég verð mér bara úti um risadekk. Ég man að það var argasta snilld á þeim. Hendast niður brekku, beint í umferðina, ekkert smá mikið adrenalín kick!
Nei nei ég var góður strákur. Við rendum okkur í brekkum langt frá umferð. Alveg þartíl borgin ákvað að eyðileggja hana með því að byggja eitthvað friggin rafmagnshús þar. Neyddi okkur sko til að leika okkur í miðri umferðinni. Reglulega þurfti eitt barnið að fleygja sér fyrir bíl svo að umferðin myndi stoppast svo við hin gætum leikt okkur.
Ahh minningarnar um blóð blandað hvítum snjó. Hvað sakleisið tapaðist skjótt á þessum tíma. Ég man ennþá eftir því þegar Gummi festist í dekkjunum á bílnum og dróst 20 metra. Blóð og bein út um allt. Friðsamlegt, alveg þar til moldvörpufóklið réðst á okkur til að stela húðinni okkar. upp úr holum sínum kom það, vopnað hárbustum og naglaþjölum, við þurftum að berjast við þau með gúrkum og dömubindum...


...Hvað í fjandanum er í þessu kaffi?

Friday, March 16, 2007

Það er föföföstuflöskudagur! Og Eddie!

Thursday, March 15, 2007

Its a raid!

Yebb, samkeppnisráð gerði rassíu hjá Fjölgreiðslumiðlun sem er einmitt eitt af tveimur fyrirtækjunum sem ég vinn hjá. Smá hópur af liði að taka skjöl og fara í gegnum tölvur.

Þeir voru mjög kurteisir og létu sko allt mitt dót vera, því ég vinn meira hjá Auðkenni.

Wednesday, March 14, 2007

FÓLK ER FÍFL.

Fífl 1 ákveður að kaupa sér hlut. Kann ekki að nota hlut og ákveður að ráða til sín Fífl 2 til að nota hlut. Fífl 2 hefur ekki hundsvit á hlut.
Snillingur 1 geri ráð fyrir að fífl 1 hafi ráðið til sín fífl 2 af því að fífl 2 hefur vit á hlut. Fífl 2 veit ekkert um hlut. fíffl 2 lætu snilling 1 ekki vita um fákunnáttu sína, spyr snilling 1 um ráða varðandi hlut, fífl 1 og fífl 2 fikkta í hlut, hlutur virkar ekki, fífl 1 og 2 kenna snillingi 1 um.

Tuesday, March 13, 2007

Frank Miller´s 300 + Ctrl+Alt+Del

Monday, March 12, 2007

Das Helgin

Helgin byrjaði víst ekki alveg eins og ég ætlaði mér, ég gleymdi að setja inn Eddie Izzard á föstudeginum. Svo smá stress í vinnunni og svo hlaupa heima og fá jeppann því ég ætlaði í bústað með minni heitelskuðu. Og hún varð ekkert smá heit þessi elska, því ég setti hitann á heitapottinum í um svona 50°C óvart...
En já kíkti í bústað á föstudeginum, grillað naut og drukkið rauðvín og haft það almennt kózý. Svo keyra heim í smá snjóbil, allt hvítt og voða gaman.

Svo fór ég að vinna á sýningunni Tækni og vit 2007 við skráningu stafrænna persónuskilríkja á sunnudeginum. Það var fínt. Endalausar raðir þessa fimm tíma sem ég var þarna.
but anyway hérna er Eddie.

Thursday, March 08, 2007

Vampírubanar ráku viðarhæl í hjarta Slobodan Milosevic

stolið frá mbl.is
Fréttavefurinn Ananova segir frá því að maður að nafni Miroslav Milosevic hafi gefið sig fram við lögreglu og viðurkennt að hafa rekið viðarhæl gegn um hjarta Slobodan Milosevic, einræðisherrans látna.

Miroslav, sem mun ekkert vera skyldur Slobodan þrátt fyrir að bera sama eftirnafn, viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa ásamt félögum sínum sem berjast með honum gegn vampírum, rekið viðarhæl ofan í jörðu þar sem einræðisherrann látnir liggur og í gegn um hjarta hans til að koma í veg fyrir að hann gangi aftur og valdi ógn og skelfingu í Serbíu.

Sósíalistaflokkur Serbíu hefur fordæmt það að gröf leiðtogans hafi verið lítilsvirt og segist Milica Gajic, tengdadóttir Milosevic, ætla að lögsækja vampírubanana og sakar hún lögreglu um að hafa ekki gætt grafarinnar nógu vel.

Tuesday, March 06, 2007

„Sláandi“ framtíðarsýn

Yepp, smkv. mbl.is fara um 73% íbúa einir í bíl í vinnunna og 4% er farþegi. Minnst er á að aukning verður í umferðarþunga og fólk mun þurfa að eyða meiri og meiri tíma í bíl á leið í vinnuna.
Þetta er bara þróunin sem fylgir einkabílnum. Allir verða að vera á sem stærsta bílnum. Friggin íslenskir ameríkanar. Annar hver bíll í umferðinni er jeppi og helmingurinn af þeim er einhver risaútgáfa sem var hannaður með tunglferðir í huga. Hversu lítið getur typpi eiginlega orðið? Ég bara spyr. Þessir gaurar sem eru á upphækkuðu bílunum með risadekkinn, maður bara vorkennir þeim...

Anyway, lest, neðanjarðarlest. Það er sko málið, ég segi það enn og aftur. Neðanjarðarlest.
Skella teinun neðanjarðar, senda lestina hringleið í gegnum öll hverfin og svo strætisvagna sem hringsóla hverfin, problem solved. Skella svo á kílómetragjaldi sem neyðir fólk að skilja bílinn eftir og svo auka þungaskattinn svo að jeppagaurarnir þurfa að greiða meira (bara).

Held að það verður nú ekki auðvelt að ná landanum úr bílunum sínum. Persónulega vil ég ekki taka strætó, það er svona viss frelsissvipting að vera háður einhverru faratæki sem maður hefur enga stjórn yfir. Maður vill fá að fara frá dyr að dyr, so to speak. Svo er líka svo plebbalegt að taka strætó....

Monday, March 05, 2007

Bíó Blogg

Ég kíkti á mynd um helgina, San ging chaat goo si eða New Police story eins og hún er kölluð á ensku. Þetta er Jackie Chan mynd. Hún kom mér bara nokkuð á óvart. Þetta er með dramatískari myndum með Jackie Chan sem ég hef séð. Jackie Chan er meira að leika en gera stunts, sem er alveg skiljanlegt, gaurinn er 53 ára gamall. En jú það eru samt flott áhættu atriði.
Myndin gerist í Hong Kong og fjallar um baráttu lögreglunar þar við gengi sem drepur lögreglumenn. Jackie Chan er Inspector Wing sem berst á móti þeim. Myndin er mun grófari en aðrar myndir með Jackie Chan, húmorinn eða kung-fu atriðin eru ekki í fyrirrúmi í þessari mynd.
Mæli með þessari mynd, hún var skemmtileg og það sést að Jackie Chan er ekki bara gamanleikari.

Friday, March 02, 2007

Föstudagur - Eddie Izzard In a dress

Thursday, March 01, 2007

Modduð Sexbox til sölu

Jæja ég ætla að selja modduðu xbox vélina mína.
Hún er með xbmc sett inn á hana til að spila tónlist, kvikmyndir og myndir beint í sjónvarpið úr server yfir local net eða bara efni sem er kóperað beint á xbox vélina sjálfa. Sjáið nánari lýsingu í linkinum hér fyrir ofan.
Held að almennt verð fyrir hana sé um 30K með moddun og alles.
tvær fjarstýringar og remote fylgir með ásamt öðru..




Sendið email á tryggvienator@gmail.com ef þið hafið áhuga.
Ef hún selst ekki hér þá fer hún á partalistann.

Edit: Hmm nú er ég farinn að pæla hvort ég eigi nokkuð að selja vélina, væri ágætt að hafa sjónvarp kannski inni í svefnherbergi. Or is that just nuts?