Wednesday, March 21, 2007

En eitt bullið á mbl.is

Frétt á mbl segir að fólk sem spilar kappakstursleiki í tölvum séu líklegri til að aka kæruleysislega í raunveruleiknum. En og aftur er verið að einfalda hluti. Ég ætti að senda inn frétt að margir nauðgarar drekka kaffi, flestir morðingjar borða kjöt og 100% allra barnaníðinga eru háðir súrefni.
Þetta er líka oft svo mikill hræðsluáróður. Ég hef t.d. spilað leiki allt mitt líf, ofbeldisleiki og akstursleiki, ekki er ég að berja fólk niður í bæ, keyrandi það niður á bíl, eða að fara í spyrnu.
Held líka að fólk sem hefur gaman að keyra hratt, spilar kappaksturstölvuleiki, á að banna kannski akstursíþróttir í sjónvarpi?

Ég er alveg búinn að missa trú á svona könnunum. Sérstaklega þar sem það er svo auðvelt að túlka niðurstöður úr svona könnunum hvernig sem maður vill. Ég held meira að segja að það sé kennt í skóla. Þetta er eins og með gróðurhúsaáhrifin, erum við að hita upp jörðina, já smkv. þessari könnun! nei skmv. þessari! Mengun hitar jörðina! Jörðin er að hitna vegna reglulegra sveiflna í veðri!

Er Mac fyrir sissyboys? Já!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Pfft, eggheads... what do they know?

1:37 AM  

Post a Comment

<< Home