Monday, March 19, 2007

Snjór!

Jamm, það er snjór úti. Og það er víst opið í nokkur svæði í bláfjöllum síðast þegar ég athugaði. Það er opið í Kónginn, Padda broddgölt og Héraðstubbinn, sem er allt í kóngsgili. Núna vantar mig bara skíði eða bretti eða snjóþotu. Hmm kannski ég verð mér bara úti um risadekk. Ég man að það var argasta snilld á þeim. Hendast niður brekku, beint í umferðina, ekkert smá mikið adrenalín kick!
Nei nei ég var góður strákur. Við rendum okkur í brekkum langt frá umferð. Alveg þartíl borgin ákvað að eyðileggja hana með því að byggja eitthvað friggin rafmagnshús þar. Neyddi okkur sko til að leika okkur í miðri umferðinni. Reglulega þurfti eitt barnið að fleygja sér fyrir bíl svo að umferðin myndi stoppast svo við hin gætum leikt okkur.
Ahh minningarnar um blóð blandað hvítum snjó. Hvað sakleisið tapaðist skjótt á þessum tíma. Ég man ennþá eftir því þegar Gummi festist í dekkjunum á bílnum og dróst 20 metra. Blóð og bein út um allt. Friðsamlegt, alveg þar til moldvörpufóklið réðst á okkur til að stela húðinni okkar. upp úr holum sínum kom það, vopnað hárbustum og naglaþjölum, við þurftum að berjast við þau með gúrkum og dömubindum...


...Hvað í fjandanum er í þessu kaffi?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home