Tuesday, March 27, 2007

Kór

Ég fór í gær að hlusta á kór syngja. Pabbi Sollu var að syngja í honum og þar sem ég er góður kærasti þá þurfti ég að fara með. Kórinn söng í kirkju og þó að það rauk aðeins úr mér, þá er ég víst ekki nógu illur að það kvikni í mér þér ég stíg á helga jörð.
Þetta var nú bara ágætis skemmtun verð ég að segja. Ágætis tilbreyting. Soldið mikið af gömlu fólki þarna og meðfylgjandi lykt...

En ég held að ég sé búinn að uppgvöta nýja tegund af nördum. Svokallaða kórnörda. Þeir virðast lifa á bönunum. Ég þarf að rannsaka þetta nánar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home