Monday, March 26, 2007

MoveAlong

Jæja það fer að styttast í að ég flytji út, allavega fer að styttast í að ég fái lyklana afhenda.
Systir mín er þegar farinn að mæla rúmmálið í fataskápnum heima og pæla í nýrri málingu.
Ég er ekkert að drífa mig sko, þetta gerist bara þegar það gerist. Held að ég geti samt verið svona innan við viku að flytja eftir að ég fæ afhent. Spurning bara að skella sér að mála og svo fá bíl til að druslast með húsgögnin inn við fyrsta tækifæri.

Stefni á að fá mér svo securitas eða einhverja þjófavörn með brunavörn og öllum pakkanum.
Það er nú þegar búið að brjótast einu sinni inn til mín..

0 Comments:

Post a Comment

<< Home