Thursday, January 04, 2007

Spanglish


Ég kíkti á þessa mynd fyrir stuttu. Mynd með Adam Sandler, Téa Leoni og Paz Vega.
Ég verð bara að segja að ég var nokkuð ánægður með þessa mynd. Téa Leoni fór á kostum. Var bara mjög fyndin og lék mjög vel. Adam Sandler svona lala, gaurinn er víst að reyna að losa sig við Billy Madison og alla reiðina.
Paz Vega stóð sig líka vel og maður gat vel skynjað hvað hún var að segja þó að maður skildi ekki orð af því sem hún sagði.

Fyrir þá sem ekki vita, þá fjallar þetta um mexikönsk mæðgi sem hoppa yfir landamærin til bandaríkjana og fara að vinna hjá Adam Sandler og hans fjölskyldu. Myndin fjallar um munin á þessum tveimur menningar heimum og blah blah blah, góð mynd. Mæli með henni.


Já og ég held að allt sé að gerast í mínum fasteigna kaupum. Tilboði tekið, íbúðin farin af mbl.is...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home