AuðkennisLykill
Eins og sumir vita, þá vinn ég hjá fyrirtæki sem heitir Auðkenni og líka hjá fyrirtæki sem heitir FGM.
Margir hafa nú fengið til sín í pósti auðkennislykill og margir hata hann nú þegar. Síminn hjá okkur hringir ótt og títt. Fólk að spyrja ýmislegar spurningar um lyklana.
Ég var einmitt í dag að ræsa minn lykil í mínum einkabanka og gékk það smurlaust fyrir sig. Maður verður nú að gæta sín að týna þessum lykli ekki og er því best að skella honum á lyklakippuna.
Þessir lyklar eiga eftir að valda smá ursla hjá fyrirtækjum trúi ég. Starfsfólk fyrirtækja er alltaf að fara inn og út úr einkabönkunum sínum og það er örugglega óþolandi að þurfa að taka fram lykilinn og slá inn tölu í hvert sinn sem maður fer inn í bankann. Og svo hvað ef maður gleymdi lyklinum á neðstuhæðinni í byggingunni eða heima? Bömmer.
Flestir bankar eru nú með varaáætlun ef lykillinn tínist...
5 Comments:
Ég fékk svona lykil til prófunar fyrir nokkru og hef unnið m.a. við að búa til viðmót fyrir helpdeskforritið til að læsa og aflæsa lyklunum o.s.frv.
Þetta venst merkilega vel - en ég hefði viljað sjá þetta útfært þannig að þetta yrði valkostur, en þá yrði það gert mjög ljóst að þeir sem velja að nota ekki þessa lykla bera algjöra ábyrgð á öllum færslum sem fara í gegnum þeirra reikninga í netbankanum.
Af hverju ætti það að vera ábyrgð bankans ef einhver fær á sig keylogger og lætur stela af sér aurum?
ÞÚ TRYGGIR EKKI EFTIR Á!!
You know what I´m talking about..
Já æi þetta er bara bögg.... allt orðið "of" öruggt... ef maður er ekki að athafnast í smástund þá er maður loggaður út og þarf að taka fram lyklakippuna aftur :(
En þetta hlýtur að venjast eins og annað.
Þetta lyklakippu element á aukennislyklinum lýtur ekki út fyrir að vera öruggt, spái því að þetta eigi eftir að slitna eftir nokkra daga...
Sko, þetta er ekki Wii. Þú átt ekkert að vera gríta þessu í átt að sjónvarpinu þínu...
Post a Comment
<< Home