Wednesday, January 31, 2007

Sexbox 360

Ég eyddi góðum hluta síðasta kvölds í að reyna að fá Xbox360 vélina mína til að tengjast og spilamyndbönd í gegnum local netið heima. Xboxið spilar tónlist og myndir ekkert mál. Bara ræsa búnaðinn á hvorum enda og no problemos. En kvikmyndir eru annað mál. Fyrst, þegar Xbox360 kom út, átti bara að vera hægt að spila ef windows XP væri með Media Center. Svo var því breytt og núna er hægt að að spila í gegnum Zune og Windows Media Player 11(Sem er soldið flottur).
En ennþá styður Xboxið bara Windows kvikmyndir, wmv skrár.
Svo fór ég aðeins að googlast og fann ýmis forrit sem taka sig til og breyta xvid og fleiri skrám "on the fly" yfir í wmv og senda það til xbox-sins. Gallinn er náttúrulega að það þarf að breyta skránun á met hraða svo að þetta lýtur vel út(étur upp CPU). Ég var að fikta í forriti sem heitir Tversity. Gat spilað tónlist og skoðað ljósmyndir í gegnum það... en ekki kvikmyndir. Oft áttaði xboxið sig ekki á stærð myndarinnar eða var of lengi að vinna úr gögnunum. Sagt var í texta að maður þyrfti stundum að bíða frá 10 sec upp í 1 mín, áður en spilun hæfist...
Ég held að ég haldi aðeins lengur í XBMC sem er sett upp á fyrstu xbox vélinni.
Ætli maður haldi nú ekki samt áfram að fikkta. Og vonandi mun Microsoft leyfa alla codecs í gegn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home