Tuesday, January 09, 2007

It´s cold outside.

It´s cold outside everyday, what is this Miami beach?

Yepp, það er skítakuldi úti og verður þannig út vikuna. Ég held að það sé loksins kominn vetur á Íslandi. Næstu dagana verður hitastig vel undir frostmarki og svo verður snjókoma á laugardeginum.
Ég held að ég hafi lofað sjálfum mér að skella mér á skíði þennan vetur. Ég held að ég muni ekki standa við það. Ég bara nenni því ekki. Manni er alveg nógu drullu kalt að skafa af framrúðunni á morgnana. Óþarfi að skella sér upp í eitthvert fjall og skafa af andlitinu, þó það hafi nú verið gaman síðast þegar ég fór á skíði... fyrir svona 7 árum eða eitthvað. Ég myndi þurfa að kaupa allan búnað fyrir dæmið...

Já, og að auki, þá er 95% líkur á því að ég skrifi undir kaupsamning á morgun. Þá mun ég "eiga"íbúð í Rauðásnum og myndi ég fá hana í síðasta lagi fyrsta apríl. Ég á víst helling af húsgögnum og fæ víst líka gömlu uppþvottavélina hennar mömmu, þannig að mig vantar nú ekki mikið af hlutum í innbúið. Held ég...

2 Comments:

Blogger Þarfagreinir said...

Til hamingju með íbúðina - en ekki láta þér koma á óvart þó að kostnaðurinn við innkaup á alls konar drasli verði meiri en þig grunar. Það er merkilega mikið sem maður þarf að kaupa þegar maður flytur inn í íbúð.

2:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

o jú, þig vantar helling!
Mig vantar allavega alltaf helling þegar ég er heima hjá þér... eins og til dæmis limesafapressustykki

2:59 PM  

Post a Comment

<< Home