Wednesday, February 14, 2007

Singles Awareness Day

Er einmitt dagurinn í dag!
Þetta er svona dagur fyrir fólk sem er einmitt ekki í sambandi og heldur ekki upp á Kauphátíðina sem kallast Valentínusar dagur. Þessi dagur er líka þekktur sem Ballantine´s day. Hann byggist á því að sitja með öðru einhleypu fólki, drekka Ballantine og tala um hve lame Valentine dagurinn er.

Fyrir þá sem vita ekki þá er Valentínusar dagur elskenda og byggðist til að byrja með á því að skiptast á ástarbréfum. Þessu dagur nær víst alveg til 13. aldar.





Svo varð Ameríka til og eyðilagði daginn með því að neyða fólk til að kaupa konfekt og rósir og svo seinna meir með því að gefa demanta og svipað dæmi. Kíkið á þetta um demanta og þrælkun tengt þeim.

Já svo er þorraþræll næsta laugardag, konudagur á sunnudaginn, bolludagur á mánudaginn, sprengidagur þann 20. og svo þann 21. er öskudagur. Það er bara nóg að gera sýnist mér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home