Monday, February 12, 2007

Kompás og kjöt

ÉG kíkti á Kompás síðasta sunnudag. Þátturinn fjallaði um hvernig matvælaframleiðendur bættu við efnum í mat til að gera hann meira aðlaðandi eða þyngri. Vatni bætt í hann svo að hann verður þyngri og maður borgi meira. Allt að 10% t.d. sumra kjúklingabringna er vatn. Ekki er nauðsynlegt að auglýsa aukavatnið, nema það fari yfir 10%. Verst fannst mér samt að það er bætt við sykri og salti, maður nú vissi það fyrir en ekki samt hvaða áhrif það hafði á eldamenskuna.
Þetta er nú að sjálfsögðu gert til að auka geymsluþolið og gera vöruna meira aðlagandi.

Ég hef nú lúmskt gaman að því að elda og verð víst að játa að ég var ekki alveg sáttur við þessar fréttir. Maður á nú að fá þann möguleika að kaupa kjötið "beint af bryggjunni" so to speak.

En ég hef reyndar séð fiskinn sem kemur beint af bryggjunni, ef smá stund á pönnunni er hann vægast sagt aðlagandi. Slepjulegur og almennur vibbi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home