Wednesday, February 21, 2007

Það er byrjað aftur.

Þau koma bara einu sinni á ári. Skríða úr holum sínum. Þau nálgast mann með saklausu og meinlausu útliti. En um leið og þau koma þá er engin undakomuleið. Þau læsa mann í jörðina með saklausu útliti sínu, stóru augnum og svo byrja þau... að syngja!

Klukkan er ekki einusinni orðin 12 en samt eru 5 hópar búnir að koma og syngja. Allir jafn hræðilegir, sem betur fer get ég falið mig inni á skrifstofunni minni.

2 Comments:

Blogger Þarfagreinir said...

Fara þessi óhræsi út um allt?

Sem betur fer er ég læstur inni á þriðju hæð; hingað kemst enginn óboðinn.

12:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég svaraði dyrabjöllunni þrisvar í gær með skilaboðunum "allt nammi búið"
Sem er náttúrlega lygi, það var ekkert nammi til til að byrja með.

9:55 AM  

Post a Comment

<< Home