Tuesday, February 13, 2007

Sviti er sexy

Allavega hefur sviti karla jákvæð áhrif á kynhvöt kvenna smkv. þessari grein á mbl.is.
Persónulega þá hef ég alltaf grunað þetta sko, náttúran skellir feromóni í svitan og gerir okkur aðlaðandi. Óþarfi að vera að drekka náttúrulegri lykt í rakspýra. Ég hef almennt ekki verið hrifin af því að skella á mig rakspýra þó ég nota hann nú stöku sinnum.
Sumir virðast taka sundsprett í rakspýra áður en þeir fara á djammið... sumir setja líka á sig líka viss hormón til að æsa upp kvenfólk... aðrir telja að aflitað hár og gervileg brúnka dugi.
Óþarfi að vera með einhver endalaus aukaefni til að laða að hitt kynið, fara bara út að hlaupa eða í sumum tilvikana, dansa. Þó í mínum tilvikum hefur það alvarleg áhrif á hæfni mína til að draga að kvennfólk.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home