Monday, December 04, 2006

Desember, jól og áramót

Jæja það er víst kominn desember, allir sem eru í prófum ættu að hafa tekið eftir því, því þeir eru núna að berja haus í vegg yfir öllum lestrinum. Fyrir vinnandi fólk er þetta líka smá kvíði, fer eiginlega eftir hversu mikla ást það þarf að kaupa.
En jólin er nú tíminn til að slappa af, belgja sig út af mat, skemmta sér með sínum nánustu og rökræða af hverju íslensku jólasveinarnir séu betri en feiti gráðugi kapítalíski, McDonalds étandi, ózon eyðandi, stríðsóði Bandaríski Jólasveinn. Ég held að svarið sé augljóst...


Maður þarf víst að fara að versla jólagjafir á næstunni. Kaupa eitthvað fínt og sætt handa kærustunni og eitthvað hugulsamt handa fjölskyldunni og hávaðasömustu leikföngin handa frændum og frænkum.
Ég var einmitt að skoða bæklingana sem streyma nú til manns frá búðunum. "Handa henni", Handa honum", "Handa börnunum"... Fyndið hvað "Handa henni" er alltaf tvöfallt fleiri bls. en handa honum.. og er oft helmingur bæklingsins.
Alltaf verið að eyða morðfjár um jólin, annars fara búðirnar á hausinn, börnin væla og konan sýnir manni hvar Davíð keypti ölið og lætur mann sofa þar... án ölsins...
Ég stefni nú ekki á að eyða of miklu. Ég keypti nú fyrstu jólagjöfina í október. Gott að dreifa þessum kostnaði yfir mánuðina, þá fær maður ekki shock þegar maður les VISA reikninginn. En þetta er nú ekki bara um peningana, þetta er um hver fær stærsta pakkann auðvitað.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"fer eiginlega eftir því hversu mikla ást þarf að kaupa" - snilld!

1:09 PM  

Post a Comment

<< Home