Monday, December 18, 2006

Wiiiiiiiii!!

Jæja ég prófaði nýju leikjatölvuna wii um síðustu helgi hjá Einsa. Einsi á víst ekki mikið af leikjum í þetta en við höfðum wii sports og wii play til að leika okkur í.
Grafíkin er nú ekki upp á marga fiska en það er drullu gaman í þessu helvíti.
Sveiflandi fjarstýringunni í allar áttir eins og smábarn í frekjukasti.
Ég verð víst að játa að ég var orðinn soldið þreyttur eftir þetta. Einsi kvartaði að hann væri kominn með tennisolboga og hafði ekki sofið síðan hann fékk vélina.
Slys geta gerst í þessu. Einsi var næstum því búinn að slá mig í hausinn. Gaxel sló niður lampa og Höddi sló fjarstýringunni upp í loftið og í spegil sem var í loftinu. (Ég veit ekki af hverju Einsi er með spegil í loftinu inni í svefnherbergi hjá sér).

Fólk er víst oft að slasa sig út af wii, enginn hefur víst ennþá drepið sig en ef þið viljið lesa um það klikkið þá hér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home